Byggingarlistin - 01.01.1956, Blaðsíða 19

Byggingarlistin - 01.01.1956, Blaðsíða 19
stíga milli lítilla hólma, með göngu- brúm. Þessi tillaga var prýðilega gerð og rökstudd og eitt megin atriði í útliti Tjarnarsvæðisins. Umferðarbraut yfir Tjörnina er ónauðsynleg, og með slíkri breytingu yrði allt Tjarnarsvæðið að samfelld- ari og fegurri heild. í Tjarnarkrikanum, milli Tjarnar- götu og Skothúsvegar, mætti setja mátulega stóra byggingu. er lokaði út- sjón til íbúðarhverfanna sunnan og vestan, en umferðargötur að þeim hverfum eru nægar og greiðar, enda þótt Skothúsvegur yrði lagður niður sem umferðarbraut yfir Tjörnina. Þessar tillögur fannst mér einna merkastar þeirra, sem fram komu, og líklegastar til þess að hafa hvað mest áhrif á heildarútlit Tjarnarsvæðisins. * Illa hefur verið farið með Tjarnar- götuna norðanverða. Eru þar ósam- stæð og miður ásjáleg fjórlyft hús, er blasa við Tjarnarsvæðinu. Verður erfitt að lagfæra þá byggð, svo vel fari, en hlýtur að verða eitt af vanda- málunum, þegar skipulagið verður endanlega ákveðið. Það er hart að þurfa að fjarlægja slíka byggð, en helzt þyrfti það að gerast, ef vel á að fara um heildarútlit þessa svæðis, en ég á hér við húsin frá Vonarstræti til suðurs. Nokkurs uggs hefur gætt hjá sum- um í sanrbandi við ráðhússtæði við norðurenda Tjarnarinnar, og að ráð- hús þar mundi skerða Tjörnina eða minnka úlsýn lil suðurs. Ekki verður nein hætta á því, ef byggt verður í tvennu lagi, eins og að framan getur. Enda þótt eitthvað verði fyllt út í Tjörnina fyrir miðju Vonarstræti, þá opnast í þess stað með rúmu svæði beggja vegna við, -—■ að Lækjargötu annars vegar, en Tjarnargötu hins vegar, er býður hið glæsilegasta útsýn yfir allt Tjarnar- svæðið frá báðum þessum götum, og miklu meira og betra en nú er, því að sjálfsögðu er þá gert ráð fyrir, að Búnaðarfélagshúsið og Iðnó hverfi, og verði þar að mestu opið svæði milli ráðhúss og Lækjargötu, fram að Tjörninni. Ég hef dvalið nokkuð við þessar hugleiðingar um ráðhússtæði við Tjörnina, og gert það af ásettu ráði, þar sem skoðun mín er sú, að ráðhús- ið beri að setja á fegursta staðinn í miðbænum, við Tjörnina og norður- enda hennar. Verður frágangi þessa svæðis því ekki gerð full og sómasam- leg skil nema tillit sé tekið til þess. Um samkeppnina um Tjarnarsvæð- ið, og árangur hennar í heild, eða niðurstöður dónmefndar. má hins vegar mjög margt segja, og hefur þeg- ar sagt verið. Get ég þó ekki skilið við þessa þanka án þess að hnýta ofur- litlu í dómnefnd samkeppninnar og greinargerð hennar, sem þá um leið skýrir frekar nokkur atriði málsins. Hefði greinargerð fyrir niðurstöð- um mátt vera vandaðri og í betra sam- ræmi við niðurstöður dómsins. Ólík sjónarmið hafa þar sýnilega togazt á. — T. d. telur dómnefndin æskilegast að hafa engar byggingar í Tjarnar- brekkunni og segir um hæstlaunaða uppdráttinn, að hin þétta byggð við Tjarnargötu eyðileggi hina jögru brekku. A öðrum verðlaunuðum upp- dráttum eru breið bil milli húsa á þessu sama svæði, og sést sæmilega vel í brekkuna milli þeirra. Um hæst- launaða uppdráttinn segir ennfrem- ur: „Tillögur um syðri Tjörnina kuldalegar, — miður heppilegt að staðsetja byggingu þar, nema „musik- tribune“.“ — Á öðrum verðlaunuð- um tillögum eru engar byggingar ráð- gerðar sunnan við Tjarnarendann, enda væri það mjög misráðið. Hefur hér fallið dómur um tvö veigamikil atriði í samkeppninni, sem fyrstu verðlaunum eru beinlínis fundin til foráttu, og virðist þannig sú spurning liggja nærri, á hverjum forsendum niðurstöður dómsins hvili. Nefndarmenn segja að lokum, að þeir hafi hvorki orðið ásáttir um röð verðlaunanna, né skipulag Tjarnar- brekkunnar, byggingar þar o. fl. Það hefði verið virðulegra og rétt- mætara að skila sératkvæðum, þannig að skoðun hinna einstöku nefndar- manna hefði komið skýrt fram, enda skylda, þegar mikið ber á milli, að skýra hreinlega þau sjónarmið, er til greina hafa komið fyrir niðurstöðum dómanna. BYCGINGARLISTTN 17

x

Byggingarlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.