Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Síða 31

Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Síða 31
Á RÚSTUM KAUPMANNAHAFNAR 25 fötum, enda svo nýkominn heiman, að hann naði aðeins að sjá eldinn en ekki Kaup- mannahöfn. Þriðji pilturinn og yngstur þeirra er Jón Axelsson. Hann er mjúklimaður, klæddur óríkulega en þó nokkuð að tízku, enda skraddarasveinn. Þótt ferðalag þeirra allt sé meira en af- kciralegt, er fólki hér á Gamlatorgi annað í hug þessa stund en hlæja að íslenzkum bjálfum sem aka hlassi sínu með stjarfa í augunum um þennan brennda stað. Og hér eru flestir til fara eins og hrúgöld af gömlum tuskum, svo það eitt er ekki kennimark leng- ur. Jón Ólafsson gengur með vagninum og lítur öðru hverju inn fyrir blæjurnar, hvort staflarnir hafi haggazt. Á fótafjölinni framan við ekilssætið er kistill hans sjálfs, fullur af skrifi, og þar er efst hálfritað kver og stend- ur utan á Relatio af Kaupenhafnar Brunanum sem skiede i October 1728. Öðru hverju skrika vagnhjólin til á oplægðri steinbrúnni, svo ískrar í fölinni, og Jón flýtir sér að gá undir blæjumar, hvort allt sitji enn. Samt eru honum sífellt meira i hug þser bækur, sem aldrei munu komast a vagn, hvað þá í hús. Og sú stund er líkt og brenna í huga hans, er þeir gengu út úr lestrarstofunni í síðasta sinn og glömpum bálsins úr Borch Collegíum handan við mjóa götuna sló á kili bókanna sem ennþá stóðu eftir, að Ámi benti með augunum upp í hill- urnar og sagði við þá Finn Jónsson, eða við sjálfan sig, undir róm: Þar eru þær bækur sem aldrei og hvergi fást slíkar til dóma- dags. Síðan hafði hann lokað gætilega á eftir sér. -----o---- Relatio af Kaupenhafnar brunanmn Sjúkdómurinn graphomania virðist hafa verið landlægur bæði og arfgengur á Is- landi frá því menn lærðu hér stafrófið fyrst. Ef kýr datt í keldu, þá voru áhöld um hvort bóndanum bæri fyrr en gera, tosa henni upp úr eða hraða sér heim og færa atburð- inn í letur. Engu er líkara en Jón Ólafsson frá Grunnavík hafi erft þessa veilu úr sam- anlögðum kynstofninum, á sama hátt og konungaafkvæmi sum hafa sjúkdóminn hæmophelju, svo sem til staðfestingar því, að ekki hafi ruglazt rekkjuneyti ættarinnar í tíu aldir. Því er það, að glöggvustu mönn- um hefur enn ekki tekizt að finna nokkurn þann hlut, ofan jarðar eða neðan, í huldum veröldum eða sýnilegum, sem Jón Ólafsson hefur ekki skrifað um. Það kemur því engum á óvart, að Jón er eini fulltíða sjónarvottur- inn sem lýsir brunanum mikla 1728, og sýnir það með öðru ónæmi Dana fyrir téðum kvilla. Þar sem brunalýsing Jóns hefur aldrei komið á prent, svo ég viti til, nema í danskri þýðingu, tek ég hér upp úr henni nokkra kafla eftir Lbs. 1439, 4to, sem er sagt vera stafrétt afrit frumtextans í Ny kgl. Saml. 681 b., 4to. Jón hefur lýsingu sína á tildrögum brun- ans, sem upp kom, svo sem fyrr er sagt, milli kl. 7 og 8 að kvöldi miðvikudagsins 20. okt- óber. Síðan lýsir hann veðurfarinu með þess- um orðum: „Vindurenn stód af sudvestre geisehvass, sleit úr nockra regndropa ödru hveriu um nóttena, en rignde ákaft um kl. 8. og 9. þvi himinenn var allur hulenn þyckvum rokskyaflökum, sem rofade i á mille. so var- ade þad alla þá nótt og dagenn epter . . . ~ Munade eckert soddan elld um, þó litel skúr fielle." Þar sem eldurinn átti upptök sín í vestur- jaðri borgarinnar, var vindáttin þetta kvöld og nóttina á eftir eins óhagstæð og frekast gat orðið, því hún bar eldinn skáhallt inn í borgarhverfin gömlu, þar sem engin síki eða aðrar fyrirstöður urðu á vegi hans. „Þá nú elldurenn spratt upp úr þessu lopte, æste vindurenn hann á næstu hús, strax hrópudu vaktararner brand brand, epter sinne veniu, sem þá voru komner á göturnar, en storm- kluckan var klemd. Brandfolked kom med sínar sprautur, og þeir sem vatnstunnurnar færdu, en hverutvegge komust báglega ad, því bæde Clemens stræte, Vognbadstue-

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.