Alþýðuhelgin - 31.12.1949, Blaðsíða 7

Alþýðuhelgin - 31.12.1949, Blaðsíða 7
ALÞÝÐUHELGIN 35'.) Frumherjinn, Alþýðublaðið eldra PÉTUR G. GUÐMUNDSSON bókbindari er tvímælalaust fyrsti frumherjinn í bíaðaútgáfu alþýð- unnar á íslandi. Hann er látinn fyr- ir nokkrum árum og því erfitt að greina undirrót þess að hann hóf merkið, en vitað er að um aldamótin hóf hann bréfaskriftir við þýzka jafnaðarmannaleiðtoga. Er kunnugt, að hann slcrifaðist á við hinn heims- kunna þýzka jafnaðarmannaleiðtoga August Bebel, sem um langt skeið var einn helzti fræðilegur leiðtogi jafnaðarstefnunnar í Evrópu og oft- ast nefndur um leið og Karl Kaut- sky, en um fræöilegar kenningar • þessara manna var mikið deilt með- al jafnaðarmanna og þá fyrst og fremst eftir að bolsjevisminn hóf merki sitt. Bar mikið á milli þessara leiðtoga og Leniris og annarra and- legra leiðtoga bolsjevikka — og við þá Bebel og Kautsky eru kenndar þær stefnur, sem eru grundvöllur hinnar socialdemokratisku stefnu verkalýðshreyfingarinnar. Hér var deilt um skýringar á ritverkum Marx og Engels alveg eins og á öll- um öldum hefur yerið deilt um bibl- íuna. Áður en Pétur G. Guðmundson hóf að skrifast á við þýzka jafnaðar- mannaleiðtoga (Bebel sendi honum mynd af sér. áritaða eigin hendi, og var hún lengi í eigu Péturs og skip- aði heiðurssess á heimili hans), höfðu verið stofnuð hér Bárufélögin, í Reykjavík, Eyrarbakka, Akranesi, Prentarafélagið hér í Reykjavík, Verkamannafélagið á Seyðisfirði og verkamannafélag á Akureyri. Var það fyrsti vísir verkalýðshreyfingar- innar. Pétur G. Guðmundsson tók ekki þátt í þessum samtökum, enda stundaði hann alls konar vinnu víða um land. Lét honum og alla tíð bezt að ræða og rita um og rannsaka hinn fræðilega sósíalisma. Vann hann og oft einn að þessu, en tók sér stund- um margra ára hlé frá störfum eftir að hann var þó orðinn daglegur bar- áttumaður í samtökum alþýðunnar. Hann var að ýmsú leyti þannig gerður, að hann vildi fara sínu fram, var mjög gáfaður maður og rýninn, en ef hann fékk ekki sitt fram, átti Péftir 6. Guðmundsson stéð í bréfaskriffum við Bebel um afdamóf. - Pétur G. Guðmundsson. hann það til að yfirgefa orustuvöll- inn svo að segja bardagalaust. Það má að vissu leyti segja, að Pétur G. Guðmundsson hafi verið sterkastur þegar hann stóð einn — og það vek- ur sérstaka athygli á skapgerð hans, að þrátt fyrir það, þó að hann væri í raun og veru einmana, hóf hann oft merki, hrinti af stað vel og vand- lega, en hætti síðan afskiptum — og aðrir tóku við. Má og segja í sam- bandi við þetta, að þannig fari oft fyrir brautryðjendum. Þeir ryðja fyrstu brautina, „en mörgum á för- inni fóturinn sveið“ og svo var með Pétur. Hann fór ekki varhluta af ofsóknum/ atvinnumissi og fátækt vegna skoðana sinna. Kvað svo ramt að því að eitt sinn voru gerð samtök um að kaupa upp skuldir á hann, og nota þær svo til að leggja hann að velli sem baráttumann í samtökun- um. Bréfaskriftir Péturs við Bebel og að líkindum fleiri jafnaðarmanna- leiðtoga þýzka, urðu til þess að hvetja hann til að gerast sáðmaður hér heima þar sem enginn hafði áð- ur sáð frækornum jafnaðarstefn- unnar. Um aldamótin tók hann þátt í félagsskap, sem starfaði hér í bæn- um og var skipaður ýmsum gáfu- mönnum. Var þetta málfundafélag, sem nefndist „Vísir“. í þessu félagi starfaði Pétur mikið. Þar var gefið út skrifað blað, og skrifaði Pétur þar grein um sósíalismann. Spunnust út úr þessari grein snerpulegar deiiur og áttust við Pétur og ungur menntamaður, Magnús Magnússon að nafni. Var þessu blaði haldið úti um skeið innan félagsins — og mörgum árum síðar, eftir að félagið var liðið undir lok, fjölritaði Pétur þessar greinar og gaf ýmsum vinum sínum. Upp frá þessu dreymdi Pétur G. Guðmundsson um að stofna prentað blað til þess að túlka jafnaðarstefn- una opinberlega. Um sama leyti leitaði hann sér vinnu í „Hvalnum“ og vann hjá Ellefsen hinum norska í Önundarfirði og á Asknesi (um þetta starf í „Hvalnum“ hefur Magnús Gíslason verkamaður ritað ágæta bók, sem kom út í haust hjá ísa- foldarprentsmiðju). Þar kynntist Pétur fyrst nokkuð stóriðju, allmikl- um fjölda' umkomulítilla vérka- manna á annan bóginn og á hinn bóginn umsvifamiklum kapitalisma. Enn fremur mun Pétur þá hafa kynnzt, meðal Norðmanna, sem hann vann með, viðhorfum þeirra til norskrar verkalýðshreyfingar, sem þá var einmitt að ryðja sér til rúms í Noregi. Pétur fór nú að ræða við vini sína og kunningja um að stofna samtök til að berjast fyrir hugsjónum jafn- aðarstefnunnar. Hann ræddi um þetta ekki sízt við Ágúst Jósefsson prentara, sem þá var nýkominn heim frá Danmörku fullur af eld- legum áhuga fyrir verkalýðssam- tökum og jafnaðarstefnu. Og kom þá í fyrstu röð að stofna blað til að túlka skoðanir jafnaðarmanna. Þetta blað var og stofnað í ársbyrj- un 1906, og veiti lesendur því at-

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.