Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Blaðsíða 19

Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Blaðsíða 19
ÖLL ÞESSI GÆÐÍ 13 það. Það er hvort sem er frá vondum manni. Svo förum við og skemmtum okkur, Smo- lenski minn.“ Hiin strauk af sér eyrnalokka, armband og hálsfesti og stakk því jafnóðum í vasa Smolenskis. „En hann?“ hvíslaði Smolcnski. „Hann hver? O, hann, hann sér um barinn á meðan, auðvitað". Um leið og Smolenski leit upp, sá hann Kelly seilast bak við vaskinn. Eitt andartak horfðust þeir í augu. Kelly þrútinn af heift, vitfirrtur, Smolenski forkláraður af skelfingu. Að líkindum var síðasta hugsun hans sú, að Mr. Fenshaw væri staðinn að því að vera ekki til, því að hann kinkaði ákaft kolli í áttina inn með barnum. Hann liélt áfram að hrista höfuðið, þangað til hann féll í gólfið. Helen Fenshaw laut niður að Smolenski og þreifaði um enni honum og brjóst. „Nei“, sagði hún, „nei, það getur ekki verið. Þú getur ekki . . .“ Skyndilega rétti hún sig upp og tók á rás út. Hún missti annan skóinn sinn í dyragættinni og hoppaði út á stéttina eins og ofurlítill laskaður fugl. „Lögregla“, æpti hún. „lögregla, morð“. Svo lét hún fallast upp að glugganum á Kellvs-bar. JÓHANN S. HANNESSON: Til lœknisinSj vinar mtns Og finnst þér það nú tækilegast tróð í tómið milli fæðingar og dauða að tappa þvag og taka mönnum blóð og tolla vægt hinn sorgumslegna og snauða? Víst er um það, að með því muntu frjáls við morgunkvíða og náttsorg týndra daga, og fólkið mun í huga þér um háls margt heiðursmerkið 1‘esta án dóms og laga. Slík voru allar tíðir læknis laun, og lof hins gróna sárs er titlum betra — en mundu Hrafn, sem hirti meiðsl og kaun og lilaut að gjöldum lofstír þúsund vetra, að dýrlingsnafnið dró hann af því verki að deyja. Og hvar sér þess verks ummerki?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.