Byggingarlistin - 01.01.1956, Blaðsíða 7

Byggingarlistin - 01.01.1956, Blaðsíða 7
S K U L 1 H. N O R Ð D A H L: SAMKEPPNI UM FEGRUN OG ÚTLIT TJARNARINNAR Bæjarráð Reykjavíkur efndi á sín- um tíma til „Hugmyndasamkeppni um fegrun og útlit Tjarnarinnar“ eða eins og segir í samkeppnisútboðinu: „hugmyndasamkeppni um framtíðar- útlit og fyrirkomulag Tjarnarinnar í Reykjavík og nánasta umhverfi henn- ar. Ætlazt er til að gerðar verði tillög- ur að lögun og fyrirkomulagi Tjarn- arinnar, bakka hennar og nærliggj- andi gatna, gert sé ráð fyrir gróður- setningu blóma, trjáa o. fl. auk gang- stíga, bílstæða og annars þess er nauð- synlegt kann að teljast og hagkvæmt.“ Svæðið var skilgreint á korti, en í út- boðinu stendur ennfremur: „— en þó er æskilegt að keppendur geri grein fyrir hve mikla nýtingu þeir telja heppilega á næstu lóðum við Tjörn- ina. Einnig er heimilt að gera tillögur um breytingu á skipulagi Hljómskála- garðsins.“ I skilyrðum útboðsins var meðal annars tekið fram: „D. Gera skal grein fyrir öllum meiriháttar mann- virkjum, sem hugsazt gerð á svæðinu, með sérstökum skýringarmyndum og þverskurðum, svo glöggt megi dæma um byggingarmáta þeirra og lögun. Og að síðustu að uppdráttum skvldi skila fyrir 15. marz 1951. Skýringar gáfu síðan frekari fyrir- mæli um, til hvers bæjarráð ætlaðist af keppendum, en þar segir: „Þess er óskað að keppendur geri grein fyrir tveim möguleikum við norðurenda Tjarnarinnar, öðrum, sem gerir ráð fyrir byggðu svæði milli Vonarstrætis og Tjarnarinnar, og hinn, er gerir ráð fyrir óbyggðu svæði milli Vonar- strætis og Tjarnarinnar. Ætlazt er til að hlynnt verði að fuglalífi við Tjörnina og að búið sé í haginn fyrir iðkun skauíaíþróttar að vetrarlagi svo sem með möguleikum til lýsingar og staðsetningu bæki- stöðvar fyrir þá, er sjá um viðhald skautasvellsins. Gera skal grein fyrir hvers konar lýsingu væri hugsað að nota, helztu tegundir gróðurs, hvar og hvernig listaverk og önnur skreyting yrði stað- sett. hvers konar yfirborð gatna og stíga o. s. frv.“ Þegar skilafrestur var útrunninn, eftir að hafa verið framlengdur til 1. maí 1951, voru komnar fram sex til- lögur, sem dæmdar voru með þeim úr- slitum, að þrjár voru verðlaunaðar og ein keypt. Dómnefndin gerir í dómnefndar- áliti sínu aðeins grein fyrir afstöðu sinni til þessara fjögurra uppdrátta. Er því ekki hægt að sjá afstöðu henn- ar til óverðlaunuðu tillagnanna, sem hefðu átt að fá umsögn, ef ekki hvor fyrir sig, þá sameiginlega. Hefði ekki verið til of mikils mælzt, að þeir tveir uppdrættir fengju sinn dóm. Þeim uppdráttum, sem hér birtast, fylgja meginatriðin úr greinagerðum höfundanna; skal því aðeins vikið nokkrum orðum að dómi dómnefnd- arinnar. Áður en farið er að dæma smá- atriðin við útfærslu hugmyndanna, verður dómnefndin að taka afstöðu til tveggja meginatriðanna við samhengi bessa svæðis í bænum við bæinn í heild og hafa rökstudda stefnu að dæma eftir og fylgja henni við á- kvörðun verðlauna. Þessi atriði eru umferðaæðarnar að svæðinu og í gegnum það og bvggingamar, þ. e. hvernig byggt og óbyggt svæði skuli mætast á þessum stað. Dómnefndin semur ekkert heildar- álit um tillögurnar og gerir hvergi grein fyrir neinu mati á grundvallar- atriðum í ólíkum lausnum. Skal reynt að draga saman slíkt heildarálit. Keppendur hafa verulega, nærri úr hófi fram, reynt að uppfylla sam- keppnisskilyrðin og eytt mikilli vinnu í „detalj“-vinnu og því ekki lagt upp neinar stórar línur um framtíðarlausn skipulagslega séð. Þeir hafa puntað staðinn þokkalega. Það er e. t. v. ekki að lasta þá fyrir það, þar eð sam- keppnisútboðið virðist miða fyrst og fremst að því. Um umferðaæðarnar kemur þetta fram: Tillagan Vje sleppir Tjarnar- götu og gerir þar gangstíg. Tillagan 2000 segir Tjarnargötu eiga að vera „promenade“ götu, þar eð eðlilegt sé að umferð suður úr miðbænum vest- an Tjarnarinnar fari um Suðurgötu. Því verður ekki mótmælt. Vje fær við- urkenningu fyrir breytingu á legu Frí- kirkjuvegar. Sömu tvær tillögur breyta tjarnarbrúnni í göngubrú eða brýr, og viðurkennir dómnefndin það sem athyglisverðar og skenuntilegar hugmyndir. Hvergi er hrakin röksemd tillögunnar Vje fyrir því, að rétt sé að gera þetta. en þó talið hæpið til fram- kvæmda. Umferðin norðan Tjarnar- innar er hvergi rædd. en telja má víst, að lausn umferðarinnar þar hafi áhrif á byggð og opin svæði kringum dóm- kirkjuna, þinghúsið og aðrar opinber- ar bvggingar, sem lagt er til að komi þar í stað þeirra, sem nú eru. Framh. á 26. bls. 5 BYGGINGARLISTIN

x

Byggingarlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.