Alþýðuhelgin - 31.12.1949, Blaðsíða 20

Alþýðuhelgin - 31.12.1949, Blaðsíða 20
372 ALÞÝÐUHELGIN Norðfjörður - 1 — Akranes - 1 — Eða alls 15 togara Bæjarútgerð á togurum er orðin eins sjálfsögð nú og hún var talin fráleit, þegar Alþýðublaðið hóf bar- áttu sína. Og ég hygg ekki að nein- um detti í hug, jafnvel hvaða flokk sem þeir fylla, að bæjarfélögin eigi að farga þessum stórvirku atvinnu- og framleiðslufyrirtækjum sínum. Upp úr fyrri heimsstyrjöldinni var hér ægilegt húsnæðisleysi, mikil dýrtíð og lág laun, Þá hóf Alþýðu- blaðið baráttu fyrir því, að bæjar- félagið hefði íorgöngu fyrir bygg- ingu íbúðarhúsa, sem síðan væru leigð fyrir hóflegt vcrð. En þrátt fyrir góða baráttu þess varð lítiö úr, árangurinn varð 'aðeins pólarnir, sem alltaf voru örverpi og enn hafa ekki einu^inni fundið náð fyrir augum íhaldsins, því að þeir eru allt- af í stökustu niðurníðslu. Seinna, þegar áhrifa blaðsins fór meir að gæta og ráð fleiri komu til, rætt'st svolítið úr, en merkasta afrekið eru verkamannabústaðirnir, sem ávallt verða til fyrirmyndar. Það er bar- áttumál Alþýðublaðsins og Alþýðu- flokksins. En enn heldur báráttan áfram og þá alveg sérstaklega til að- stoðar þeim, sem enn búa í brögg- um og óhollum kjöllurum, að ó- gleymdum þeim, sem stofnað haía heimili og ætla að stofna heimili, en verða að vera á heimilum vanda- manna sinna. Að stórum hluta eru Reykvíkingar fólk, sem flutt hefur hingað úr sveit- um og .sjávarplássum víða á landinu. Þetta fólk hefur áður en það kom hingað stundað alls konar ræktun og buskap, og þó að það sé komið hingað í höfuðstaðinn, dreymir það um að geta fengið blett til að rækta, blett til að sá í. Það er engin furöa, þó að það láti sér detta í hug, að þetta sé hægt, þegar það sér holtin og óræktaða móana á bæjariandinu. En þetta hefur ekki einu sinni verið hægt. Alþýðublaðið hóf baráttu fyr- ir því, að bæjarbúar gætu átt kost á garðlöndum, en sú barátta hefur enn ekki borið nógu mikinn árangur. Þetta er ótrúlegt, cn samt er það satt. Heldur birtir nú til i þessu efni, enda hefur ekki verið linnt á baráttunni fyrir þessu mali. í dag bíða hundruö og jafnvel þúsundir Revkvíkinga eftir því að bætt verði úr þörfum þeirra fyrir garðlönd. Það mætti ætla, að ráðamenn borgarinnar viidu stuðla að því, að bæjarbúar gætu fengið tækifæri til að ryðja mela og móabörð, gera þau að ókrum eða grænu engi. Og margur mun þegar tímar líða undrast það, hve erfitt var að opna augu þeirra fyrir því. Alþýðublaðið hefur tvímælalaust haft forustu fyrir því, sem stefnt heíur að fegrun og prýði bæjarins að koma upp barnalcikvöllum, skemmtigörðum, trjágróðri og blómareitum, íþróttavöllum og öðru því, sem gæti orðið til þess að fegra bæinn og gera hann hlýlegan fyrir bæjarbúa unga scm gamla. Efl hér hefur verið við ramman reip að draga, vantrú og skilningsleysi. En hér hefur þó töluvert áunnizt og þá fyrst og fremst á allra síðustu árum og þakka ég það ekki sízt Alþýðu- blaðinu. Þannig mætti lengi telja til að sýna hvernig Alþýðublaðið hefur barizt og hvernig málum þess hefur reitt af. Alþýðublaðið hefur horft upp og fram, ætið fram og bent á nauðsynleg verkefni. Alltaf hefur það átt í höggi við skilningsleysi í- haldsins í hvaða mvnd sem það hef- ur birzt, en þó að seint hafi gengið hefur þó þokazt í áttina. Og Alþýður blaðið mun halda áfram eins og stefnt hefur þessi 30 ár, sem það hefur háð baráttu sína. ‘ -----—-------------------------------♦ Frásögn Stcfáns Jóhanns Stefánssonar. álþýðublaðíð - Framherjinn oq málsvarinn. „Alþýðublaðið hcfur frá upphafi og’til þessa dags vcrið ræðustólþ cf svo má að orði komast, fyrir hug- myndir og hugsjónir alþýðu manna, þar sein hún hefur túlkað skoðanir sínar og lífsviðhorf. Blaðið hefur alla tíð verið frjálslynt, birt greinar um margvísleg efni og ekki eingöngu skorðað efni sitt við fyrirfram á- kveðna flokkslínu, enda er hátt til lofts og vítt til veggja innan allra socialdemokratiskra flokka. For- ustumenn Alþýðuflokksins hafa á liðnum 30 árum fyrst birt tillögur sínar og hugsjónir í blaðinu og al- þýðumcnn rætt þær, áður en barátl- an hófst raunverulega fyrir þeim og þeim var hrundið í framkvæmd, Ár- angurinn af boðskap biaðsins á liðn- um 30 árum er. mikill og glæsilegur. Ef til vill veitum við því ekki athvgli í hinni daglegu önn hvernig alltaf þokast í áttina og oft fer það svo, að þegar málefni, sem lengi hefur verið barizt fyrir, nær fram að ganga, þá hafa menn gleymt upphafi baráttunnar og hve erfitt var að nema málefninu land í hugum þjóð- arinnar og andstæðinganna. Það er rangt þegar því er haldið fram að málefni hafi sigrað um leið og það heíur verið knúið fram. Því aðeins sigra málin, aö þau öölist skilning Stefán Jóh. Stefánsson. alþjóðar og þá um leið þeirra manna, sem hafa veitt þeim andstöðu um sinn. Þetta er svo augljós staðreynd ef maður lítur yfir baráttusögu AI- þýðublaðsins og Alþýðuflokksins, að fleiri orð cru óþörf um það. Vegur Alþýðublaðsins á 30 ára för þess er varðaður leiðarmcrkjuin. Hæst ber hinar stórfengfegu um- bætur í atvinnu- og framleiðslumál- um, réttindamál alþýðu, lýðræðiíj- málin og þá fyrst og fremst rýmkun kosningaréttarins, byggingamálin — og síðast en ekki sízt jafnaðarmálin, það er sú mikla jöfnun, sem fengiz.t hefur bæði með kaupbaráttu verka- lýðsfélaganna og stjórnmálabaráttu Alþýðuflokksins. í öllum þessuin málum heíur Alþýðublaðið stigið fyrsta skrefið, liafið merkið a loft eg

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.