Byggingarlistin - 01.01.1960, Page 32
Hvað er
Novopan plötur eru framleiddar úr spónum og límefni,
sem gerir plöturnar mjög sterkar og vatns-
þéttar.
Novopan er framleitt í eftirfarandi stærðum og þykkt-
um:
Stærðir: 410x185 cm. (161,5"x72,8")
Þykktir: 8-10-13-16-19-22-25-28 og 35 mm.
Novopan er mjög hentugt í m. a.: Innréttingar alls kon-
ar, s.s. veggklæðningar, loft, hurðir, dyraum-
búnað, gluggakistur, skdpa, hillur, o. fl. bæði
undir málningu og glært lakk. Einnig hús-
gögn o. fl. o. fl.
Novopan er nú framleitt í yfir 20 verksmiðjum í öllum
helztu Evrópulöndum. Árleg framleiðsla er
yfir 8000.000 Cub.m.
Novopan er sterkt — Novopan er fallegt — Novopan
vindur sig ekki.
Stuttur afgreiðslutími, hagstætt verð.
Allar upplýsingar gefur,
Einkaumboðið
Hannes Þorsteinsson & Co.
Laugavegi 15 . Sími 2-44-55
Plast - þakgluggar (ovenlys)
Gluggar þessir fást í eftirtöldum stærðum:
90x90 cm., 58,5x58,5 cm.
Allar nánari upplýsingar gefa:
Ludvig Storr & Co.
milli Húsnæðismálastofnunarinnar
annars vegar og Arkitektafélags ís-
lands, Verkfræðingafélags Islands og
Iðnfræðingafélags Islands hins vegar
um samkeppni meðal fagmanna um
húsateikningar, er Húsnæðismála-
stofnunin mun síðar gefa almenningi
kost á að kaupa við vægu verði.
Verða veðlánateikningar gefnar út í
bók til að auðvelda mönnum val á
teikningum, en síðan verða seld heil
„sett" af öllum teikningum, sem hafa
þarf í höndum til að hægt sé að gera
fullkomna efnisáætlun, pöntun og
kostnaðaráætlun — og ekki sízt til að
byggja megi skynsamlega, breytinga-
og árekstralaust.
Er vonandi, að þetta verði til að glæða
skilning manna á kostum þess að láta
sérmenntaða menn vinna þau verk,
sem þeir hafa aflað sér meiri reynslu
og þekkingar á en allur almenningur.
Vonandi er einnig, að fólki verði nú
ljóst, að ódýrara er að byggja vel
hugsað og teiknað hús en vanhugsað
og illa teiknað, jafnvel þótt greidd séu
góð teiknilaun.
Iðnaðarmálastofnun íslands
Iðnaðarmálastofnun Islands sendi í
júní s.l. frá sér skýrslu ársins 1958.
Greinir þar frá margháttuðu starfi
stofnunarinnar, svo sem tæknilegri
upplýsingaþjónustu og aðstoð, sam-
vinnu við erlendar stofnanir, fyrst og
fremst framleiðsluráð Evrópu (EPA)
um markaðsþjónustu, skattamál ís-
lenzkra fyrirtækja og fleira. Einnig er
getið samstarfs við Alþjóðasamvinnu-
stofnunina (ICA), m. a. um að ljúka ís-
lenzkri jarðvegslýsingu, athugun á
framleiðslu íslenzks fosfatáburðar,
framleiðslu og dreifingu sements, salt-
vinnslu úr sjó, notkun geislavirkra
efna í þágu iðnaðar, landbúnaðar og
læknavísinda, umferðarmál og margt
fleira.
Þá er í skýrslunni greint frá tækni-
bókasafni I.M.S.Í. Telur það nær 1500
skráð bindi um hagnýt vísindi. og
framleiðslu, og hefur bókaskrá safns-
ins verið gefin út. Stofnunin hefur með
höndum kvikmyndaþjónustu og á um
60 kvikmyndir, þar af 40 með íslenzku
tali. Eru þær lánaðar félögum og stofn-
30