Byggingarlistin - 01.01.1956, Blaðsíða 32

Byggingarlistin - 01.01.1956, Blaðsíða 32
VERZLUNIN BRYNJA Laugavegi 29 BYGGINGARVÖRUR JÁRNVÖRUR VERKFÆRI ÚRVALS VÖRUR . HAGKVÆMT VERÐ IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS H.F. LÆKJARGÖTU 2 . REYKJAVÍK Sparnaður er þjóðardyggð og þjóðarnauðsyn Sparifé er undirstaða efnalegs sjálfstæðis norðan og út suður við núverandi ráðherrabústað. Að ofan frá Suðurgötu (æskilegt. væri að lækka hana nokkuð) sé einn- ig bílastæði og megin umferð að þess- um byggingum frá þeirri götu. Ef um gistihús yrði að ræða, mætti hafa veit- ingar á stöllunum með útsýni vfir Tjörnina. í þessum millibyggingum mætti ætla nokkuð rými til afnota fyrir þá, er iðka vetraríþróttir á Tjörninni. Á austurbakka Tjarnarinnar hef ég kosið að sveigja Fríkirkjuveginn nokkuð til suðausturs, en þannig fæst betra samband við Sóleyjargötu. Þetta er þó einkum gert til þess að fá landræmu milli vegar og vatns, án þess að minnka Tjörnina til muna. Það sem mér einkum gengur til, er að teygja gróðurlendur Hljómskála- garðsins inn undir miðbæinn — eða að Tjörnin verði að mestu í parki þó mjór sé. Byggðin er aðeins skásett — þann- ig festist athyglin fremur og beinist síðan inn á við að grósku Tjarnarinn- ar. Ég hef ekki hirt um að breyta fyrir- komulagi Hljómskálagarðs að ráði — þó mér finnist hann stífari en skvldi. Skipulagsmöguleikar sunnan Hringbrautar, milli Njarðargötu og Háskólalóðarinnar, er skylt Tjarnar- svæðinu, en þar mætti gera róðrar- braut — sundpoll með skýlandi hæða- drögum. Fegrun og útlit Tjarnarinnar TILLAGA „8" Framh. aj bls. 10. Samkvæmt útboðsskilmálum er einnig sýnd bygging á þessu svæði (sá uppdráttur er þó ekki birtur hér). Ekki mundi mjög stórt hús fara vel á þessum stað (eða fara vel með stað- inn). Bezt virðist fara á því, að hafa þar ekkert hús. Útsýnin til tjarnarinnar og suður- fjallanna er frá fegurðarsjónarmiði miklu meira virði en húshlið, þótt lag- leg væri. Alþingishússgarðurinn, sem á að stækka að Vonarstræti, á að 30 BYGGINGARLISTIN

x

Byggingarlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.