Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Side 13
FORSPJALL
7
líku líkt, heldur ber að svara áróðri með
sannindum, æsingum með skynsamlegum
fortölum og ofbeldi með réttlæti.
★ ★ ★
I* erfðaskrá sinni arfleiðir Ásgrímur Jóns-
son íslenzku þjóðina að öllum eignum
sínum, og er þar á meðal safn fjölda mynda
frá öllum skeiðum listamannsferils hans.
Hafa fáir synir íslands
ASGRIMSHUS gkilað dýrmætari arfi j
hendur þjóðar sinnar, og er ekki vanda-
laust, hversu með skuli fara. Ásgrímur
mælir svo fyrir, að málverkasafn það, er
ríkið erfir, skuli varðveitt í húsi hans Berg-
staðastræti 74, unz byggt hefur verið lista-
safn, þar sem myndasafni hans verði ætl-
að svo mikið rúm, að unnt sé að fá gott
yfirlit um það.
Gjöf Ásgríms ætti að verða íslending-
um ný og öflug hvatning til að ráðast hið
fyrsta í að reisa fullkomið hús fyrir lista-
safn ríkisins. Hins vegar er augljóst, að það
hljóta að líða mörg ár, áður en því stór-
virki er til leiðar komið, jafnvel þótt all-
ir séu af vilja gerðir. Á meðan yrði safn
Ásgríms að mestu íalið, því að heimili hans
er lítið og stofur þröngar, og er enginn
kostur að hafa myndir hans til sýnis þar,
svo að menn fái notið þeirra.
Þennan vanda mætti leysa á hinn ákjós-
anlegasta hátt með því að byggja sýning-
arskála á lóð Ásgríms, en nægilegt rúm er
fyrir sunnan og vestan hús hans til að
byggja hóflegan skála. Má grafa hann að
nokkru leyti í jörð, svo að hann falli vel
í umhverfið. Hann þarf ekki að vera svo
stór, að hægt sé að sýna þar allt safn
Ásgríms samtímis heldur aðeins nokkurn
hluta þess í einu. Þyrfti hann ekki að vera
stærri en 80—100 fermetrar, og ætti slík
bvgging varla að kosta nema 300 þúsund
krónur; ef vel er á haldið.
Skálann ætti að byggja þannig, að hann
henti vel til að vera vinnustofa málara,
enda væri ákveðið þegar í upphafi, að hann
verði, ásamt íbúðarhúsi Ásgríms, gerður að
heiðursbústað fyrir íslenzkan málara, þeg-
ar búið er að koma myndum Ásgríms fyrir
í væntanlegu listasafni.
Bygging slíks sýningarskála er ekki
meira verkefni en svo, að auðvelt ætti að
vera að hrinda því í framkvæmd fljótlega.
Engu að síður mundi það nægja til þess
að tryggja það, að íslendingar geti hið
fyrsta notið hinna fögru mynda, er hinn
ástsæli snillingur hefur gefið þeim. Jafn-
framt mundi svo um hnúta búið, að eign-
ir Ásgríms yrðu að sem mestu notum fyrir
þá málara, sem í framtíðinni munu halda
hæst merki íslenzkrar listar, og má öruggt
telja, að ekkert hefði verið hinum látna
listamanni kærara.