Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Qupperneq 54
48
HELGAFELL
*----------------------------------„
FYLGIZT MEÐ UNGU SKÁLDUNUM
„Kaupangur"
eftir Stefáii Júlíusso7i.
Hér cr um stórróman að ræða,
gamansögu og ádeilusögu.
Sagan gerist að mestu í New
York á stríðsárunum. Bókin
er mjög áhrifamikil.
FYLGIZT MEÐ UNGU SKÁLDUNUM
J SVÖRTUM
KUFLI"
Fyrsta Ijóðabók ungs skálds,
Þorsteins Jónssonar
frá llamri í Borgarfirði.
Sérkennilegur og fallegur
skáldskapur.
+—-------------------------------
lesa hinar tíðu skýrslur bókafulltrúa fræðslu-
málaskrifstofunnar, trúa því ýmsir, að maddöm-
urnar Elínborg og Guðrún frá Lundi séu uppá-
haldsspámenn þess fólks, sem „í þúsund ár hef-
ur setið við sögur og ljóð“. Það er þó ástæðu-
laust að gera lítið úr þýðingu snillinga eins og
„12. september" fyrir uppeldi æskunnar, enda
mundi nöldur í þá átt hljóma illa í eyrum hinn-
ar söngelsku þjóðar, sem gert hefur hann að
menningarfulltrúa sínum. En ekki er það ótítt,
að sú hugsun flögri að manni, að eitthvað sé
bogið við þá andlegu forustu, er skilur eftir sig
hjá þjóðinni slíkt mat á gildi lista. Og jafnvel
erfitt að verjast þeirri ályktun að í henni fel-
ist allþungur áfellisdómur yfir þeim, sem stofn-
ununum stjórna.
Til hvers eru skólar? í hvaða augnamiði eru
reist félagsheimili og kirkjur? Hvert er hlut-
verk ríkisútgáfu? Og í hvaða tilgangi er milljón-
um króna varið til lista — og bókasafna? Þetta
eru spurningar, sem fólk veltir því oftar fyrir
sér sem harðar er gengið eftir fé til þess að
framfleyta þessum þurftarfreku stofnunum. Er
þeim ætlað það hlutverk eitt að kosta og hafa
frumkvæði um almennt skemmtanalíf án mark-
miðs, eða eiga þetta að vera æðri uppeldisstofn-
anir á borð við háskóla og sinfóníuhljómsveit?
Það er nauðsynlegt að allir geri sér grein fyrir
þessu, og þó fyrr hefði verið.
Hér skal í svipinn ekki farið langt út í þessa
sálma, en skýrslur þær sem tvær þessara stofn-
ana gefa út fyrir almenning, eru sannarlega
ekki uppörvandi fyrir andlegt líf í landinu. Ekki
verður því um kennt að útvarpið sé í höndum
fégráðugra einstaklinga, og ekki verður því
fremur með réttu haldið fram, að vondir bóka-
útgefendur noti bókasöfnin til þess að auglýsa
fyrir sig sorpbókmenntir sínar, og er því annað-
hvort að hér er illa haldið á spilunum eða
reynslan ætlar að fara að kenna okkur að vafa-
söm trygging sé í því að menningarstofnanir
séu einungis í höndum hins opinbera. Þannig
er nýleg skýrsla bókafulltrúa fræðslumálaskrif-
stofunnar römm auglýsing fyrir miðlungsbók-
menntum og nálgast beinan áróður gegn menn-
ingu og höfuðskáldum okkar.
r.
Hvaða höfundar eru mest lesnir?
Mörgum hættir til að taka skýrslur bókafull-
trúa fræðslumálaskrifstofunnar sem áreiðanleg-
ustu upplýsingar um það, hvaða bækur séu mest
lesnar á fslandi. En þetta er vitanlega af mörg-
um ástæðum hin mesta fjarstæða. Áður en nú-
verandi fulltrúi, Guðm. G. Hagalín, tók við starfi
fulltrúans, voru mjög víða í bókasöfnum lands-
ins alls engar bækur til eftir höfuðskáldin. Jafn-
vel verk Davíðs voru ekki alls staðar til, hvað
þá rit Gunnars, Laxness, Nordals, Þórbergs og
ljóð Tómasar og Steins, svo ekki séu nefndir
þeir sem yngri eru og minna þekktir. Það þarf
hins vegar engum blöðum um það að fletta,
hvaða höfundar eru mest lesnir hér á landi.
Davíð og Laxness eru þar langfremstir. Og til
gamans er hægt að upplýsa, að um 50.000 ein-
tökum af „Svörtum fjöðrum“ hefur verið dreift
á undanfömum árum um landið, og smám sam-
an eru heildarútgáfur Davíðs og Laxness og
fleiri höfuðskálda okkar að komast inná heim-
ili landsins. Innan mjög fárra ára mun enginn
maður leita á bókasöfn til að fá lánuð verk
þeirra. Þau munu þá verða jafn sjálfsögð á
hverju heimili og rafmagnið eða olían á stofu-
lampann. r-