Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Qupperneq 51

Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Qupperneq 51
BÓKMENNTIR 45 sem því líður, hefur Sigurður 0. Björnsson rekið slyðruorðið af prentiðn Norðlendinga. Sumar þeirra bóka, sem hann hefur prentað á síðari árum, eru meðal fegurstu og vönduð- ustu bóka, sem nokkru sinni hafa verið út gefnar á íslandi. Nefni ég þar einkum til þessa bók Olafs Jónssonar og rit Kristjáns Eldjárns, Kuml og haugfé úr heiðnum sið. Jónas Kristjánsson Dægurfluga Loftur Guðmundsson: Jónsmessunœturmar- tröð á fjallinu helga. Bókaforlag Odds Björns- sonar, 1957. Skáld sem setja saman órímuð Ijóð, eða málarar seiu líkja ekki eftir því sem gefur að líta í ríki náttúrunnar, eru stundum grunaðir um að kunna ekki að sveigja list sína undir sama ok sem fyrri tíðar menn. Ekki er heldur öllum sögumönnum léð sú list að færa frásögn sína í þann búning sem lengi hefur verið í hávegum hafður og nefnist róm- an eða skáldsaga. En þegar höfundur brýtur lögmál skáldsögunnar vitandi vits, má gruna hann um að velja þann kostinn vegna þess að liann sé ekki fær um að setja saman ósvikna skáldsögu. Bók Lofts Guðmundssonar, Jónsmessunæt- unnartröð á fjallinu helga, hefur jafnan verið kölluð skáldsaga og metin samkvæmt því. En þetta er ekki réttmætt. Höfundur reynir ekki að búa til skáldsögu, enda alls óvíst að hann sé þess megnugur. Ef menn hafa þetta í liuga, munu þeir skilja betur vinnubrögð höf- undar og dómarnir verða mildari. (Bókin hef- ur að vísu hlotið mikið og nær einróma lof 1 dagblöðunum, — en hver tekur mark á því? í daglegu tali manna virðist mér kveða yið annan tón.) Höfundur gefur hugarflugi siuu lausan taum, en reynir ekki að aga hugs- un sína og fella hugarórana saman í heild. Bókin er algerlega „frjáls og óbundin fantasí“, eins og Gröndal mundi sagt hafa. Henni hef- ur og verið jafnað til Heljarslóðarorustu Gröndals. Ekki mun þó vera um bein áhrif að ræða. enda höfundarnir harla ólíkir að niörgu leyti. En báðum er áskapað hugmynda- Aug, sem er „fjörugt og rífandi“. „Hugmynd- ^rnar veltast stundum svo ótt inn á mig að eg hef ekki við og missi helminginn af þeim,“ segir Gröndal, og ef til vill liefur Loftur Guð- mundsson reynt eitthvað svipað, þegar hann skrifaði Martröð sína. Þó er Martröðin engin Iíeljarslóðarorusta í nýjum stíl. Iíöfundurinn á ekki ritleikni Gröndals og þolir því ekki að láta móðan mása á sama hátt sem hann. Hug- urinn svífur hátt og víða, en gáfurnar eiga fullt í fangi með að fylgja honum á fluginu. Og I.oftur Guðmundsson á ekki þann brunn þekkingarinnar sem Gröndal situr yfir og eys af á báða bóga. Bók Lofts Guðmundssonar svipar til gaman- samra leikþátta sem gerðir eru til að skop- ast að fólki og fyrirbærum samtímans. Sjálfur mun hann áður hafa samið ýmsa slíka skop- þætti sem leiknir hafa verið í útvarp og ef til vill víðar. Slíkir þættir eru ekki ætlaðir til langlífis, allt sem gerist á leiksviðinu er tákn einhverra hluta sem áhorfand- inn kannast við í veruleikanum. Höfundur Martraðarinnar skapar ekki sjálfstæða veröld innan umgjörðar bókarinnar, og því hljóta atburðir hennar að gleymast, persónur henn- ar — og skrímsli — að deyja, þegar tímar líða fram og sambandið við veruleikann rofn- ar: Drekinn marghöfðaði í Rauðuskógum verður að engu, þegar við gleymum því að liann jarteiknar Sovétríkin í raun og veru. Höfundur vill vera fyndinn, en kann ekki til fullnustu að hvessa skeyti sín. Góðum hug- myndum er spillt með langdregnum vaðli; bókin hefði verið hálfu betri, ef hún hefði ver- ið háll'u styttri. Þetta á að vera íslenzk þjóð- félagsádeila — og jafnvel heimsádeila á köfl- um. En ádeiluefnin eru hversdagsleg og við- horf höfundar ófrumlegt; hann áfellist ein- mitt þá hluti sem menn heyrast nöldra um á hverjum degi: amerísk áhrif, línudans kommúnista, kvennasýningar, spillt skemmt- analíf, skattpíning stjórnarvalda, athafna- leysi alþingis o. s. frv. o. s. frv. En það skal viðurkennt, að hugarsýnir höfundar eru oft býsna frumlegar og lýsingar hans broslegar. Og ef við lítum á bókina sem hverja aðra dægurflugu, og heilsum kunnuglega því sem þar er sýnt í spéspeglinum, þá getum við brosað að fáránlegu hugarflugi höfundar, og ef til vill öðlazt nokkra heilsubót við að sjá brot af sjálfum okkur í þessum æðisgengna draumi. Jónas Kristjánsson

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.