Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Page 17

Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Page 17
ÖLL ÞESSI GÆÐI 11 svo snemma dags. „Hann er hérna við innra hornið“, sagði Kelly, „það er beljaki“. Smo- lenski fann, að það myndi vera maðurinn, sem hafði hlegið lengst, og honum fannst hann allt í einu vanbúinn að kynnast þessu fólki. „Venjulega er þetta fína hyski eins og tundurdufl á reki, þegar það slæðist hingað“, hélt Kelly áfram, „en þau eru meinlaus. Þau hafa komið hérna áður. Ég skal sjá um þau.“ Vafalítið hefði Smolenski samt afsakað sig og faxáð á burt innan skamms, ef nokkurs konar heimaríki gagnvart þessu ókunnuga fólki og yfirhafnarleysið (hann hafði pantsett síðasta frakkann sinn vorið áður) hefði ekki haldið aftur af honum. En honum leið ekki vel, þeg- ar hann hugsaði til senoritu Perez. Hann var einn þeirra manna, sem eru ekki í rónni, nema koma öllu frá, og þó að fyrirætlanir hans gæfu sjaldnast mikið í aðra hönd eða skiptu yfirleitt máli fyrir líf hans (meðan örorku- bæturnar komu ekki frá Washington), þá stærði hann sig dálítið af því með sjálfum sér að vera ekki eins og kunningjar hans, sem köstuðu öllu frá sér fyrir nokkur bjórglös. Honum var engan veginn ljóst, hvert stefndi þennan dag. Og eins og jafnan, þegar svo stóð á, hætti honum til að sjá illa fyrirboða í smámunum. Þessi ósýnilégi maður við bar- hornið olli honum leiðinlegum kvíða. Hann fór að vona, að konan kæmi ekki aftur. „Ég heiti Helen Fensha\v“, sagði konan. Hún stóð aftur við hlið hans og var nú búin að finna lagið sitt í vélinni. „Þér eruð Smo- lenski. Jim sagði mér frá vður“. Hún sagði ekki Mister Smolenski fremur en títt er hjá sumu heldra fólki, þegar það ávarpar hálf- kunningja. Hún talaði með snörpum, skil- merkilegum hreimi og virtist ekki mikið drukkin. Smolenski áleit, að hinar skarpholda, mjóslegnu yfirstéttarkonur af hennar tagi þyldu býsna mikið, áður en sæi á þeim, þær slöguðu ekki og það drafaði ekki í þeim, en þeim hætti til að bila skyndilega. Áður en honum vannst tími til að íhuga, hvernig á því stæði, að hún kallaði Kelly fyrra nafni hans, Jim, var hún búin að stinga upp á því að dansa. Smolenski færðist undan brosandi. „Þér hafið skrýtna fætur“, sagði konan, „haldið þér samt þeir dugi ekki?“ „Hann á ekki þessa fætur sjálfur“, sagði Ivelly, sem allt í einu var kominn til þeirra, „það er ekki við hann að sakast. Hann er búinn að selja þá hermálaráðuneytinu í Washington.“ Hann hló ákaflega. Smolenski ætlaði sér að svara, en konan greip fram í: „Ég bið afsökunar. Ég meinti ekkert. Ég er bara svo vön að umgangast illgjarnt fólk. Þér eruð ákaflega sætur maður. Eigið þér önnur fimm sent?“. Smolenski fékk henni þegjandi tuttugu-og-fimmsenta pening, sem Kelly skipti fyrir hana. Iíún sópaði fimmsentung- unum í lófa sér og sneri aftur að lagakistunni. „Það er allt í lagi“, kallaði Kelly, „Smolenski hefur nóga peninga. Eða hvað, Smolenski?“ Þeir, sem næstir stóðu, hlógu dálítið vand- ræðalega. Smolenski skotraði ósjálfrátt aug- unum inn í skotið fyrir enda barsins. „Ég get borgað“, sagði hann órólegur í bragði, „en ég hefi ekki mikið“. „Aha“, sagði Kelly, „hann er ekki allur, þar sem hann er séður“. Síðan bætti hann við í lágum hljóðum: „Þú borgar fyrir hana. Láttu eins og þú hafir peninga, fíflið þitt. Þú drekkur frítt. Ég sé um þig“. IJann var óvenjulega þrútinn og augun bólgin af drykkju eða svefnleysi. „Ég get borgað“, sagði Smolenski aftur. „Þegiðu“, sagði Kelly ógnandi, svo að Smolenski lirökk við. Hann langaði mest til að stinga upp á því að fara, en Kelly sneri frá og livarf inn í eldhús. Smolenski brast kjark til að fara að svo komnu án þess að fá staðfest, að þetta væri ekkert nema dálítið grátt gaman, eins og það hlaut að vera. Hann hvolfdi í sig fir viskýstaupinu, sem Kellv hafði enn sett fyrir hann. „Ég er komin aftur“, sagði Iíelen Fen- shaw. „Ég er líklega hálfgerð plága. Þér vilduð ekki vera svo vænn að gefa mér viský? Maísviský, ef það er til“. Honum fannst skyndilega eins og vinátta sín við Kelly ylti á því, að honum tækist að gera þessari konu til hæfis, jafnvel þótt það hlyti að kosta árekstur við ókunnuga manninn inni í skot- inu. „Annars get ég vel drukkið hvað sem

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.