Alþýðuhelgin - 31.12.1949, Blaðsíða 14

Alþýðuhelgin - 31.12.1949, Blaðsíða 14
366 ALÞÝÐUHELGÍN Alþýðublaðiðr iuálsvari alþýðunnar Frásögn Sigurjóns Á. Ólafssonar. Hagsmunamál verkamanna og sjómanna -------------------------4 SIGURJÓN Á. ÓLAFSSON var íyrsti afgreiðslumaður Alþýðu- blaðsins og hann á sama afmælisdag og það. Að sjálfsögðu gæti hann sagt margt úr sögu blaðsins, en ef til vill gerir hann það á öðrum stað síðar. Ég talaði við hann um Alþýðublaðið og verkalýðsmálin, og þá fyrst og fremst þau, sem snerta beint hags- munabaráttu sjómanna, en forustu- maður sjómanna hefur hann verið yfir 30 ár. Sigurjón Á. Ólafsson sagði meðal annars: „Þegar Alþýðublaðið var stofnað hafði borgarastéttin eignazt tvö dag- blöð og átt þau um nokkur ár. Al- þýðuflokksmenn töldu því brýna nauðsyn bera til þess fyrir alþýðuna að eignast sitt dagblað. Það má segja, að með stofnun blaðsins hefj- ist hin harða barátta verkalýðssam- takanna og Alþýðuflokksins, og sú barátta olli þegar í upphafi straum- hvörfum. Árin 1919—1924 voru kreppuár og erfiðleikarnir mæddu eins og vant er fyrst og fremst á allri alþýðu, já, í miklu ríkari mæli þá en síðar. Á þessum árum áttu samtök sjómanna fremur en samtök allra annarra alþýðustétta í mjög harðri baráttu, og var Alþýðublaðið hinn eini málsvari stéttarinnar í þeim á- tökum, og án þess hefði árangurinn ekki orðið sá, sem raun varð á, en þetta voru þroska- og vaxtarár sam- takanna. Barátta sjómanna og jafnframt barátta Alþýðublaðsins miðast við hin ýmsu stig hagsmunabaráttunnar. Sjómenn byrjuðu þegar í upphafi samtaka sinna að berjast fyrir ör- yggismálum sínum. Undir eins og Alþýðublaðið hóf göngu sína, fór það að birta greinar um þau mál. Fyrsta krafan um lögákveðinn hvíld- artíma sjómanna kom fram árið 1917. Baráttan fyrir þessu stóð óslit- vinnuréttindi sjómanna, og sjó- mannasamtökin og Alþýðublaðið áttu þátt í því að móta og fá þessa löggjöf samþykkta árið 1936. Sjó- mannasamtökin hafa mjög beitt sér fyrir slysavörnum og hefur blaðið stutt öfluglega að þeim. Og nú eru til í landinu öflug slysavarnasamtök. Alþýðublaðið hefur ætíð verið á verði gegn því að andstæðingum tækist að draga úr réttarbótum, sem fengizt hafa. Sjóveðsrétturinn var mikilsvirði. Reynt hefur verið að fá hann numinn úr gildi, en fyrir at- beina blaðsins og samtakanna hefur verið hægt að verjast þeirri ásókn. Það er óþarfi að benda á jafn aug- ljós mál og stríðstryggingarnar og auknar tryggingar yfirleitt til handa sjómönnum, dánarbæturnar o. s. frv. Alþýðublaðið hefur meira en nokkurt annað blað barizt fyrir bættum atvinnutækjum og nægir að benda á endurnýjun skipastólsins og þá ekki sízt fiskiskipastólsins, sem nú er allt byggt á. Þannig mætti lengi telja. En þetta vil ég segja að lokum: Alþýðublaðið hefur ætíð og alltaf staðið með verkalýðshreyfingunni allri. Það, hefur stutt kröfur verka- lýðsins um allt það, sem til bóta horfði. Það hefur dyggilega þessi ár unnið að bættum kjörum alþýðunn- ar í landinu á öllum hugsanlegum sviðum þjóðfélagsins, og í engu breytt um stefnu. Það vinnur nú jafn markvisst að sömu stefnu og það hefur alltaf gert. En mörgum hættir við að gleyma hinum stóru sigrum, eftir að þeir hafa verið unnir. Og marga og mikla sigra höf- um við unnið fyrir atbeina og stuðn- ing málsvara okkar, Alþýðublaðsins, á liðnum 30 árum.“ ---------------------------------4 Frásögn Finns Jónssonar. ---------------------------------« seint metinn eins og verðugt er. Fyrir stöðugan áróður Alþýðublaðs- ins hefur flokknum orðið meira ágengt í baráttu sinni fyrir gjörbylt- ingu atvinnulífsins heldur en mönn- Sigurjón Á. Ólafsson. ið til ársins 1927. Lögin fengust að vísu samþykkt 1921, en viðbótin, tveir tímarnir, 1928. Þá er íslenzka þjóðin eina fiskveiðaþjóðin, sem tryggir fiskimönnum sínum lögá- kveðinn hvíldartíma á togurum og svo er enn. Af öðrum öryggismál- um, sem Alþýðublaðið hefur barizt fyrir við hlið sjómanna, má nefna endurskoðun sjómanna- og siglinga- laganna 1929, sem lögfest voru árið eftir, en við þau lög hafa sjómenn búið síðan. Nú eru þessi lög enn í endurskoðun. Þá má nefna kröfuna um aukið öryggi og eftirlit með skip- um. Barizt var lengi fyrir þessu máli og fengust ýmsar endurbætur, en aðalendurskoðun laganna fór fram 1945, en það frumvarp endan- lega samþykkt á þinginu 1947. Sú löggjöf er í mörgum efnum ná- kvæmari og ýtarlegri en sams konar löggjöf í nærliggjandi löndum. Á þessum baráttuárum voru lþgfest at- Ahrinnu og fjármálin FINNUR JÓNSSON: „Þáttur Alþýðuflokksins í þeim stórfenglegu breytingum, sem orðið hafa í atvinnumálum okkar íslend- inga á síðastliðnum 30 árum, verður

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.