Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Page 27
ÞÚ SKALT EKKI . . .
21
þykir fara á að saka menn um heima, hvenær sem eitt-
hvað her á milli, sérstaklega um menningarmál.
Ég- er auðvitað sammála heilmiklu af .því, sem Jó-
hannes úr Kcitlum segir ritfrelsi og listfrelsi til varnar,
enda hafði ég sagt í bréfi mínu til lögreglustjóra: „Skáld-
skapur á rétt á öllu því frjálslyndi og allri þeirri þolin-
niæði, sem hugsanleg er, jægar dæma skal hvort heldur
cr efnisval eða efnismeðferð.“ En ég bætti við: „En ein-
hvenrs staðar verða þó takmörkin að vera-“ Og um það
hélt ég að allir óbrjálaðir menn hlytu að vera sammála.
Þó að skáldið segi það ekki beinum orðum, skilst mér
þó að hann vilji helzt engin takmörk, í nafni þess sem
hann kallar þörf mannsins fyrir „næðl til að rannsaka
sjálfan sig.“ Maðurinn verði að læra að líta ekki á hvat-
ir sínar og ástríður „sem synd eða klám, heldur frjómold
æðsta menningarblóma síns og hugsjóna.“
Ég hef hvergi niðrað heilbrigðum ástríðum mannsins,
ué alvarlegri rannsókn á mannlegu eðli, né dregið í efa
að hamingja, fegurð og menning eigi sínar innstu rætur
í heitu og sterku blóði og náttúrlegu lífi. En í siðuðum
heimi á fleira rétt á sér en sannleikurinn einn. Oft má
satt kyrrt liggja. Og takmarkalaus bersögli í skáldskap
um dýrslegustu eða ógeðslegustu afbrigði í kynlífi manna
er einungis skaðleg og andstyggileg.
Smekkur og blygðun í umtali um holdlegar athafnir
er siðmenningarverðmæti, sem skylt er að verja, ef með
þarf. Að leyfa ótakmarkaða prentun og sölu á takmarka-
lausu klámi á íslandi, svo að það hljóti að liggja á glám-
bekk fyrir æsku landsins, frá því hún lærir að stafa —
held ég væri ekki góð hugmynd.
Jóhannes úr Köthim birtir faJlegan og fallega þýddan
kafla úr bók Mykles, sem sýnishorn — hvers vegna
banna þetta? Roðasteinninn er að mínum dómi ,,að lang-
uicstu leyti falleg og alvarleg bók“, eins og segir í bréfi
mínu til lögreglustjórans í Iieykjavík. En sennilega veit
enginn betur nú en einmitt Mykle sjálfur, hvernig hann
liefur farið með bók sína á því að kæra sig kollóttan um
smekk og velsæmi. Hvert skáldverk hrapar niður á lægra
svið við áklístraðar slettur af ómengaðri pornografíu —
og það verður hún sem nrenn taka rnest eftir.
