Byggingarlistin - 01.01.1960, Page 33

Byggingarlistin - 01.01.1960, Page 33
unum. Ennfremur útvegar kvikmynda- þjónustan kvikmyndir að láni víðs vegar að. Síðast í skýrslunni er ýtarlega skýrt frá stofnun Byggingartækniráðs i.M. S.Í., en í því eiga sæti fulltrúar Hús- næðismálastj órnar, Atvinnudeildar Háskólans, Verkfræðingafélags ís- lands, Iðnaðarmálastofnunar Islands, Arkitektafélags íslands, Landssam- bands iðnaðarmanna. Hlutverk Byggingartækniráðs er: 1. Að annast undirbúning að og hafa umsjón með stöðlun í samráði við stofnunina, með því m. a.: a) að fjalla um og gera tillögur um verkefni, m. a. með hliðsjón af erlendum stöðlunum, b) að gera tillögur um val fulltrúa í stöðlunarnefndir, c) að samræma störf einstakra stöðlunarnefnda og endurskoða stöðlafrumvörp, sem frá þeim koma. 2. Að stuðla að hagnýtingu tæknilegr- ar þekkingar, rannsókna og athug- ana á sviði byggingariðnaðar, með því að beita sér fyrir útgáfu fræðslu- rita og annarri fræðslustarfsemi. 3. Að vera I.M.S.Í. til ráðuneytis í tæknilegum efnum á sviði bygging- ariðnaðar. Hefur þegar verið unnið mikið starf á þessu sviði, og er stöðlunin orðin mjög veigamikill þáttur í starfi stofnunarinn- ar. Ráðhúsið í Reykjavík Síðan byggingarnefnd ráðhússins sleit samningaviðræðum við Arki- tektafélag íslands um tillögur að ráð- húsi fyrir Reykjavík, hafa nokkrir arki- tektar unnið að uppdráttum að ráð- húsi. í byrjun júlímánaðar voru uppdrættir lagðir fram í ráðhússnefnd, og mun þess ekki langt að bíða að þeir komi fyrir almenningssjónir. Tveir þeirra sex arkitekta, sem starfið hófu fyrir tveimur árum, hafa látizt á tímabilinu. Auk arkitektanna hafa unnið að verkinu 5 teiknarar og tveir módelsmiðir, auk framkvæmdastjóra nefndarinnar. VIKURFELAGID % C Framleiðum og höfum venjulega fyrirliggjandi: Vikurplötur 50x50 cm 5,7 og 10 cm þykkar til einangrunar og í milliveggi. Hleðsluholstein, tvær gerðir úr vikurmöl og rauðamöl. Garðhellur og gangstéttarhellur, 3 gerðir. Milliveggjaholstein og einangrunarholstein 45x20x9 cm. Seljum eftirfarandi: Malaða vikurmöl — malaða og ómalaða rauðamöl — vikursand — pússninga- sand úr Stafnesi og Þorlákshöfn. Húsbyggjendur - Arkitektar Útvegum og höíum íyrirliggjandi þegar leyfi fást: Sandborinn þakpappa — Eikarparket — Gólfflísar úr marmara og Vynil — Korkparket — Múrhúðunarnet — og yfirleitt allt hugsanlegt byggingarefni. Útvegum hljóðeinangrunarplötur frá flestum löndum: t. d. Brasilíu — Hollandi — Englandi og fl. En leggjum áherzlu á CELO TEX hljóðeinangrunarplöturnar, fram- leiddar af THE CELOTEX CORP, CHICAGO, sem eru stærstu framleiðendur í heiminum á þessu sviði og sú ódýrasta miðað við gæði. — Leitið tilboða. Fljót afgreiðsla. — Mest seldu hljóðeinangrunarplötur á íslandi. Oftast fyrirliggjandi: Smíðafura — Birkikrossviður — Furukrossviður — Beykikrossviður — Gaboon — Masonite — Húsgagna- spónn o. fl. — Eikarparket — Plastveggflísar og lím — Saumur — Allar fáanlegar málningavörur — o. fl. Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 . Sími 10600 (5 línur) 31

x

Byggingarlistin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.