Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Page 43
Á RÚSTUM KAUPMANNAHAFNAR
37
Þess er vel að gæta, að miklu minni munur
var á dönskum og íslenzkum nafnvenjum
a 18. öld en nú. Þessi eru hin helztu, sem
hafa orðið fyrir mér:
Simon Sibjörnsen, timburmaður á Hólmin-
um 266/38. Nafnið Sibjörn (Sigbjörn?) eða
því líkt kemur aðeins fyrir á einum stað
öðrum í manntalinu, þ. e. í nafninu:
Torchild Siöbiönsen, sem er talinn húseig-
ctndi 291/162.
Hans Guttormsen, kalkleskir 291/162. Ég hef
aðeins fundið Guttormsnafnið á einum stað
öðrum.
Sivert Markussön, háseti 61/156. Ekki var
oalgengt að Sigurðar tækju upp Sivertsnafn í
Danmörku, sbr. hinn kunna íslenzka öldur-
niann gullsmíðagildisins Sivert Thorsteinson.
Allmikið er enn af nöfnum sem gætu virzt ís-
lenzkuleg, en ástæðulaust er að álíta íslenzk
nema annað komi til. Þau eru til dæmis:
Andres Eiörnesen, Gunder Thorstensen,
Peder Kolbiörnsen, Torgier Torgiersen, Even
Jonsen, Toer Torbiörnsen, Aslach Gunder-
sen og Kristen Tormundsdatter, „hvis Mand
<3aar í Bremmerholms Jem".
Því miður er ekki gert manntal á Brimar-
hólmi, þeim stað sem íslendingar þekktu
bezt og gistu trúlegast.
Það liðu ekki mörg ár frá brunanum mikla,
þar til Kaupmannahöfn var aftur staðin
upp úr rústunum. Hlykkjóttar göturnar vom
teknar beint, og langhliðum húsanna snúið
fram í stað gaflanna áður. Borgarskapurinn
spásseraði á nýjan leik með maddömur
sínar ofan eftir Kaupmangaranum, hafandi
blúnduverkin fram úr ermunum, iðnaðar-
menn hengdu út nýfægð skiltin sín og öld-
urhúsin nefndu sig eftir tízkunni: I de tre
Parykker fiin, Kiöber man Ö1 og Brændeviin.
Aftur glóði spíra Vorfrúarkirkju yfir Latínu-
hverfið.
Svona stássleg reis Kaupmannahöfn upp
á ný. Og hún hefur lítið hirt um að telja það
pund, sem fáfróður bóndinn í Hreppunum
eða tómthúsmaðurinn á Hofsósi höfðu nudd-
að sama í þessi herlegheit.
Og enn má á stöku húsi í Kaupmannahöfn
sjá áletrun frá þessum gömlu dögum, meðan
Kóngurinn sat einn yfir fólkinu, en yfir Kóng-
inum sat aðeins Guð:
Jeg blev i aske lagt
Ved ildens store magt,
Men Gud min beste Ven
Har reist mig op igjen.
Teikningamar í greininni em eftir Axel Nygaard.