Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Side 30

Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Side 30
24 HELGAFELL ingardag konungsins, hefur verið reistur pallur. Þar eru þjófar handhöggnir, fólki til kristilegs dundurs, en þeir í gapastokknum reka hæðilega út úr sér tunguna framan í allt þetta tilstand. Hér húka spókerlingar með klakann undir nefinu, og hórustéttin hefur skyndilega gerzt svo fjölmenn, að Rull- unarhúsið er orðinn munaður í þessu at- vinnuleysi og kulda. Einstaka atorkumaður leggur leið sína um Gamlatorg ón þess að líta við. . . . Þar eru þaer bækur . . . Islendingar hafa löngum verið taldir und- arlegir útúrborumenn í þessum bæ; líkastir gyðingum. Þeir eru öðruvísi í hátt en aðrir, tala ekki dönsku nema nauðugir. Helzti starfi þeirra er að sitja vetrarlangt í Kaupmanna- höfn til að reka klögunarmál gegn náunga sínum úti á Islandi. Og þegar þeir sigla loks heim, kemur náunginn utan, helzt með sama skipi, og rekur klögunarmál gegn hinum fyrra næsta veturinn. Og þó vilja þeir helzt ekki eiga samskipti nema hver við annan. Þeir sem verða innlyksa hér í Höfn, Dönskum til þyngsla og arðmæðu, liggja ýmist uppá kónginum og drekka brennivín fyrir tíu, eða þá þeir týna viti sínu í bókum. Athæfi þeirra er allt með endemum fánalegt. Eða getur nokkuð hlægilegra en þrjá menn, tvo stúdenta og skraddarasvein ung- an, sem teyma um bæinn dróg fyrir snjáðum eineykisvagni, fullum af bókum, og eiga það eitt áhyggjumál, hvort þeim verði kom- ið í hús. Og hlægilegra þó, að þetta eru ekki einu sinni bækur. Það eru óbundnar, skorpnar skræður, áþekkastar taðflögum, og bréf á skinni, harðari sýnu og ósveigjanlegri en sá klippfiskur sem þeir selja út í lönd. Og skrifið sem á þessu stendur er í engri ætt við þennan bæ; varla þessa álfu. Þetta er ekki fyrsta ferðin þeirxa. Allt síð- an brann hafa þeir verið á hrakhólum með þessar skræður, komið þeim í nokkurra daga skjól hér, síðan þar. Nú eru þeir á leið með þær til séra Péturs Örslevs í Stóra stræti og eiga tvær ferðir ófamar. Ef ekki nyti eig- andans, fengju þeir bækur þessar hvergi hýstar. Það væri sennilega djarft að halda því fram, að til séu hundrað menn í saman- lagðri kristninni sem mæti þessar bækur það mikils, að þeir hirtu þær upp af vegi sínum. Það má lesa hið almenna viðhorf í svip drógarinnar sem þeir teyma: æki, fyrir- ferð, — að frádreginni fúggalyktinni, sem hún kann ekki að greina. En þessum þrem em bækurnar annað en bækur: Meðan þær eru nálægar og öruggar er ekki til neitt út- land. Sá sem er fyrir þeim heitir Jón Ólafsson, ættaður úr Grunnavík vestra, nýorðinn tutt- ugu og þriggja ára gamall. Hann er grann- holda, freknóttur, og hefur þann kæk að skotra til augunum, líkt og hann eigi von á aðsókn úr hverjum stað. Hann er með lamb- húshettu en hatt utanyfir, í hnésíðri svartri treyju, með gríðarlegan trefil vafinn marg- faldlega undir höku. Það má rétt sjá í aug- un og nefið. Með honum er Erlendur bróðir hans, árinu yngri, en meiri á velli og gleið- stígari. Hann er ennþá í íslenzkum vaðmáls-

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.