Byggingarlistin - 01.01.1960, Page 35
Jónas Jónsson frá Hriflu skrifar megin-
efni bókarinnar, en Benedikt Gröndal
bjó hana að öðru leyti til prentunar.
Myndimar eru fyrir margra hluta
sakir gott heimildasafn um útlit bygg-
inganna og hugmyndir Jónasar um
fyrirmyndir og fílósófískar þenkingar
Guðjóns í sambandi við formsköpun
hans.
Æskilegt hefði verið, að verkið hefði
verið unnið af meiri faglegri þekkingu
og skilningi en raun ber vitni, því Guð-
jón átti það skilið og íslenzk bygging-
arlist þarfnast þess.
I bók um norræn smáhús, sem gefin
var út í tilefni norræna byggingar-
máladagsins í Osló í sept. 1958, var
stutt grein um þá tegund húsa hérlend-
is, ásamt nokkrum sýnishornum ís-
lenzkra smáhúsa, raðhúsa, tví- og fjór-
býlishúsa.
Skúli H. Norðdahl ritstýrði íslenzka
kaflanum fyrir hönd Islandsdeildar
norræna byggingamáladagsins, en
aðalritstjóri bókarinnar var norski
arkitektinn Helge Abrahamsen.
Upphitun er dýr. Einangrið því með vætuvarinni
GO SULL
Hlýtt hús er ódýrt hús.
EINANGRUNr
Reykjavik
Sementsverksmiðja ríkisins
Merkum áfanga er náð í bygginga-
málum okkar, nú þegar hafin er starf-
ræksla innlendrar sementsverksmiðju.
Gerum við okkur miklar vonir um að
á eftir fari margháttaðar framfarir í ís-
lenzkri mannvirkjagerð. Ógerlegt er í
stuttum fréttapistli að lýsa fyrirtækinu
eða þýðingu þess fyrir íslenzkan
byggingaiðnað, og verður það að
bíða betri tíma.
Skipulagsstjóri Reykjavíkur
Fyrir 1949 var skipulagning Reykja-
víkur þáttur 1 starfi húsameistara
Reykjavíkurbæjar, en frá 1949 hefur
bærinn starfrækt sérstaka skipulags-
stofnun. Arin 1949—1956 var hún ein
þeirra deilda, er lutu stjórn bæjar-
verkfræðings, en 1956 var skipulags-
deildin gerð að sjálfstæðri stofnun og
Gunnar heitinn Olafsson, arkitekt,
ráðinn fyrsti skipulagsstjóri Reykja-
víkurbæjar.
Við skyndilegt fráfall Gunnars var
Aðalsteinn Richter, arkitekt, settur
skipulagsstjóri á miðju síðastliðnu
Auk þess aS fá
miðstöðvarofnana og vaskaborðin
úr ryðfrýju stáli hjá okkur getum við einnig leyst hillu-
vandamálin á ódýran og öruggan máta í sölubúðum,
skrifstofum, vörugeymslum, bókasöfnum og heimilum.
Færanlegar hillur drýgja húsplássið, spara vinnu og
kosta sízt meira en lausar hillur.
H/fOFNASMIÐ)AN
(INHOL'i 'O - - IÍLANOI
33