Byggingarlistin - 01.01.1956, Blaðsíða 36

Byggingarlistin - 01.01.1956, Blaðsíða 36
rúðugler getum vér útvegað frá Belgíu með stuttum fyrirvara. THERMOPANE er framleitt úr tveim eða fleiri glerskífum með loftþéttu rúmi milli skífanna. THERMOPANE er mjög heppi- legt í hinni köldu og umhleyp- ingasömu veðráttu hérlendis. Þrír aðalkostir THERMOPANE eru: 1. Útilokar móðu og frost af gluggum. 2. Einangrar gegn hita, kulda og hávaða. 3. Ávallt hreint og vel gegnsætt. Ekkert vatn safnast í glugga- kistumar. Allar jrekat;i upplýsingar á skrifstofu okkar: Eggert Kristjánsson & Co. li.f. Framlciðum: Hurðir, veggþiljur og krossvið úr eik, mahogni, ask, beyki og hnotu GAMLA KOMPANllÐ H.F. Snorrabraut 56 . Símar 3107, 6593 fSLEIFUR JÓ\SSOÍV. bygtjingarvöruverzlun Reykjavík — Sími 3441 — Símnefni: ísleifur Venjulega fyrirliggjandi alls konar byggingaefni, svo sem: Miðstöðvarofnar og katlar, heittvatnsgeymar. rör, fittings og kranar til vatns- og hitalagna og alls konar hreinlœtistœki. Nokkrar atliugasemdir við efni síðasta lieftis Byggingarlistarinnar í formála heftisins, skrifuðum af fræðslu- málastjóra, getur að lesa auk þakka fyrir fram komnar lausnir, staðhæfingu þess efn- is, að lausnir þessara barnaskóla gefi að sjálfsögðu ábendingu um lausnir gagn- fræðaskólanna. Þetta getur staðizt því einungis, að gert sé ráð fyrir að gagnfræðaskólar okkar þró- ist ekki í það horf sem gerist í nágranr.a- löndunum. Þar sem kennsluform og viðhorf nemenda þessara skóla eru svo ólík, verður að miða skólahúsin við ólíkar forsendur. Tilhögun barnaskólahússins hlýtur að miðast sérstaklega við það, að skapa börn- nnum starfsumhverfi sem gefur þeim ör- yggi og sameignartilfinningu á vinnustaðn- um. Kennsluformið stuðlar að þessu. Hin- ar ólíku námsgreinar eru svo nátengdar hver annarri í kennsluaðferðum og kennslu- áhöldin svo fáhrotin að öll kennslan getur farið fram í sama herbergi undir leiðsögn eins og sama kennara. Vegna þessa getur barnið eignazt sitt anna ðheimili í kennslu- stofunni sinni. Það eignast samastað með bekkjarsystkinunum þar sem leikur og nám verða eitt. Þessu er mjög á annan veg farið hvað snertir unglingaskólana. Aðaleinkenni þeirra er að sundurgreining námsins er haf- in. Vinnuskilyrðin verða að miðast við sér- stöðu starfsgreinarinnar. Nemendurnir hafa nú allt aðra afstöðu til skólastofunnar. 011 munum við hvað flakkið var kærkomin tilbreyting, þegar við í síðasta bekk barnaskólans fengum að flytja okkur í náttúrufræðistofuna, landa- fræðistofuna o. s. frv. Ætla má að þama fari aftur saman kennslufyrirkomulag og þeir eiginleikar nemendanna, sem hljóta að verða meðákvarðandi, þegar reynt er að skapa þeim vinnustað, sem örfar þá við námið. Af þessu má geta nærri að prógramm lít- ils óbrotins barnaskóla og fullkomins fram- haldsskóla eru svo ólík að mjög rangt er að telja sjálfum sér eða öðrum trú um að þess- ar bamaskólaúrlausnir leiði af sér lausnir framhaldsskólanna. Sérlega óheppilegt væri að byggingaófróðir menn teldu sig geta gert sér grein fyrir lausn gagnfræðaskóla eða annars framhaldsskóla samkvæmt þeim hugmyndum, sem þessi samkeppni hefur leitt af sér. Við eigum nú tiltölulega fullkomna fræðslulöggjöf, sem margir af okkar 34 BYGGINGARLISTIN

x

Byggingarlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.