Byggingarlistin - 01.01.1960, Síða 5
lit með því, að það sé ekki brotið, fá-
sinna ein.
Þó að einstaklingar, sem nefndur lög-
fræðingur og ráðherra, líti lögin þess-
um augum, geta meðlimir Arkitekta-
félagsins það ekki, og við þessi
málalok verður ekki unað.
Árið 1955 hélt Alþjóða arkitektasam-
bandið U.I.A. (norrænu arkitektasam-
böndin mynda skandinavisku deild
þess) IV. þing sitt í Haag. Til þings
þessa komu fulltrúar frá 41 landi.
Ein af veigamestu samþykktum þings
þessa var samþykkt um störf arki-
tekta: ,,Droits et Devoirs des Archi-
tectes". I upphafsorðum þessarar
samþykktar er skilgreint hugtakið
arkitekt og staðfest þjóðfélagsleg þýð-
ing arkitektsins.
Því næst er vakin athygli á því, hvað
það er, sem þjóðfélagið þarf að gera í
þessum efnum.
Það er í meginatriðum þetta:
I. setja löggjöf, er skilgreinir hvaða
kunnáttu og getu þarf til þess að
rækja arkitektsstörf.
II. að finna árangursríkustu kennslu-
aðferðir og jafnframt meina að-
gang að starfsgreininni þeim, sem
ekki hafa nægan undirbúning til
þess að rækja starfið,
III. að setja reglur um starfsemi arki-
tekta með það fyrir augum að
tryggja sterka siðgæðisvitund
þeirra, er slíka starfsemi stunda.
IV. að hindra brot á samþykktum
starfsgreinarinnar með því að
setja reglur um refsingar við broti
á samþykktunum.
Norðurlöndin eru einu menningar-
löndin, þar sem allir geta kallað sig
arkitekt, án þess að vera sérlega til
þess menntaðir.
Slíkt veldur öryggisleysi meðal
þeirra, sem byggja og hafa ekki sér-
lega þekkingu á byggingarmálum,
vegna þess að þeir haía enga trygg-
ingu fyrir því, að arkitektsheitið feli f
sér að sá, sem ber það, hafi öðlazt
þekkingu og kunnáttu, er löggilt sé af
því opinbera.
Islenzk bygging
er fyrsta bók sem gefin er út um íslenzka byggingar-
list. Fjallar hún um ævi og starf Guðjóns Samúelsson-
ar húsameistara ríkisins, en Guðjón skapaði fyrsta
kaflann í íslenzkri byggingarsögu á steinsteypuöldinni.
200 ljósmyndir og teikningar prýða bókina.
Bókaútgáfan Norðri
ÞaS er þægilegt að verzla í Nesti hf.
Maður situr kyrr í bifreiðinni
og lætur rétta sér umbeðna vöru.
Engin hlaup út í misjöfn veður.
Engar áhyggjur af stöðumælum.
Munið að Nesti hf. er alltaf á leið yðar
þegar þér akið út úr bænum, því Nesti hf.
er við Elliðaárvog og einnig í Fossvogi.
Nesti hf.
Fossvogi og við Elliðaárvog
3