I frásögn Jótiannesar úr Kötlum af réttarhöldunum
út af bók M.vkles má lesa í brotum sorgarsiigu hins unga
norska skálds, eftir að mátið gegn honum hófst. Hann
liefur skrifað sögu sína eins og honum sýndist, án þess að
sjást fyrir, ef til vill treyst því að útgefandi myndi segja
«1, ef honum ofbyði. Útgefandi ber f.vrir rétti, að bæði
honum og bókmenntaráðunauti forlagsins lia.fi þótt „sum-
'r kaflar bókarinnar í berorðasta lagi, en þó ekki viljað
'eskja breytinga, með því það hefði hindrað þann megin-
tilgang höfundarins að sýna muninn á þeirri ást sem
lætur sér nægja holdleg mök og hinnar sem leitar há-
leitari markmiða.“ (Slíku hefur oft áður verið lýst, án
þess að frásagnarmáti Mykles liafi l>ótt nauðsynlegur né
æskilegur). Þegar svo Mykle verður fyrir málsókn, og
kemur fyrir rétt, er enginn vafi á því að hann hefur
orðið fvrir Jnmgu áfalti — og að hvorki liann, né út-
gefandi, er ánægður með málstað sinn. Báðir bjóðast lil
að láta allan hagnað af bókinni renna í sérstakan bók-
menntasjóð. Mykle er látinn lesa alla söguna liátt í rétt-
inum, og ]>egar því var lokið „er mælt að Agnar Mvkle
liaíi skellt aftur bókinni með tár í augum, snúið sér frá
áheyrendum og þerrað augu sin og enni.“ Verjandi
Mykles segir í réttinum, að „ef Mykle yrði dæmdur
sekur um siðgæðislirot, gæti ]>að haft djúptæk álirif á
sköpunarg'áfu hans og gert honum erfitt fyrir um að
Ijúka við sagnaflokk sinn uni Ask Burlefot." Og þegar
dómarinn spyr Mykle, hvort hann iáti sig sekan, þá
hikar skáldið, en svarar svo: „Ég hef hugsað ]>að mál
nokkuð og komizt að þeirri niðurstöðu, að ég vilji ekki
svara þessari spurningu að sinni.“
Mykle er vafalaust, þrátt fyrir ruddalegan rithátt í
vissum lýsingum, miklu viðkvæmari maður í siðferðileg-
um efnum en sumir þeir, sem tekið lial'a upp þykkjuna
vegna Roðasteinsins á Islandi. (Þar með á ég sízt við
Jóhannes úr Kötlum, sem líka hefur vafalaust hugsað
það mál daga og nætur, hvort liaiin væri „sekur", og
skrifað bók sína til að sannfæra sjálfan sig og aðra um,
að svo væri ekki).
Jóhannes úr Kötlum bendir á að hingað og þangað í
bókmenntum, fornum og nýjum, megi finna khira staði.
(Vefarinn mikli frá Kasmír er þó illa valið dæmi — ef
við eigum að halda okkur við efnið. Þar eru engar
lýsingar né frásagnir af neinu dýrslegu — aðeins
reynt að vera dálítið ósvífinn í skoðunum’, á ungra
manna vísu). Annars er rétt, að sitthvað klúrt má finna
hér og þar í frægum verkum. En mjög er misjafnt livað
þjóðir leyfa í slíkum efnum. Og við íslendingar hljótum,
jafnt og Norðmenn og Finnar, að vera einráðir um hve
mikið við kærum okkur um af slíku — og hve iangt
megi fara áður en okkur ofbýður. Eg veit ekki til þess
að á íslandi hafi neitt verið prentað skáldskaparkyns
jafnblygðunarlaust og fíflslegt og verstu staðirnir í fíoða-
steininum. Og ég hef haldið því fram, að við ættum
ekki að bvrja á sliku.
En finnst annars ekki miirgum „frjálshuga" mönnum
nokkur uppbót í því, að Ijtli kofinn skuli nú hafa verið
sýndur í Reykjavík — og það í Þjóðleikhúsinu? Sýnir
það ekki að við erum, þrátt fyrir allt á réttri leið?
Var ekki leiknum tekið eins og sannmenntuðu fólki
sæmdi? Skrifaði ekki leikdómari MorgunblaSsins um
„hið drengilega samkomulag", sem er efni leiksins — að
eiginmaður fellst á að kona hans sofi aðra hvora viku
hjá vini hans, sem er konulaus?
„Einhver orðasveimur var um það fyrir frumsýning-
una, að siðferðið í leiknum væri ekki upp á það bezta.
I viðtali við Morgunblaðið 4. þ. m. hafa leikararnir ein-
róma þverneitað þessu, og er ég þeim fyllilega sammála.
Sannaðist þama á okkur hið fomkveðna, að hreinum er
allt hreint. Hins vegar verð ég að játa það, að nokkrir
hinna rosknari vina minna, sem ég hingað til hef borið
ótakmarkað traust til í siðferðilegum efnum, virtust fullir