Byggingarlistin - 01.01.1956, Blaðsíða 8
TILLAGA „2000
Arkitekt: Sigvaldi Thordarson
ÞaS skal tekio fram þegar í byrjun,
að samkeppni sú, sem hér um ræðir,
er fyrst og fremst hugmyndasam-
keppni um heildarfyrirkomulag svæð-
isins, en ekki um einstök smáatriði,
t. d. hvernig bakkar Tjarnarinnar
verða og úr hvaða efni þeir verða
gerðir, hvernig gengið verður frá
gangstígum, stéttum og akbrautum,
hvaða gróðrartegundum verður
plantað o. s. frv., eins og fram kemur í
útboðslýsingu, því þetta eru „detail-
atriði“. ASur en lengra er haldið, er
vert að gera sér grein fyrir eftirfar-
andi atriðum:
1) Byggingum þeim, sem við
Tjörnina standa, verðmætum þeirra
og aldri.
2) Aðalumferðaæðum, er liggja að
svæðinu og um það. Af byggingum
þeim, er við Tjörnina standa, eru að-
eins Alþingishúsið og Dómkirkjan,
sem hafa sögulegt og listrænt gildi.
Flestar aðrar byggingar á svæðinu
eru gamlar timburbyggingar, sem
ganga úr sér á næstu áratugum. Þær
fáu steinbyggingar, sem þarna standa,
eru einnig af eldri gerð, t. d. Þórsham-
ar, Herðubreið, Tjarnarbíó og
Slökkvistöðin. Það er því ljóst, að
ástæðulaust er, að þessar byggingar
hafi nokkur veruleg áhrif á endanlegt
skipulag við Tjörnina. ASalumferða-
göturnar á þessu svæði verða Frí-
kirkjuvegur og Suðurgata, en að
sunnan Hringbraut. Suðurgata er
eðlilegri umferðaæð frá miðbænum í
Skerjafjörð en Tjarnargata, sem á að
vera „promenade" gata.
Eins og Skothúsvegurinn er nú,
veldur hann óæskilegri bílaumferð í
íbúöahverfum báðum megin Tjarnar-
innar. I stað þess ætti að beina um-
ferðinni að Hringbrautinni, sem er
aðalbraut.
DÓMNEFNDARÁLIT :
Byggingar við Tjörnina:
Til þess að gera umhverfi Tjarnar-
innar eins glæsilegt og vera ber, þarf
að staðsetja þar ýmsar meiriháttar
byggingar. Sjálfsagt má telja, að við
Tjörnina rísi ráðhús bæjarins, þar eð
heppilegri lega verður ekki fundin
nærri miðbænum, en central lega
slíkrar byggingar verður að teljast
mjög æskileg. Framh. á 28. bls.
Lögun tjarnarinnar frekar hörð, en frá-
gangur og tillögur ura fyrirkomulag tjarnar-
bakkanna athyglisvert. Göngubrú yfir tjörn-
ina skemmtilegri heldur en bifreiðabrú, en
vafasöm vegna bílaumferðar milli bæjar-
hlutanna og kostnaðarsöm framkvæmd.
Hin þétta byggð við Tjarnargötu miður
heppileg, krefst allmikiilar breikkunar á
Tjarnargötu og eyðileggur hina fögru
brekku. Æskilegast að engar byggingar
yrðu í Tjarnargötu-brekkunni.
Hallveigarstaðir vel staðsettir sé þessi lóð
valin. Skipulag norðan Tjarnar athyglisvert,
fallegt að opna svæðið að þinghúsinu.
Byggingar við Fríkirkjuveg rýra lóðir við
Laufásveg.
Tillögur um syðri Tjörnina kuldalegar,
miður heppilegt að staðsetja byggingu þar,
nema „musiktribune“.
6
BYGGINGARLISTIN