Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Síða 36
30
HELGAFELL
Gamli kirkjugarðurinn við Trinitatiskirkju. Undir stein-
stéttinni. einhversstaðar, er Arni Magnússon grafinn.
skipulag á slökkvistarfið. General Major
Arnholt kommanderar á Kaupmangaranum,
Statsadjunkt Barfod í Gottersgötunni, en
sjálfur „Printzenn'' niður með ströndinni,
andspænis Kristjánshöll. Jafnvel matrósarn-
ir, sem Hólmsins aðmíráll hafði kallað
hundspott nóttina áður og skipað að passa
fleyturnar meðan staðurinn brann, voru nú
sendir til að slökkva, og það „under lýf-
straff". „Stodu menn þar so þyckt sem gardur
med ströndenne, og rette hver ödrum vatned
úr ströndenne, og breiddu vota segldúka á
húsenn. Var þá hver madur tekenn fyrer
utan allt manngreinarálit.''
Undir laugardagsmorguninn tekst svo að
hefta meginbrunann, þótt enn logi á stöku
stað (og raunar allt fram að jólum), enda,
segir Jón, „var nú gamla Kaupenhöfn mest
öll afbrunnenn". „f þessum bruna er sagt
brunned hafe 60. edur 61. gata, og i þeim
1700 ibudarhús og nær þvi halft þridia 1000
ef allar Woningar [þ. e. íbúðir] eru reikn-
adar ... Hier i stadnum voru fyrre 82. brugg-
arar. nú epter 22."
Eftir að eldurinn var slökktur og útgenginn
mýgrútur af próklamötum um eitt og annað,
svo sem bann við því að „baka nema gott
Rúgbrauð, enn eckert delicat braud edur
smábraud", bann til bruggara að brenna
brennivín, fyrr en „grant" hefðu verið „rann-
sakadar þeirra pönnur" og annað slíkt, fór
sá kvittur að ganga staflaust um borgina,
að ekki væri einleikið um eldsuppkomuna.
Þarf ekki að efa að slíkar hviksögur hafi
farið rökustu boðleið um brúnarústir Kaupin-
hafnar, því það er mannlegur breyskleiki að
þykja þau kaun léttbærri sem öðrum verða
kennd:
„A þessum dögum var margt talad um
mordbrennara, ad þeir være i stadnum.
Kendu sumer þad Hamborgurum. Sögdu þeir
hefdu tilsett og tilkeypt heimulega einhvern
stóran mann hier i stadnum til ad brenna
hann af, og boded gulltunnu fyrer hvert horn
edur 4dung stadarens, sem af yrde brent,
og frá honum være útsender aller þesser
brennevargar. Þetta skyllde vera hefnd fyrer
forboded þad i fyrra, ad versla vid þá pen-
ingum."
Það er gömul saga, að pyromania eða
eldsýki fylgi eftir flestum stórbrunum, og
stafar annarsvegar af biturleik þeirra sem
misst hafa eigur sínar, en hinsvegar af ein-
skærri sturlun, sem gat á tíðum orðið að
múgæði. Nefnir Jón nokkur dæmi slíks, svo
sem: „24. stack einn Danskur granater (ad
sagt var) ellde i Schwalbergaaren, sem er
skamt frá Nicolaikyrkiu og þad um há-
messutima. Reid Printzen epter hönum med
ödrum, og náde sialfur ofan i kollenn á
honum á Hallandsás” [þar sem nú er Kóngs-
ins Nýjatorg].
Aðra hefur gripið ógnarleg eldhræðsla,
svo sem skiljanlegt er eftir aðrar eins ham-
farir: „Fólked liet og furdu rádlauslega af
litlum edur aungvum rökum, ad þar edur
þar være elldur uppe, þá þad var stundum
eige annad enn glampe af skyum á hús-
þökum.edur liós birte út um glugga."
Það voru svo sem aðrir hafðir að blóra-
bögglum en Hamborgarar einir. Kaupmanna-
hafnarbúar hafa einnig kunnað þá klass-
isku list, að kenna gyðingum um sjálfskap-