Byggingarlistin - 01.01.1960, Síða 15
svipað mun vera og á miðöldum. Því
má með töluverðum rökum teija skál-
ann írá miðöldum og tengja hann
minningu hinna miklu og sögufrægu
höfðingja, sem hér hafa búið, eins og
að framan greinir.
Gengið er fyrst í gömlu húsin inn í
bæjardyr, sem önd kallast. Bæjar-
dyrnar skipta skálanum í tvennt með
þili, dyraumbúnaði og hurðum. Um
vesturhluta skálans er gengið til
stofu, en austurhluti er notaður fyrir
búr. Bæjardyrnar eru að lengd 3.35 m,
breidd 2.30 m og hæð frá hellugólfi
upp í bita 1.75 m.
Lengd skálans er um 13.70 m, breidd
3.50 m og hæð frá moldargólfi upp í
bita 1.80 m. Viðir eru ákaflega gildir,
stoðirnar upp í 85 sm ummáls. Þilj-
urnar í bæjardyrunum eru breiðar og
þykkar, um 25x6 sm, stallaðar í gróp
á þiljum og syllum; gróp eru líka á
stoðum í vesturhluta skálans, sem
bendir til, að hann hafi verið þiljaður
og máske hólfaður að einhverju leyti.
Bitar og þiljur allar eru strikaðar í öll-
um skálanum.
Elztu viðirnir eru harðir, rauðir og
efnisgóðir. Þekkjast þeir af því, að
rúmlega 1 sm breitt rákastrik hefur
verið gert, að því er virðist fríhendis
með lokarhefli, nærri brúnum á þilj-
um og syllum, hornum á sperrum og
bitum að neðan og til hliða. Vandað
efni og smíð valinna manna. Tré-
grindin er frístandandi, öll negld með
trénöglum. Reisifjöl er á öllum skálan-
um, nema á smáherbergi yfir bæjar-
dyrum, þar er skarsúð. Ofan á reisi-
fjölinni er hella, sem nær út á veggja-
palla. Svo vel er gengið frá henni, að
hvergi lekur þekjan, enda hefðu viðir
og munir þeir, sem geymdir hafa ver-
ið í bænum, ekki staðizt lengi, ef lekið
hefði.
Risið á skálanum er meira en kross-
reist. Loft er yfir vesturhluta skálans
og bæjardyrum. Allur skálinn, veggir
og gaflhlöð, eru úr grjóti. A næstsíð-
ustu öld voru dyr gerðar á vesturgafl-
inn til inngöngu í baðstofu, er byggð
var við vesturenda skálans.
Það var vorið 1932, að við vorum að
grafa fyrir safnþró. Vissum við þá
ekki fyrr til en við pompuðum niður.
Var hér bersýnilega um jarðgöng að
ræða, sem smjúga mátti talsvert eftir
til beggja hliða. Var þjóðminjaverði
gert viðvart um fund þennan. Lét
hann grafa göngin fram úr varpanum
beinustu leið. Moldargöng þessi eru á
milli 20 og 30 m og ná inn að skála-
vegg fyrir neðan gólfið, rétt við glugg-
ann. Má komast eftir þeim alla leið.
Eru þau nú hlaðin úr grjóti að framan
og gert yfir þau víðast hvar, halda
stoðir uppi yfirgerðinni, með dyrastöf-
um og hurð fremst.
Leynigöng voru nokkuð algeng í forn-
öld og fram yfir Sturlungaöld, er allt
logaði í ófriði og enginn var óhultur.
Hafi leynigöngin verið gerð til öryggis
af ófriðarhættu, eins og eðlilegast er
að álykta, þá er engin ástæða til að
ætla, að þau séu yngri en frá Sturl-
ungaöld, og mætti þar af marka nokk-
uð aldur skálans. En hvort þau eru
eldri en frá Sturlungaöld, eða hver
gerði þau, verður nú ekkert um sagt,
þó að nafn Hálfdanar Sæmundssonar
á Keldum sé helzt nefnt í sambandi
við þau.
Tekið úr bæklingi Guðmundar Skúlasonar um
Keldur á Rangárvöllum, með leyfi höfundar.
13