Byggingarlistin - 01.01.1960, Síða 34

Byggingarlistin - 01.01.1960, Síða 34
Búnaðarbanki Islands Austurstræti 5 Reykjavík Sími 18200 Austurbæ j arútibú Laugavegi 118 . Sími 14812 Miðbæjarútibú Laugavegi 3 . Sími 14810 Útibú á Akureyri Bankinn er sjálístæð stofnun undir sérstakri stjórn og er eign ríkisins I aðalbankanum eru geymsluhólf til leigu Trygging fyrir innstæðufé er ábyrgð ríkisins auk eigna bankans sjálfs Bankinn annast öll innlend bankaviðskipti. Tekur á móti fé í sparisjóð og hlaupareikning Arborite Plastplötur á borð og veggi. Fjölbreytt litaúrval og minstur. Gæðin þau beztu sem þekkjast í dag. Einkaumboð: H. Benediktsson, hí. Stjórnarráðshúsið nýja Fyrir nokkrum árum voru fjórir arki- tektar ráðnir til að teikna nýtt stjórn- arráðshús í Reykjavík. Augljós er þörf stjórnarvaldanna á að hafa stjórnar- stofnanirnar í sem nánustum tengsl- um við hverja aðra undir sama þaki, í stað þess að hafa þær dreifðar í leiguhúsnæði víða um bæ, og var því vænzt, að skjótlega yrði sýnilegur á- rangur þessa samstarfs. Byggingarlistinni er ekki kunnugt, hve langt verkinu hefur miðað. Islenzk byggingarlist í bókum A síðastliðnu sumri gaf Almenna bókafélagið út bókina Islenzk íbúðar- hús undir ritstjórn Harðar Bjarnason- ar, húsameistara ríkisins. Bókin er fyrst og fremst safn mynda af íbúðar- húsum í Reykjavík og nágrenni, aðal- lega einbýlishúsum. Getur þar að líta mjög glöggt yfirlit þess, sem efst hefur verið á baugi í húsagerð og híbýla- prýði seinustu árin. Væri æskilegt, að á eftir færi bókaútgáfa um íslenzka húsagerðarlist á fleiri sviðum: skóla. 'kirkjur, verzlanir, skrifstofuhúsnæði, iðnaðarbyggingar o. s. frv. Hörður Bjarnason skrifar ágætan for- mála, þar sem hann vekur athygli á skyldum arkitekta sem ráðunauta húsbyggjenda og ræðir hvað það er, sem húsbyggjandi kaupir, þegar hann ræður sér arkitekt. Einnig eru þar at- hyglisverðar athuganir um bygging- arlist, sérstaklega nútíma íbúðabygg- ingar íslenzkar. Ritstjóri hefur samið myndatexta, en Pétur Thomsen tekið myndirnar að nokkrum undanskildum, sem Andrés Kolbeinsson hefur tekið. Atli Már sá um uppsetningu bókarinnar, sem er prentuð í Lithoprent h.f. Höfundar annarra greina í bókinni eru: Helgi Hallgrímsson, Jón A. Bjarnason, Jón Sigurðsson og Sveinn Torfi Sveinsson. Bókaútgáfan Norðri hefur gefið út bók- ina íslenzk bygging, er fjallar um verk Guðjóns Samúelssonar, fyrsta húsa- meistara ríkisins. Þar eru myndir af flestum opinberum og hálfopinberum byggingum eftir Guðjón, einnig nokkr- um íbúðarhúsum, sem reist voru eftir fyrirsögn hans. 32

x

Byggingarlistin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.