Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Blaðsíða 16
10
HELGAFELL
„Er það satt“, sagði konan með talsverðri
nmhyggju, „myrtuð þér mann?“, en Smolenski
tók að gera sér í hugarlund, hvað Bern-
stein myndi gefa fyrir þessa eyrnalokka. Varla
innan við tíu dollara. Að svo búnu mat hann
í huganum armband konunnar og hálsfesti
á fimm dollara hvort í pant. Það var engin
nýlunda, að fínt fólk kæmi yfir á Third
avenue til að drekka í friði, og það eru til
fínir barir á Third avenue, sem lítið ber á.
En venjulega kom það ekki með skartgripi
sína inn á staði eins og Kellys-bar; það tók þá
ofan á leiðinni sakir hæversku eða varúðar.
„Eyrnalokkarnir eru ekta,“ sagði konan,
„en hvorki festin né armbandið. Þér hafið
kannske myrt til fjár?“
„Iívað?“ spurði Smolenski. „Fyrirgefið þér,
en ég liefi dálítið vit á gulli.“ Hann sagði
þetta með höfðinglegum virðuleik eins og
þjónn í ódýrri búð að tala við útlending
(Smolenski hafði reyndar einu sinni verið
búðarþjónn í skartgripaverzlun sem gengur
inn í vegg við hliðargötu milli Sixth avenue
og Broadway), og bjó sig jafnharðan undir,
af gömlum vana, að segja henni langdrenga
og dálílið íburðarmikla sögu um reynslu sína
af dýrgripum. Honum var náttúrlegt að skýra
mál sitt í þaula, hann hafði glöggt auga fyrir
aukaatriðum ef svo má segja, og langvistir
á ýmsum börum á Third avenue, þar sem
dagarnir eru allir á breiddina, en eiga hvorki
lengd né dýpt, höfðu fært honum heim sann-
inn um gildi þess að kunna að teygja
lopann. „Faðir minn var gimsteinasali í Pét-
ursl)org“, ætlaði hann að byrja til að sjá hvern-
ig úr rættist. En konan ókyrrðist. „Jæja“,
sagði hún, „mig langaði til að spila lag á
vélina. Ekki eigið þér víst fimm sent?“
Smolenski rétti henni peninginn og hún gekk
yfir að lagakistunni. Þar með hafði þessi
ókunna kona höggvið skarð í hina dýrmætu
upphæð, sem Smolenski hafði fengið hjá Izzy
Bernstein um morguninn, en ætlað til ann-
ars, og hann tekið að binda fé sitt í
órannsakanlegum fyrirætlunum hennar á
Third avenue, svo að bráðum varð ekki snúið
til baka.
Kelly kom og lét hallast fram á barinn
móti Smolenski. Ilann hafði verið inni í eld-
húsinu á bakvið, þar sem hann geymdi ævin-
lega pottflösku af góðu rúgviský handa sjálf-
um sér. Um þá flösku vissu engir með vissu,
nema Smolenski. Kelly áleit, að sér myndi
veitast örðugra að halda aga á bar sínum, ef
gestirnir stæðu hann að því að drekka. Hann
þótti siðastrangur, einkum við ókunnuga, og
orð fór af, að hann gæti verið mjög illvígur
við óeirðarmenn. Hann átti svarta kylfu ekki
ósvipaða þeim, sem lögreglumenn bera, og
geymdi hana á vísum stað bak við þvotta-
skálina undir barnum. Hann var stór maður
og dálítið þrútinn með blóðhlaupin augu.
Þeir Smolenski voru vinir. Margoft hafði
Smolenski setið hjá vini sínum í eldhúsinu
eftir lokun og drukkið með honum síðustu
löggina úr flöskunni. Enginn nema Smol-
enski vissi, að Kelly hataði gesti sína og
taldi þá standa á lægra tilverustigi en kakka-
lalckana, sem heimsóttu bai-inn í tugþúsunda
tali þegar búið var að slökkva. „Þeir eru að
þrífa til eftir hinar skepnurnar“, sagði Kelly
og gnísti tönnum. Það var kækur hans eftir
lokunartíma. En kæti hans var sízt minni þá.
A liinn bóginn vissi enginn nema Kelly,
að höfuðkúpa Smolenskis, en ekki fætur
hans, hafði laskazt af sprengjubroti í stríð-
inu (enda þótt ilsig bagaði hann líka). Smol-
enski hélt þessu leyndu fvrir öðrum, af því
að hann kærði sig ekki um að vera talinn
bilaður í höfðiuu. Ilann treysti Kelly og bar-
maðurinn brást ekki trausti hans. Þeir voru
vinir.
„Hún ætlar sér þig,“ sagði Kelly og rétti
Smolenski staup af viský með bjórnum.
„Henni lízt vel á þig.“
„Hver er hún?“ spurði Smolenski, „þekk-
irðu hana?“
„Þau,“ sagði Kelly, „þau. Líturðu ekki í
kringum þig? Hún er ekki ein.“
Smolenski lét ekki ginnast til þess að svip-
ast um á nýjan leik, en yppti öxlum. Honum
líkaði ekki tónn vinar síns. Kerskni var hon-
um ekki að skapi, og hann þóttist finna, að
Kelly væri drukknari en hann átti vanda til