Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Síða 9
nvtt
1. HEFTI III. ÁRG.
JANÚAR—APRÍL
Bls.
3 Forspjall: Neikvæð kosningaúrslit,
Asgrímshús
8 Kristján Karlsson: Oll bess; gæði
(Fjórar sögur frá Manhattan I.)
13 Jóhann S. Hannesson: Til læknis-
ins vinar mins
14 Kristján Albertsson: Þú skalt ekki
(Bréf til Helgafells)
22 Sir John Suckling: Söngur
23 Björn Th. Björnsson: A rústum
Kaupmannahafnar
38 Undir skilningstrénu
39 Bókmenntir eftir Kristján Karlsson
og Jónas Kristjánsson
46 Úr einu í annað
RITSTJÓRN:
Tómas Guðmundsson
Ragnar Jónsson ábm.
Kristján Karlsson
Jóhannes Nordal
NEIKVÆÐ
KOSNINGAÚRSLIT
Fáir munu neita því, að vér búum í þjóðfélagi,
sem er margbrotið og torskilið, og farsæl stjórn
þess krefst úrlausnar margra viðfangsefna, sem
ekki verða skýrð né skilin til neinnar lilítar nema
af íáeinum sérfræðingum hverjum á sínu sviði.
Það virðist vissulega í
nokkru ósamræmi við
þetta, að vér skulum búa
við þjóðskipulag, sem felur æðsta úrskurðarvaldið
í hendur alls almennings á þann hátt, að mönnum
gefst kostur á því á nokkurra ára fresti að setja
kross fyrir framan nöfn frambjóðenda, sem til þess
hafa verið valdir af foi-sjón stjórnmálaflokkanna.
Sízt er að undra þótt á þennan hátt fáist ekki
skýrlega úr því skorið, hver sé hinn raunverulegi
vilji kjósenda varðandi lausn hinna fjölmörgu
vandamála þjóðarbúsins, sé yfirleitt um slíkan
vilja að ræða. Hefur af þessu viljað skapast mikil
óvissa og deilur um þann boðskap, sem kosninga-
úrslit hafa að færa, sem hvorki hefur stuðlað að
styrkri né framsýnni stjórnarstefnu.
Ýmsum vitrum mönnum hefur orðið starsýnt
á þennan veikleika lýðræðisins. Á það hefur verið
bent, að þingræðisstjórnarfar væri betur til þess
fallið að koma í veg fyrir harðstjórn og gerræði
en að tryggja farsæla og skynsamlega meðferð
þjóðmála. Þetta liggur í rauninni í hlutarins eðli.