Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Blaðsíða 52

Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Blaðsíða 52
46 HELGAFELL FYLGIZT MEÐ UNGU SKÁLDUNUM „ANDLIT í SPEGLI DROPANS" eftir Tlior VUhjálmsson Bókin er skrifuð af afburða leikni og þekkingu á máli og stíl FYLGIZT MEÐ UNGU SKÁLDUNUM „NÓTTIN Á HERÐUM OKKAR" Nýtt Ijóðasajn eftir Jón Óslcar Áhrifamikill og seiðmagnaður skáldskapur. Við iill kvæðin eru teikningar eftir Kristján Davíðsson, einn snjallasta list- málara yngri kynslóðarinnar. Ur einu í annaö Niðurgreiðsla afurða af ýmsu tagi. Upplýst þjóðfélag, eins og það sem við flest teljum okkur búa í, leggur ekki áherzlu á það eitt, að veita þegnum sínum eins fullkomið hugsana- og athafnafrelsi og frekast er kostur og sem jafnastan aðgang að andlegum auðlind- um sínum, heldur vill það tryggja þeim mann- sæmandi ytri afkomu. Slíkt þjóðfélag verður að sjálfsögðu að grípa víða inn í daglegt líf fólks og athafnir, en þó í því augnamiði einu að fá því sem mest jafnrétti og örva til frjórra athafna og sköpunar. Eitt er það fyrirbæri í íslenzkum þjóðarbú- skap, sem mjög hefur þótt orka tvímælis, en það er niðurgreiðsla ýmissa afurða okkar og jafnvel innfluttra vara, í því skyni að jafna metin milli ríkra og fátækra eða til þess að halda niðri vísitölu framfærslukostnaðar. Þann mikla kost hefur þó þessi aðferð óneitanlega, að félítið fólk, sem jafnt og aðrir þarf þessara vara með til að lifa mannsæmandi lífi, getur nú fremur veitt sér þann munað að kaupa þær, og til þess er leikurinn gerður. Ein þeirra stofnana, sem við höfum komið á fót til höfuðs þeim hættum, sem stafa frá hömlu- lausu framtaki óprúttinna manna, er Menning- arsjóður, og þá einkum sú deild hans, er fæst við bókaútgáfu. Til hennar var á sínum tíma stofnað með tvenns konar markmið fyrir aug- um. Að gera — með stuðningi ríkissjóðsins — kleift að gefa hér út ýms þýðingarmikil verk, sem varla mundu með öðrum hætti sjá dagsins ljós, og að koma út til almennings í landinu, einkum hinna dreifðu byggða, við sem allra lægstu verði, úrvalsverkum innlendra og er- lendra höfunda, sem nauðsynleg eru hverju heimili, einkum þar sem hin nýja kynslóð, sem mæta verður harðari andlegum kröfum en fyrir- rennararnir, er að komast á legg. Þessar hug- myndir voru mjög þakkarverðar og enginn virt- ist sjá eftir nokkru fé úr sameiginlegum sjóði þegnanna í þessu skyni. Og þó allmikill mis- brestur hafi tíðum orðið á efndum loforða þeirra manna, er stofnuninni stjórnuðu hverju sinni, hefur sjóðurinn mjög mörgu góðu komið til leið- ar fyrr og síðar, þó að það verði ekki talið hér. En þessum mönnum er mikill vandi á höndum eins og öðrum, sem hafa ríkissjóðinn að bak- hjarli. í kapphlaupi við hina almennu þegna hafa þeir aðstöðu, sem hinir geta ekki tryggt sér og gerir þann gæfumun, sem úrslitum veldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.