Byggingarlistin - 01.01.1960, Síða 29

Byggingarlistin - 01.01.1960, Síða 29
vélvæðingu, sem sljóvgaði sköpunar- eðli þeirra og vinnugleði; námfýsin hvarf fljótlega. Munurinn á handiðnaði og vélvinnu Hvernig stendur á þessari niðurdrep- andi þróun málanna? Hver er munur- inn á handiðnaði og vélvinnu? Mun- urinn á iðnaði og handiðnaði á miklu síður rót sína að rekja til þess, að not- aðar eru mismunandi gerðir af tækj- um, heldur en til þeirrar verkaskipt- ingar, sem fyrir finnst annarsvegar og hið óskerta vald einstaklingsins hins- vegar. Þessar hömlur á framtaki ein- staklinga er það menningarfyrirbrigði í fyrirkomulagi nútímaiðnaðar, sem ógnar mönnum mest. Eina ráðið við þessu er breytt afstaða til vinnunnar. Hún verður annarsvegar að byggjast á skynsamlegri viðurkenningu á þeirri staðreynd, að þróunin á sviði tækninnar hefur sannað það, að sam- vinna um verk getur aukið heildaraf- köst mannkynsins meira en vinna sjálfráðra einstaklinga, en hins vegar má ekki gera of lítið úr þeirri þýð- ingu, sem framtak einstaklingsins get- ur haft. Öðru nær, það verður að gefa því tækifæri til að skipa réttan sess í vinnufyrirkomulaginu í heild, það get- ur jafnvel gert það enn gagnlegra. Frá þessu sjónarmiði er ekki lengur litið á vélarnar sem atvinnutæki, sem á að svipta sem flesta verkamenn lífs- afkomunni, né heldur tæki, sem stæl- ir það, sem áður var unnið í hönd- unum; þær eru miklu fremur tæki, sem losa menn við mesta líkamlega erfiðið, styrkja hönd þeirra og gera þeim þannig mögulegt að beina sköp- unareðli sínu í ákveðinn farveg. Sú staðreynd, að okkur hefur ekki enn tekizt að ráða við þessi nýju íram- leiðslutæki, þannig að við þjáumst í raun og veru undan þeim, er ekki frambærileg rök gegn nauðsyn þeirra. Aðalvandamálið verður að finna hagkvæmustu leið til þess að dreifa sköpunarhæfileikum sem bezt innan samfólagsins. Þeir, sem taka við af hinum greindu hand- og list- iðnaðarmönnum, sem áður voru, munu framvegis bera ábyrgð á þeirri andlegu vinnu, sem hlýtur að verða undirbúningsþáttur við framleiðslu iðnaðarvarnings. I stað þess að þsir verði til neyddir að fá sér vinnu, sem ekki þarf neinnar hugsunar við, við vélar, munu hæfileikar þeirra verða notaðir í þágu tilrauna og vinnu við framleiðslu á tækjum, og þeir geta þannig gengið inn í iðnframleiðsluna sem ný tegund vinnuflokks. Eins og málum er nú komið, verða hinir ungu og efnilegu hand- og listiðnaðarmenn af fjárhagslegum ástæðum annað- hvort að fá sér starf sem óbreyttir iðn- verkamenn eða gerast tæki, sem framkvæma andlausa „sköpun" ann- arra manna, sem sé þsirra, sem starfa að formsköpunar,,list''. I hvorugu til- viki fá þeir að glíma við sjálfstæð vandamál. Með aðstoð listamanna framleiða þeir vörur, sem eru aðeins tízkufyrirbrigði, með minniháttar breytingum á skreytingum. Þótt þær séu ekki algjörlega gæðasnauðar, vantar í þær einkenni gagngerðra framfara á sviði innri uppbyggingar, sem hægt er að hrinda af stað með haldgóðri þekkingu á nýjum fram- leiðsluaðferðum. Hvað er þá hægt að gera til þess að veita ungu kynslóðinni bjartara við- horf til framtíðarstarfsins sem húsa- meistari, formsköpunarmaður eða list- iðnaðarmaður? Hverskonar þjálfunar- stofnunum þarf að koma á fót til þess að velja úr þá menn, sem hafa til að bera listsköpunarhæfileika og veita þeim yfirgripsmikla verklega og and- lega menntun á sviði sjálfstæðrar sköpunarvinnu í iðnaðinum? Ekki nema stakir þjálfunarskólar hafa ver- ið stofnaðir í því skyni að mennta þessa tegund manna, sem geta verið í senn listamenn og kunnáttumenn á sviðum tækni, atvinnulífs og við- skipta. Ein tilraunin til þess að komast í lífrænt samband við framleiðslu- störfin og kenna ungu fólki að vinna bæði með höndum og vélum og vera um leið formsköpunarmenn, var gerð í „Bauhaus". Framh. Gropius: Fagus verksmiðjurnar Alfelt, 1912 Gropius: Fjölbylishús í Berlín, 1930 27

x

Byggingarlistin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.