Alþýðuhelgin - 31.12.1949, Blaðsíða 23

Alþýðuhelgin - 31.12.1949, Blaðsíða 23
ALÞÝÐUHELGIN 375 ur mönnum, þótt þeir hefðu orðið að þiggja sveitarstyrk. Verkamannabústaðir. Eitt þeirra mála, sem Alþýðublaðið beitti sér mjög fyrir á þessu tímabili, voru byggingamálefni verkalýðsins. Á- standið í húsnæðismálum a lþýðu var mjög bágborið. Var því oft og rækilega lýst í blaðinu, enda voru dæmin nærtæk. Fyrsti árangur þess- arar baráttu blaðsins og' Alþýðu- flokksins var sá, að á alþingi 1929 tókst að fá samþykkta löggjöf um verkamannabústaði. Með þeim lög- um var stigið merkilegt spor í þá átt, að gefa verkafólki tækifæri til að koma spr upp góðum og heilsu- samlegum íbúðum. Hefur þessi lög- gjöf orðið mörgum alþýðuheimili til stórfelldra hagsbóta, svo sem kunn- ugt er. Á þessu tímabili hóf Alþýðuflokk- urinn skipulagða baráttu fyrir al- þýðutryggingum, og veitti blaðið því stórmáli mjög ötulan stuðning. Andstaðan var hörð og skilningur annara flokka á mikilvægi málsins vægast sagt ákaflega sljór. Átti það því enn langt í land. En Alþýðublað- ið undirbjó jarðveginn og opnaði augu æ fleiri þjóðfélagsþegna fyrir nauðsyn heildarlöggjafar um þetta efni. Ákvæði um bætt skipaeftirlit og ný heildarlöggjöf um réttindi sjó- manna voru meðal þeirra umbóta- mála í þágu sjómannastéttarinnar, sem blaðið og flokkurinn beittu sér einkum fyrir á þessu tímabili. TÍMABILIÐ 1933 — 1942. Hinn 29. október 1933 stækkaði Alþýðublaðið um þriðjung. Var það fjórar síður, eins og áður, en dálk- ar urðu nú fimm á hverri síðu. Jafn- framt þessu var gerð veruleg út- litsbreyting á blaðinu, uppsetning þess og umbrot fært til nútímasniðs, svo sem tíðkast með hinum læsileg- ustu dagblöðum erlendum. Varð Al- þýðublaðið fyrst íslenzkra blaða til að taka upp þessar og ýmsar aðrar nýjungar, en önnur blöð komu smám saman í kjölfarið. Með stækkun blaðsins, stórbættu útliti þess og aukinni fjölbreytni um efnisflutning, efldist blaðið verulega að útbreiðslu og áhrifum. Ritstjóri blaðsins fyrri hluta þessa tímabils var Finnbogi R. Valdemars- son. Tók hann við ritstjórninni í októbermánuði 1933 og var ritstjóri t'il árslöka 1938. Þá var Jónas Guð- mundsson ritstjóri um hríð, en í júlí- byrjun 1939 gerðist Stefán Pjeturs- son ritstjóri blaðsins, og hefur verið það alla tíð síðan, eða í fullan áratug. Meðal þeirra höfuðmála, sem biað- ið hefur beitt sér fyrir á/þessu tíma- bili, má nefna þessi: Bætt skipulag í atvinnuinálum þjóðarinnar. Árið 1934, er Alþýðu- flokkurinn tók þátt í stjórnarmynd- un með Framsóknarflokknum og Har- aldur Guðmundsson varð ráðherra af hálfu flokksins, hófst merkilegt tíma- bil í atvinnusögu þjóðarinnar. Var þá sett margvísleg löggjóf varðandi sjávarútveginn, er síðar hefur haft mikla þýðingu fyrir þann atvinnu- veg og þjóðina í heild. Má þar nefna lög um skipulagningu síldarsölunn- ar, skipulagningu saltíisksölunnar, lög um Fiskimálaneínd og Fiskimála- sjóð. Vísast um þessi ‘efni til viðtals við Finn Jónsson á öðrum stað hér í blaðinu. Öllum þessum málum fylgdi Alþýðublaðið fast fram og svaraði gagnrýni, er