Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Blaðsíða 31

Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Blaðsíða 31
Á RÚSTUM KAUPMANNAHAFNAR 25 fötum, enda svo nýkominn heiman, að hann naði aðeins að sjá eldinn en ekki Kaup- mannahöfn. Þriðji pilturinn og yngstur þeirra er Jón Axelsson. Hann er mjúklimaður, klæddur óríkulega en þó nokkuð að tízku, enda skraddarasveinn. Þótt ferðalag þeirra allt sé meira en af- kciralegt, er fólki hér á Gamlatorgi annað í hug þessa stund en hlæja að íslenzkum bjálfum sem aka hlassi sínu með stjarfa í augunum um þennan brennda stað. Og hér eru flestir til fara eins og hrúgöld af gömlum tuskum, svo það eitt er ekki kennimark leng- ur. Jón Ólafsson gengur með vagninum og lítur öðru hverju inn fyrir blæjurnar, hvort staflarnir hafi haggazt. Á fótafjölinni framan við ekilssætið er kistill hans sjálfs, fullur af skrifi, og þar er efst hálfritað kver og stend- ur utan á Relatio af Kaupenhafnar Brunanum sem skiede i October 1728. Öðru hverju skrika vagnhjólin til á oplægðri steinbrúnni, svo ískrar í fölinni, og Jón flýtir sér að gá undir blæjumar, hvort allt sitji enn. Samt eru honum sífellt meira i hug þser bækur, sem aldrei munu komast a vagn, hvað þá í hús. Og sú stund er líkt og brenna í huga hans, er þeir gengu út úr lestrarstofunni í síðasta sinn og glömpum bálsins úr Borch Collegíum handan við mjóa götuna sló á kili bókanna sem ennþá stóðu eftir, að Ámi benti með augunum upp í hill- urnar og sagði við þá Finn Jónsson, eða við sjálfan sig, undir róm: Þar eru þær bækur sem aldrei og hvergi fást slíkar til dóma- dags. Síðan hafði hann lokað gætilega á eftir sér. -----o---- Relatio af Kaupenhafnar brunanmn Sjúkdómurinn graphomania virðist hafa verið landlægur bæði og arfgengur á Is- landi frá því menn lærðu hér stafrófið fyrst. Ef kýr datt í keldu, þá voru áhöld um hvort bóndanum bæri fyrr en gera, tosa henni upp úr eða hraða sér heim og færa atburð- inn í letur. Engu er líkara en Jón Ólafsson frá Grunnavík hafi erft þessa veilu úr sam- anlögðum kynstofninum, á sama hátt og konungaafkvæmi sum hafa sjúkdóminn hæmophelju, svo sem til staðfestingar því, að ekki hafi ruglazt rekkjuneyti ættarinnar í tíu aldir. Því er það, að glöggvustu mönn- um hefur enn ekki tekizt að finna nokkurn þann hlut, ofan jarðar eða neðan, í huldum veröldum eða sýnilegum, sem Jón Ólafsson hefur ekki skrifað um. Það kemur því engum á óvart, að Jón er eini fulltíða sjónarvottur- inn sem lýsir brunanum mikla 1728, og sýnir það með öðru ónæmi Dana fyrir téðum kvilla. Þar sem brunalýsing Jóns hefur aldrei komið á prent, svo ég viti til, nema í danskri þýðingu, tek ég hér upp úr henni nokkra kafla eftir Lbs. 1439, 4to, sem er sagt vera stafrétt afrit frumtextans í Ny kgl. Saml. 681 b., 4to. Jón hefur lýsingu sína á tildrögum brun- ans, sem upp kom, svo sem fyrr er sagt, milli kl. 7 og 8 að kvöldi miðvikudagsins 20. okt- óber. Síðan lýsir hann veðurfarinu með þess- um orðum: „Vindurenn stód af sudvestre geisehvass, sleit úr nockra regndropa ödru hveriu um nóttena, en rignde ákaft um kl. 8. og 9. þvi himinenn var allur hulenn þyckvum rokskyaflökum, sem rofade i á mille. so var- ade þad alla þá nótt og dagenn epter . . . ~ Munade eckert soddan elld um, þó litel skúr fielle." Þar sem eldurinn átti upptök sín í vestur- jaðri borgarinnar, var vindáttin þetta kvöld og nóttina á eftir eins óhagstæð og frekast gat orðið, því hún bar eldinn skáhallt inn í borgarhverfin gömlu, þar sem engin síki eða aðrar fyrirstöður urðu á vegi hans. „Þá nú elldurenn spratt upp úr þessu lopte, æste vindurenn hann á næstu hús, strax hrópudu vaktararner brand brand, epter sinne veniu, sem þá voru komner á göturnar, en storm- kluckan var klemd. Brandfolked kom med sínar sprautur, og þeir sem vatnstunnurnar færdu, en hverutvegge komust báglega ad, því bæde Clemens stræte, Vognbadstue-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.