Byggingarlistin - 01.01.1960, Qupperneq 28
þarf bæði víðsýni og samhæfingar-
gófu; þar koma þröngsýnir sérfræð-
ingar ekki að gagni.
Það, sem „Bauhaus"-skólinn boðaði
með starfi sínu, var, að skapandi
starf í öllum myndum er af sama toga
spunnið. I nútíma þjóðfélagi er hvers-
konar skapandi starf háð öðrum slík-
um störfum á rökrænan hátt. Aðal-
sjónarmið okkar var það, að form-
sköpun er hvorki andlegt né hlut-
bundið fyrirbrigði heldur þáttur í
mannlífinu, þáttur sem er hverjum og
einum nauðsyn í siðmenntuðu mann-
félagi. Það var háleitt mark okkar að
draga hinn skapandi listamann út úr
þeim óraunverulega heimi, sem hann
hafði gert sér, inn í veruleikann og
hið daglega starf, en jafnframt að
gera hina raunsæju kaupsýslumenn
víðsýnni og mannlegri. Hugmyndir
okkar um það, að öll formsköpun væri
af sama toga spunnin og í tengslum
við lífið var algerlega andstæð kenn-
ingunni um „listina vegna listarinn-
ar'' og ennþá hættulegri kenningu,
sem hún á rætur sínar í, sem sé kaup-
sýslu sem markmið í sjálfu sér.
Hér er að finna skýringuna á því, að
við einbeittum okkur að því að gefa
þeim munum form, sem framleiddir
eru með vélum í fjöldaframleiðslu, og
einnig á því, að við lögðum mikla
áherzlu á, að lífrænt samhengi yrði
að vera í framleiðsluháttum. Þetta
varð til þess, að „Bauhaus” var rang-
lega talið skipa raunsæisstefnunni í
hásæti.
I reyndinni var það svo, að við leituð-
umst miklu fremur við að rannsaka,
hve mikið form og tækni eiga sameig-
inlegt, og að hve miklu leyti hvort um
sig er frábrugðið hinu. Það, að finna
stöðul fyrir starfstæki í daglegu lífi
leiðir alls ekki af sér, að einstaklingar
breytist í vélamenn, heldur hið gagn-
stæða, sem sé að tilvera þeirra losnar
við margskonar íþyngsli, en með því
öðlast þeir frelsi til að þróast á æðri
sviðum en áður.
Það hefur komið fyrir alltof oft, og
kemur enn fyrir, að menn misskilji
raunveruleg áform okkar; menn hafa
litið á hreyfingu okkar sem tilraun til
þess að skapa „stíl" og að fella sér-
hverja byggingu og sérhvern hlut,
sem er án skreytinga og ekki bundið
neinu stíltímabili, undir hugtakið
„Bauhaus-stíll". Þetta er gagnstætt
markmiði okkar. Tilgangurinn með
„Bauhaus" var ekki að koma á fram-
fseri neinum „stíl", kerfi eða lögmáli,
heldur einfaldlega blása nýju lífi í
formsköpun. Að tala um „Bauhaus-
stíl" hefði verið sama og að viður-
kenna ósigur, að snúa aftur að hinu
niðurdrepandi hreyfingarleysi, kyrr-
stöðu lærdómsins, sem hreyfingu okk-
ar var einmitt ætlað að berjast á móti.
Við leituðumst við að finna nýjar að-
ferðir og leiðir, sem gætu myndað
andrúmsloft fyrir skapandi hugarfar
hjá þátttakendum, og sem myndi að
lokum leiða til nýs lífsviðhorfs. Mér
vitanlega var „Bauhaus" fyrsta stofn-
unin í heimi, sem þorði að innleiða í
kennsluskrána þessa hugmynd. Aður
en gengið var frá kennsluskránni, fór
fram nákvæm athugun á þeim skil-
yrðum, sem vér búum við á tímum
átta sig og gerðu sér það ljóst, að það
myndi aðeins vera hægt að sameina
list og framleiðslu með því móti að
viðurkenna vélmenninguna sem stað-
reynd og taka hana í þjónustu hug-
ans. „Listiðnaðarskólar”, þar sem
kennd var „hagnýt list", voru stofn-
aðir, aðallega í Þýzkalandi, en flestir
þeirra fullnægðu aðeins þörfinni að
hálfu, vegna þess að þjálfunin þar
var of yfirborðskennd og viðvanings-
leg frá tæknilegu sjónarmiði til þess
að ýta undir verulegar framfarir.
Verksmiðjumar héldu áfram að fram-
leiða fjöldann allan af illa mótuðum
vörum, meðan listamenn streittust við
það án árangurs að leggja til and-
lausar fyrirmyndir. Það, sem að var,
var að hvorugum aðila tókst að kom-
ast nógu langt inn á svið hins til þess
að geta framkvæmt nothæfa samræm-
ingu á verkum beggja. — Hand-
iðnaðarmaðurinn varð smámsaman
Gropius: Bauhausskólinn, 1925
iðnaðarins og væntanlegum megin-
stefnum í þróun hans.
List- og handiðnaðarskólar
Þegar vélframleiðslan virtist leggja
undir sig heiminn á síðustu öld, urðu
þröng kjör hjá handiðnaðarmönnum
og listamönnum. Utaf því myndaðist
eðlileg gagnhreyfing gegn því að yfir-
gefa formið og framleiða lakari vörur.
Ruskin og Morris snérust fyrstir
manna á móti straumnum, en and-
staða þeirra gegn vélmenningunni
megnaði ekki að stöðva hann. Það
var ekki fyrr en miklu síðar, að þeir
menn, sem létu sér þróun formsköp-
unarlistarinnar máli skipta, fóru að
ekki nema svipur hjá sjón. Hann
var gerólíkur hinum dugandi og sjálf-
stæða fulltrúa miðaldamenningarinn-
ar, sem hafði ráðið allri framleiðslu í
sinni tíð, og sem hafði til að bera
tæknikunnáttu, jafnframt því að vera
listamaður og kaupmaður. Vinnustofa
hans breyttist í búð, vinnutæknin glat-
aðist, og handiðnaðarmaðurinn gerð-
ist kaupmaður. Hinn heilsteypti ein-
staklingur var þannig ekki lengur all-
ur, hann hafði glatað sköpunarþætt-
inum úr starfi sínu. Hæfni hans til þess
að þjálfa lærlingana fór að hverfa, og
hinir ungu lærlingar gerðust í þess
stað óbreyttir verkamenn í verksmiðj-
um. Þar hittu þeir fyrir tilgangslitla
26