Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Síða 49

Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Síða 49
BÓKMENNTIR 43 eða að finna að honum. Hann er einmitt að reyna að fá lesandann til að kaupa sjálfs- álit þessa fólks — og þar með heilmikil mannalæti og raup — við nafnverði. Eins og áður segir, verður ekki hjá því komizt að álykta, að höfundi liafi legið þyngra á hjarta að halda fram tilteknum viðhorfum, siðferðilegum og þjóðfélagslegum, heldur en að skrifa góða sögu. Hvorki skal vefengja þau viðhorf né einlægni höfundar. En svo snúið sé ofurlítið út úr gömlum frönskum brandara: saga er aldrei nema saga, og liitt verður ekki cinu sinni bókmenntir. Ilitt hlýtur öllum vinum Guðmundar Haga- líns að vera huggun að lesa ævisögu M. E. Jessens, 1 kili skal kjörviður, sem Guðmund- ur hefir skráð eftir sögn Jessens sjálfs. Jessen var eins og kunnugt er fyrsti skólastjóri vél- stjóraskólans og gegndi því starfi í fjörutíu ár, unz hann lét af störfum 1955, en var auk þess nokkurs konar þúsund þjala smiður, reiðubúinn að taka til hendi, þegar þurfti að setja upp vél, eða gera við bilanir, einkum framan af árum hans hér, meðan fátt var um vélfróða menn. Er svo að sjá sem Jessen sé einn þeirra, sem skilja vélar af nokkurs konar innsæi, og hann er ekki slæmur mann- þekkjari heldur, því að hann kann vel að koma fram málum, er einarður og gaman- samur. Er t. d. einkar gaman að lesa um við- skipti hans og Knud Ziemsens borgarstjóra. Má sjá að hæfileiki Jessens til að umgangast fólk og hafa sitt fram hefir komið í góðar þarfir ekki sízt fyrst í stað, meðan skilningur var minni á fagi hans. Þá var auk heldur ekki trútt um, að sumir vildu láta hann gjalda þess, að hann var danskur maður. íslendingar mega vera þakklátir þessum útlendingi, sem hefir unnið framförum þjóðarinnar af ósín- girni með hugviti sínu og sérþekkingu. Guð- mundur Hagalín hefir In-ugðið upp einstaklega geðfelldri mynd af hinum mæta manni og sýnt enn einu sinni, hve laginn ævisagnaritari hann er. Stíll sögunnar er yfirleitt látlaus, en fjörlegur og næmur og handbragð höfundar öruggt. Honum tekst það, sem ckki er leikur, að gcra hversdagslega viðburði skemmtilega °g afmarka þá, svo að þeir rcnni ekki út í tilbreytingarleysi daganna. Gamansemin er vfirleitt létt og góðlátleg en vont að sjá fyrir ókunnugan, hvort þar nýtur meira höfundar eða söguhetju, en hvort sem er, ber höfundi lof fyrir að skila þessari smágerðu gaman- semi eins og hann gerir. Ævi Jessens skóla- stjóra cr ekki viðburðarík, hann er enginn ævintýramaður eins og Sæmundur skipstjóri eða Eldeyjar-Hjalti. En hann er allra manna farsælastur og þann hálfdularfulla eiginleika hefir ævisöguritarinn skilið og lætur hann lýsa upp bókina. Sjálfsálit Jessens má greini- lega kaupa við nafnverði. Og eftir á að hyggja, Jessen er notalega drjúgur. IC. K. Óþarflega mikill samtíningur Ólajur Jónsson. Slcriðujöll og snjójlóð. fíóka- útgájan Norðri, 1957. Höfundur þessa rits hef- ur verið einn helzti forustumaður í ræktunar- málum íslendinga á síðustu áratugum. Hann var um langt skeið framkvæmdastjóri Rækt- unarfélags Norðurlands og ráðunautur Ey- firðinga. I tímariti Ræktunarfélagsins hefur hann flutt bændum landsins nýmæli um rækt- un nytjalands og skrúðgarða. Það má því virðast kynleg fjarstæða, að þessi boðberi garðyrkjunnar hefur öðrum þræði helgað rannsóknir sínar og ritstörf gróðurvana ör- æfum og þeim hamförum náttúrunnar, sem eyða Iand og láð. En þarna er mjórra á mun- um en ætla mætti í fljótu bragði. Náttúru- fræðingurinn vill kanna land sitt, gengur á fjöll og ferðast inn til óbyggða. Mestur hluti landsins er iirfoka auðn, en köld öræfadýrðin heillar engu síður en gróðurríki dalanna. Þá er sami maður, sem ritar um túnrækt og töðu- fall, kjörinn til að lýsa mestu eyðimörk á Is- landi. Og í forspjalli þessa nýja rits færir höfundur fram nokkra málsvörn fyrir vali við- fangsefnisins: „Gagnvart ævistarfi mínu — búfræðinni — hef ég þær málsbætur, að ég hef oft í tómstundaiðkunum mínum hvarflað lengra frá grængróðurlendum hennar en að þessu sinni, því að þekking á skriðuföllum og snjóflóðum hefur eigi óverulegt landbún- aðarlegt gildi. T Atla segir, að velja skuli bæjarstæði „hvar bæ, túni og engjum er sem óhættast fvrir skriðum, snjóflóðum, landbroti af ám, vötnum. sandi, sjávargangi eða öðrum skaða“.“ Skriðuföll og snjóflóð er mikið rit, samtals

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.