uppi var hald- ið af andstæðinganna hálfu. Aukin rafmagnsnotkun til heim- ilisþarfa og iðnreksturs var meðal helztu baráttumála blaðsins. Var fyrsta stóra skrefið í pá átt stigið með virkjun Sogsins, sem blaðið hafði jafnan beitt sér ötullega fyrir. Aukin alþýðumeiintun hafði allt frá upphafi verið mjög til umræðu í blaðinu. Barðist það nú sem jafnan áður fyrir bættri aðstöðu til skóla- náms og aukinni forsjá af hálfu hins opinbera til handa æskulýð oe náms- mönnum. Fór nú að sjást árangur þeirrar baráttu, eigi sízt eftir að Har- aldur Guðmundsson tók við yfir- stjórn menntamála. Má í því sam- bandi benda á ný og fullkomnari lög um fræðslu barna, er sett voru 1936, og lög um ríkisútgáfu námsbóka, sem urðu mikil stoð barnmörgum heimilum. Ótölulegur sægur greina hefur birzt í blaðinu um nauðsyn- skólabygginga, eigi sízt barna- og gagnfræðaskóla. Hefur þeim málum þokað átakanlega seint áfram, en þó má fullyrða, að enn skemmra væri sú þróun á veg komin ef Alþýðu- blaðið og Alþýðuflokkurinn hefðu ekki háð'látlausa baráttu fyrir þess- um bráðnauðsynlegu framkvæmd- um. Enn má nefna baráttu blaðsins fyrir umbótum í byggingamálum alþýðu og fyrir alþýðutryggingun- um, sem loks voru leiddar í lög 1936. TÍMABILIÐ 1942 — 1949. Hinn 24. febrúar 1942 fór fram síðasta meiri háttar breytingin, sem gerð hefur verið á Alþýðublaðinu. Þann dag var það stækkað úr 4 síð- um í 8, og hefur það jafnan verið 8 síður síðan. Stækkun þessi gerði blaðinu kleift að auka enn fjöl- breytni efnis þess, er það gat flutt lesendum sínum. Baráttumál blaðsin á þessu síðasta tímabili hafa verið mörg hin sömu og áður, og má að mestu leyti vísa um það til viðtala við ýmsa forystu- menn Alþýðuflokksins, sem birt eru á öðrum stað í blaðinu. Hér skal að- eins minnst á þessi mál: Hin stórfelldu kaup á nýjum at- vinnutækjum, sem framkvæmd hafa verið undanfarin 5—6 ár, svo sem togurum, vélbátum, strandferða- skipum, millilandaskipum, verk- smiðjum, landbúnaðarvélum, vélum til rafvirkjana. Baráttan fyrir um- bótum á húsnæðismálum alþýðu hefur stöðugt haldið áfram. Orlofs- lögin, sem sett voru 1942. Alþýðu- tryggingunum frá 1936 hefur verið breytt í almannatryggingar, og þar með unnizt nýr, stór sigur fyrir þetta gamla stefnumál blaðsins. Hef- ur þessi stórfellda réttarbót þegar sannað ágæti sitt á fjölmörgum svið- um, þó að svo geysivíðtæk löggjöf standi að vísu enn til bóta í einstök- um atriðum, eftir því sem reynslan segir til um. Loks hafa mikilsverðar breytingar verið gerðar til bóta á öðru gömlu stefnumáli blaðsins, lög- gjöfinni um verkamannabústaði. ÝMIS ATRIÐI. Hinn 28. október 1934 var hafin útgáfa á sérstöku fylgiriti með Al- þýðublaðinu, er vera skyldi lesend- um til skemmtunar og fróðleiks. Nefndist það Sunnudagsblað Al- þýðublaðsins og kom út vikulega, 8 síður hverju sinni. Rit þetta var með öllu ópólitískt, flutti aðallega sögur, kvæði og margvíslegan innlendan fróðleik. Suunndagsblaðið náði brátt miklum vinsældum. Kom það út um fimm ára skeið, en í árslok 1939 var

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.