Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Side 42
36
HELGAFELL
Christian Povelsön Fyen, Jislands Kiöbmand.
Hann á húseign við Vestergade 3/222, aðra
við Studie Stræde 13/60 (skuldar raunar all-
mikið í henni, þar af 800 rd. til Worms
biskups), og enn á hann fjögur samliggjandi
hús við St. Clemens Stræde 4/137.
Mogens Christensön Jislands Kiöbmand, er
fjárhaldsmaður barna sem eiga 400 rd. í
húseign við Gammel Mynt. Hans er ekki
getið að öðru leyti. 85/116.
Til yfirlits má taka fólk það, sem nefnt er
í manntalinu og íslandi er beint viðkom-
andi, saman í þessa flokka:
íslandskaupmenn .................. 39
Skipstjórar, stýrimenn ............ 9
íslandsfarar (Iszlands fahrer) ... 29
Hásetar, bátsmenn (Jszlands
Matros, Iszl. Baadsmand)....... 20
Matsveinar (Jszl. Kock)............ 8
Vinnumenn v. íslandsverzlun
(Iszlands(k) Arbejdskarl) ........ 21
Beykir (Iszlands Bödker) ......... 19
Aðrir viðriðnir íslandsverzl. ... 4
íslenzkir stúdentar................ 5
Aðrir íslandi viðkomandi....... 6
Alls 160 manns.
Nú verða að sjálfsögðu ekki dregnar af
þessu neinar ályktanir nema mjög almenns
eðlis. Til þess eru forsendurnar allt of reik-
ular. Séu tölur þessar hinsvegar íhugaðar,
má vel gera sér í grun hina miklu hlutdeild
sem íslandsverzlunin átti í athafnalífi Kaup-
mannahafnar á þessum árum. í manntalinu
eru alls nefndir 54363 íbúar í Kaupmanna-
höfn, eða ámóta margir og byggja Reykja-
vík í dag. íslandskaupmennirnir 39 eru marg-
ir hverjir stórefnaðir menn, sem beina auði
sínum út í ýmiskonar atvinnurekstur, sem er
beint eða óbeint háður verzlun þeirra, svo
sem bruggun, timburiðju, skipasmíði, að
ógleymdri hinni umfangsmiklu dreifingu ís-
lenzku afurðanna. Synir þessara manna og
venzlamenn margir gerast og fjárafla- og
athafnamenn með fjölskylduauðinn að bak-
hjarli. Nú er alls ekki svo að skilja, að auð-
ur þeirra þurfi nauðsynlega að vera frá ís-
landsverzluninni runninn í upphafi. Hitt er
fullt eins líklegt, að efnahagur þeirra hafi
einmitt gert þeim kleift að komast í þá ein-
okrunaraðstöðu, sem íslandsverzlun var á
þeim tíma. Orsök og afleiðing verða hér seint
sundurskilin.
Eitt virðist þó liggja í augum uppi. Það er,
að tala þeirra manna sem sagðir eru vinna
við íslandsverzlunina í manntalinu, er í alls
engu samræmi við tölu íslandskaupmann-
anna, sem voru óumdeilanlega langsamlega
mestu atvinnurekendur Danaveldis á 18. öld.
Að minnsta kosti mundi slíkur stóratvinnu-
rekstur teygja rætur sínar langt og víða um
efnahags- og athafnalíf Reykjavíkur vorra
daga.
Það hefur löngum verið árátta íslendinga
sem hafa grúskað í erlendum skjölum að
hlusta vel eftir nöfnum, sem gætu skilað
aftur týndum íslendingum. Sögu okkar er
hver maðurinn mikils virði, og því verður
að meta mér til vorkunnar þótt ég gerist
nokkuð þunnheyrður.
Fjöldi íslendinga hefur ráðizt í dönsku
verzlunina, sumir sjómenn, sumir smiðir,
vikadrengir og erfiðismenn, og eflaust hefur
það verið báðuð aðilum í hag eins og á
stóð: öðrum lífsbjörg á neyðartímum, hinum
ódýr vinnukraftur. Margar íslenzkar konur
hafa gifzt Dönum; um það höfum við heim-
ildir. Vafalaust hefur verulegur hluti þessa
fólks ílenzt í Kaupmannahöfn, samið sig að
þarlendum siðum og sveigt nöfn sín til
dönsku svo sem siður var. Stundum taka
menn sér algerlega dönsk nöfn, svo þjóð-
emi þeirra verður aldeilis ókennilegt, nema
þá að öðrum leiðum. íslenzkur gullsmiður,
Egill Marteinsson, heitir til dæmis Eilert
Martin í skrám danska gullsmíðagildisins;
Pétur Þorvaldsson heitir t. d. Peder Thorsen.
í sambandi við manntalið hef ég þegar
tekið upp nokkra, sem heita íslenzkulegum
nöfnum, og mun enn bæta nokkrum við.