Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Side 11

Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Side 11
FORSPJALL 5 vfir, að kosningarnar væru fyrst og fremst vantraust á stjórnina og hefðu þar fleiri komið til liðs en flokksmenn þeirra einir. Hafði líka nær allur kosningaáróður Sjálf- stæðismanna beinzt að því marki einu að veikja ríkisstjórnina og benda a vandræði hennar og ósamkomulag. Einmitt af þessum sökum er sigur þeirra ekki nema hálfur. I honum felst vantraust á ríkisstjórnina og stefnu hennar, en það er ekki þar með sagt að hann beri að túlka sem traust á þeim sjalfum eða staðfestingu á því, að kjósendur mundu veita þeim fylgi, ef þeir þyrftu sjálfir að leysa þann vanda, sem að steðjar. Mundi þá ekki ein- mitt nokkur hluti hins nýja fylgis snúa við lúaðinu á ný? Þetta er einmitt kjarni hins stjórnmálalega vanda: hve miklu auð- veldara er að fá menn til að snúast gegn stefnu, sem þeim finnst hvimleið eða órétt- lát, en að afla fylgis óhjákvæmilegum ráð- stöfunum til að koma fjárhag landsins á réttan kjöl. Kommúnistar hafa lengi kunnað að nota þennan veikleika lýðræðisins sér til framdráttar. Þeir hafa átt meginþátt í því að skapa glundroða i efnahagsmálum landsins með þrotlausum blekkingum og yfirboðum um margra ára skeið. Með áhrifavald sitt í verkalýðshreyfingunni að vopni hafa þeir þráfaldlega gert að engu tilraunir ríkisstjórna til þess að reka heil- brigða stefnu í efnahagsmálum. Að lokum tókst þeim með þessu móti að þröngva sér á ný í ríkisstjórn, því að segja má, að myndun vinstri stjórnarinnar hafi að veru- legu leyti grundvallast á þeirri skoðun, að ókleift væri að leysa aðsteðjandi vanda- mál nema með samkomulagi við kommún- ista í verkalýðsfélögunum. Á þessum for- sendum var það örlagaríka spor stigið að rjúfa einangrun kommúnista í íslenzkum stjórnmálum, þrátt fyrir algert ósamkomu- lag í utanríkismálum. En hér hefur sannazt sem fyrr, að svo uppsker sem sáir. Það hefur komið ber- lega í Ijós, að kommúnistar voru sjálfir orðnir svo fjötraðir í þeim vef blekkinga og áróðurs, sem þeir hafa spunnið um lang- an aldur, að þeir höfðu hvorki vilja né þ°r til að horfast í augu við staðreynd- irnar, eins og þær voru. Stjórnarsamstarfið hefur því orðið að hvíldarlausri togstreitu milli kommúnista annars vegar og hinna stjórnarflokkanna liins vegar, sem hefur stórlega veikt stefnu ríkisstjórnarinnar. Hins vegar hefur það komið greinilega í Ijós, að kommúnistar hafa fremur viljað éta ofan í sig furðu mikið af fyrri stað- hæfingum sínum en að yfirgefa hina eftir- sóttu valdastóla. Þegar vinstri stjórnin var nýsetzt að völdum, var á það minnzt í HELGA- FELLI, að ábyrgðin væri að vísu hollur skóli hverjum stjórnmálamanni, en hitt yrði þjóðin að gera upp við sig, hversu mikið væri ^eSSJandi í sölurnar fyrir slíka skólagöngu kommúnista. Því verður ekki neitað, nú að hálfu öðru ári liðnu, að ábyrgðin hefur orðið þeim lærdómsrík. Þeir hafa orðið að viðurkenna fánýti kauphækkana, sem framleiðsla þjóðarinnar fær ekki borið. Þeir hafa samþykkt vísitölubindingu og lítt dul- búna gengislækkun og átt þátt í því að taka aftur af launþegum þá fölsku kjara- bót, sem þeir knúðu fram með dýrkeyptu verkfalli 1955. Viðurkenningar slíkra staðreynda af

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.