Byggingarlistin - 01.01.1956, Blaðsíða 33
njóta sín og þaðan á einnig að njóta
þessarar útsýnar.
Dómkirkjan er náinn granni tjarn-
arinnar og stórhýsa þeirra, er vænta
má, að reist verði norðan við Vonar-
stræti. Hér er lauslega sýnd tillaga um
viðbót við kirkjuna og nýjan kirkju-
turn í sambandi við þessa nýju álmu.
I þessu sambandi skiptir mestu
máli afstaða turnsins og áhrif hans á
svip miðbæjarins og umhverfis tjarn-
arinnar. Turninn gnæfir hátt yfir hús-
in við Vonarstræti og yfir kirkjuna
fyrir enda Pósthússtrætis og mundi
gefa kirkjunni og strætinu nýjan svip
og bragðmeiri en nú er.
Trjábelti í Hljómskálagarðinum
snúa aðallega frá austri til vesturs, á
nokkurri upphækkun eða ávala. Með-
fram þeim að norðanverðu er komið
fyrir allþéttum rimlagirðingum, sem
eru í rauninni betri til skjóls fyrir
veðrum en samfelldar girðingar og
ásjálegri í þessu umhverfi. Trén skal
gróðursetja í breiðum beltum (ca. 10
m.), þar sem því verður við komið.
Sunnan undir þessum trjábeltum
má koma fyrir bekkjum og blóma-
beðum.
Meðfram Sóleyjargötu og Hring-
braut mætti gróðursetja björk eða
norskan álm. Auk þess mætti hafa þar
eitthvað af Alaskaösp. Sömu tegundir
mætti einnig bafa innar í garðinum.
I Bjarkargötugarðinum þarf að
gróðursetja ný og betri tré, í skjóli
hinna gömlu (þar mun þó sums stað-
ar vera grunnt á móhellu). Þarna
mætti setja niður góða björk og í
skjóli hennar t. d. sitkagreni, eða blá-
greni.
Blómabeð yrðu að sjálfsögðu helzt
þar sem trjágróður eða annað er til
skjóls. Steinahrúgur með gróðri koma
einnig til greina. Fjölærum blómum
skal velja skjólgóða staði.
Bílastæði eru á tveim stöðum við
garðinn. Annað við Njarðargötu,
milli Sóleyjargötu og Hringbrautar,
en hitt á tjarnarbakkanum við norð-
urenda Sóleyjargötu.
Hagsýnir húseigendur nota
SNOWCEM
Litaúrval jyrir hendi
Snowcem er
auðvelt í notkun
Það fegrar
og verndar
hús yðar í
skini og skúr
H. BENEDIICTSSON & Co.h.f.
Hafnarhvoll . Sími 1228
SNOWCEM
Áferðarfallegt og rakaverjandi efni er mjög áríðandi á íbúðarhús, verksmiðju-
byggingar og byggingar til sveita. SNOWCEM-STEINMÁLNING uppfyllir
þessar kröfur og myndar fallega, rakaverjandi og harða húð á sementsveggi
og asbestplötur.
SNOW-CEM STEINMÁLNING er mjög ódýr og auðveld í notkun.
J. Þorláksson & lYorðmann h.f.
Bankastrœti 11 . Simi 1280
BYGGINGARLISTIN
31