Alþýðuhelgin - 31.12.1949, Blaðsíða 10

Alþýðuhelgin - 31.12.1949, Blaðsíða 10
362 ALÞÝÐUHELGIN 'Elzta Alþýðuhúsið •—■ timburhúsið, sem stóð þar sem Gamla Bíó stendur nú. — Á myndinni sjást Sigurður Jónasson, Sigurjón Á. Ólafsson og Ingólfur Jónsson, sem lengi starfaði sem blaðamaður. r 1. maí kröfuganga. Ræður fluttar af grunni Alþýðu- hússins. kemur fil sögunnar. í Dagsbrúnarverkfallinu, við hafn- argerðina árið 1913, varð verka- mönnum það jafnvel ljósara en nokkru sinni áður, hve höllum fæti þeir stóðu í hagsmunabaráttu sinni, ef þeir hefðu ekki aðgang eða um- ráð yfir málgagni. Þeir fundu það, að ef þeir gætu ekki túlkað aðstöðu sína og sjónarmið í átökunumviðatvinnu- rekendavaldið fyrir almenningi; þá myndi þeim seint sækjast róðurinn, því að án skilnings og samhygðar al- mennings, sem annars tók ekki bein- an þátt í átökunum, myndi reynast erfitt að knýja atvinnurekendur til þess, í fyrsta lagi að viðurkenna samtökin, og öðru lagl, að bæta kjör verkalýðsins. Um þetta var mikið rætt meðal verkamanna og ákveðið var af fáum einstaklingum að ráðast enn í blaðaútgáfu. Var þá stofnað Verkmannablað undir ritstjórn Péturs G. Guðmundssonar, en þessi tilraun fór út um þúfur eins og aðr- ar tilraunir til blaðaútgáfu og komu aðeins út rúmlega 20 tölublöð af þessu blaði. Varð nú hlé um skeið á tilraunum verkamanna til blaðaút- gáfu, en þróunin hélt áfram. Smátt og smátt þokaðist í áttina um skiln- ing verkamanna á samtökum. Og leið nú til ársins 1915 og 1916, en á þessum árum má segja að hefjist í raun og veru uppreisn íslenzkrar al- þýðu og eru þau straumhvörf og verða alltaf í Islandssögu kennd við eitt nafn öðrum fremur, brautryðj- andans umfram alla aðra, mannsins, sem lyfti kyndlinum og gekk ótrauð- ur áfram, án þess að hika, án þessa að hugsa um erfiði eða umbun, nafn Ólafs Friðrikssonar. Oft á liðnum áratugum hef ég rætt við Ólaf Friðriksson um þessi harðvítugu baráttuár. En það er dálítið erfitt að fá hann til að ræða um þau í einstökum at- riðum. Það er ákaflega tákn- rænt fyrir manninn, að þó að maður þykist nú hafa náð tökum á honum, ætli sér að nota tækifærið og ausa úr þeim minningasjóði, sem hann á, þá vill hann aldrei dvelja lengi við liðinn tíma og unnin störf heldur er hann óðar farinn að tala um viðfangsefni liðandi stundar og verkefni næstu framtíðar. Ég hygg að segja megi með réttu, að í ára- tuga baráttu sinni hafi Ólafur Frið- riksson ætíð horft upp og fram til komandi tíma, en minna skygnst aft- ur í tímann. Það er ein sönnunin enn fyrir ódrepandi baráttuþreki hans og óslökkvandi áhugaeldi. En við ræddum samt saman einn daginn í skammdeginu. Ég spurði hann margs og hann sagði mér margt. En í hvert sinn, sem kom að honum sjálfum, greip hann fram í fyrir mér og sagði. „Þú skrifar ekk- ert um það. Það tekur því ekki“. Hann verður að ráða, að minnsta kosti að mestu leyti. En allir, sem tekið hafa þátt í baráttunni vita hvaða fórnir hefur orðið að færa og hvaða fórnir Ólafur Friðriksson varð að færa. Og hinir yngri menn mega vita það, að saga íslenzkrar verka- lýðshreyfingar verður aldrei skráð án þess að nafn Ólafs Friðrikssonar lýsi þar yfir hverju afreki, næstum því hverju verki, sem unnið var á erfiðustu árunum. Þetta eru mín orð, en ekki Ólafs Friðrikssonar. En nú sný ég' mér að samtali okkar. Ólafur Friðriksson kom heim til íslands í nóvember 1914 eftir að hafa dvalið átta ár erlendis. Hann kom upp til Akureyrar. — Og þú komst heim til að koma á jafnaðarstefnunni á íslandi. „Ég kom heim til þess að berjast fyrir verkalýðshreyfingunni og jafnaðarstefnunni. Þegar ég kom tii Akureyrar, var þar starfandi verka- mannafélag, en það hafði ekki tekið neinn þátt í opinberum málum. Ég hitti brátt góða menn, og fxnnst mér

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.