Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Qupperneq 44
cS
HELGAFELL
UNDIR
SKILNINGS TRÉN U
________________________________________
Leið oss ekki í freistni
íbúar við Skipholt og Nóatún hafa skrifað
bæjarráði þar sem þeir mótmæla rekstri veit-
ingahúss í nágrenninu.
Alþbl. 1. 3. ’58.
Svo er verið að kalla Þjóðviljann
óþjóðlegan!
En í samanburði við þýddan leirburð er ís-
lenzkur leirburður vissulega dýrlegur.
Þjóðviljinn 13. 2. ’58.
Skortur á sjálfsafneitun
Síðari hluti bókarinnar er þýdd ljóð. Kenn-
ir þar margra grasa og margra góðra, en skáld-
inu er furðu ósýnt um að velja og hafna erlend-
um viðfangsefnum.
Tímarit Máls og menningar, marz, ’58.
Er draummaður Helga Sæm óánægður
kostgangari á Skjaldbreið?
Laust fyrir klukkan hálf-tólf á laugardags-
kvöld vissu stúlkur, sem voru við vinnu sína í
eldhúsi Hótels Skjaldbreiðs, ekki fyrr til en þrjú
byssuskot lentu ofarlega á glugga í þvottakrókn-
um. í gærkvöld hafði lögreglan enn ekki haft
upp á þeim sem staðið hafði fyrir skothríðinni.
Frétt í dagblöðum.
En barneignir innan lijónabands?
Þegar sleppt er smásyndum svo sem bameign-
um utan hjónabands og brennivínsdrykkju í
sæmilegu hófi, . . .
Þorsteinn Jónsson, Mbl. 13. 2. ’58.
Auðlegð andans
Þennan fagra sautjánda júnímorgun, eins og
andríkir menn mundu orða það, var gott að
lenda báti við klappirnar á Straumnesi.
Jólablað Tímans, ’57.
Allur er varinn góður
Mér er næst skapi (sic) að halda, að mjög
fáir menn verði mikil skáld eða snjallir rithöf-
undar án þess að fá auk meðfæddrar gáfu,
nokkur skilyrði til þess, að svo megi verða.
Þorsteinn Jónsson (Þórir Bergsson)
Eftirmáli við Sögur, 1956.
Kúlupokahnýtingar að ágerast?
Einnig vinna bæði kynin að kúlupokahnýting-
um . . . Að söngæfingu lokinni gafst okkur tæki-
færi til að sjá nemendur við kúlupokahnýting-
ar . . . Við kúlupokahnýtingar fá nemendur
greidda þá poka sem þeir hnýta umfram það,
sem þeim er sett fyrir hverju sinni.
Tíminn 11. 3. ’58.
Öðru vísi en Helgafell
Það er sannarlega hrikaleg staðreynd, að hjá
því fólki, sem þótzt hefur vera einhver mesta
bókaþjóð í Norðurálfu skuli nú tuttugu slúður-
tímarit og framhaldsreyfarar vera gleypt með
svo mikilli áfergju, að gefa verður út marzheftið
áður en febrúar er liðinn....
Þjóðv. 13. 2. ’58. (Leturbr. Helgafells)
Uss!
Voltaire horfði á Saint-Lambert gegnum tár-
in og sagði hógvær og hryggur: „Ó, vinur minn,
þú hefir drepið hana fyrir mér.“ Svo bætti hann
við og réð sér nú ekki fyrir bræði: „Ó, guð
minn góður. Hvernig datt þér í hug að fara að
barna hana?“
Tíminn, 2. 3. ’58.
Já, en má þá treysta því, að þau
hafi ekki verið gift?
Reykvíkingar óvarpa hunda.
Sveitakona gekk í humátt á eftir ungum reyk-
vískum hjónaleysum á götu í Reykjavík. Varð
þá á vegi þeirra hundur í bandi. Hinn vörpu-
legi sveinn ávarpaði hundinn kompánlega svo
segjandi: „Hæ, daddý!“
Hundurinn rak þá upp lítils háttar bofs. Ung-
mærin hrökk í kút og hrópaði:
„Almáttugur; Er hann mannýgur?"
Frjáls Þjóð.
Hættulega áberandi
[Kópavogskirkja] Líkan af kirkjunni var til
sýnis á safnaðarfundinum. Mönnum bar saman
um, að húsameistara hefði tekizt mjög vel að
leysa verkefni þetta, sem er nokkrum vand-
kvæðum bundið. Er það aðallega hve kirkjan
stendur hátt og sést vítt að, en henni hefur ver-
ið valinn staður á hæð vestan Hafnafjarðarveg-
ar, þar sem hún blasir daglega við sjónum
margra. Er þar mjög fallegur staður.
Vísir 12. 2. ’58.
Þarf ekki gos
Maður sem er 80 kg að þyngd, hefir ... 56
lítra af vökva til að þynna alkohólmagn sitt.
Nýtt Helgafell. II, 4.