Alþýðuhelgin - 31.12.1949, Blaðsíða 11

Alþýðuhelgin - 31.12.1949, Blaðsíða 11
ALÞÝÐUHELGIN 363 Sjómannadeila 1923. — Sjómenn fara um borð í tog- ara, þar sem hvítliðar og lögregla lágu fyrir. Sjómannadeilan 1923. — Sjómenn koma í veg fyrir að verkfallsbrjótur geti sett vatn í togara. lýðsfélögin, sem til voru, prentara- félagið, Dagsbrún og verkakvenna- félagið. Jafnframt hugsuðu sjómenn sér til hreyfings og Hásetafélagið var stofnað haustið 1915. Jafnframt var farið að vinna að stofnun heild- arsamtaka meðal aT.þýðunnar. Við stofnuðum Jafnaðarmannafélagið 1915 um haustið. Svo voru bæjar- stjórnarkosningar í janúar 1916 og við fengum svo mörg atkvæði að úr- slitin komu öllum á óvart. Alþýðu- sambandið og Alþýðuflokkurinn voru stofnuð í marz það ár. Jafn- hliða þessari vakningu í Reykjavík fóru að berast fréttir utan af landi um vakningu meðal alþýðunnar. Og Dagsbrún eignaðist vini víða um land, en þó fyrst og fremst í sjávar- plássunum. Hásetaverkfallið mikla 1916 var nokkurs konar eldskírn samtakanna og um það var talað um land allt. í þá daga fyrirlitu atvinnu- rekendur alþýðusamtökin og neit- uðu að viðurkenna þau. Útgerðar- menn bættu kjör sjómanna eftir verkfallið — og kölluðu svo á stjórn félagsins til samninga um haustið. En segja má, að allt til ársins 1930 hafi verkalýðurinn fyrst og fremst barist fyir því að fá atvinnurekend- ur til þess að viðurkenna samtökin. Þetta lætur kannske ótrúlega í eyr- um nú hjá ungu fólki, en þannig var það. — Dagsbrún var vikublað. Við tókum þátt í alþingiskosningunum 1916 og fengum einn mann kos- inn. Síðan þokuðu andstæðingarnir sér fastar saman eins og kunnugt er. Eftir því sem samtökin uxu og baráttan harðnaði var okkur ljóst að nú, að það hafi eiginlega verið til- viljun, því að ekkert þekkti ég þá áður. Fremsta meðal þessara manna tel ég Erling Friðjónsson og Finn Jónsson. Erlingur var traustur mað- ur, gjörhugull og fastur fyrir, en ekki við allra skap og er það sízt af öllu sagt honum til lasts heldur þvert á móti, því að það voru ein- mitt menn, sem ekki voru við allra skap, sem verkalýðurinn þurfti fyrst og fremst á að halda í upphafi baráttu sinnar. Það varð að ganga móti svo mörgum viðteknum regl- um, ráðast fram og ryðja nýjum skoðunum og nýjum viðhorfum braut. Finnur Jónsson var kornung- ur maður, en hann var ákaflega á- hugsasamur og taldi aldrei eftir sér að starfa. Hann var áreiðanlega mesti áhugamaðurinn, sem ég fyrir- hitti á fyrstu árum baráttunnar. Brátt færðist nýtt líf í Verka- mannafélag Akureyrar, og félagið fór að skipta sér af stjórnmálum, forystumenn og félagar skildu fljótt að því aðeins gat alþýðan búizt við árangri af baráttu sinni fyrir bætt- um kjörum, að hún léti ekki hina opinberu átjórnmálabaráttu af- skiptalausa. Veturinn 1914—15 áttu að fara fram bæjarstjórnarkosningar og tók nú Verkamannafélagið þátt í þeim. Náði Erlingur Friðjónsson. þá kosningu og mun hann síðan hafa setið í bæjarstjórn Akureyrar óslitiS yfir 30 ár. Um líkt leyti stofnuðum við Jafnaðarmannafélag Akureyrar og voru félagsmenn 8 að tölu. Þegar hér var komið vissi ég ekk- ert um neinar tilraunir til blaðaút- gáfu, sem gerðar höfðu verið, enda hafði ég ekki staðið í neinu sam- bandi við menn hér heima. Það lá hins vegar í augum uppi, að fyrsta skilyrðið til nokkurs verulegs ár- angurs var að hefja merkið í höfuð- staðnum og ég hafði hug á að fara til Reykjavíkur og kynna mér að- stæður þar. Ég fór því suður 1915 um vorið og hitti brátt áhugamenn. Þá hafði Verkamannafélagið Dagsbrún starfað síðan 1906 og staðið í ýmsu, en félagið var ákaflega veikbyggt og lítils megandi og lítið sem ekkert hafði verið rætt um stjórnmál á fé- lagsfundum. Verkamenn áttu ekkert blað, yfirleitt engan málsvara á op- inberum vettvang'i. Nú var hafist handa um stofnun blaðs. Við stofn- uðum áhugamannafélag nokkrirsam- an, lofuðu menn fjárframlögum til stuðnings blaðinu og svo kom fyrsta tölublað Dagsbrúnar út, laugardag- inn 10. júlí 1915. Ég var bæði rit- stjóri og afgreiðslumaður“. Nú hættir Ólafur og verst eigin- lega allra frétta. Ég spyr hann um það hvernig upphaf baráttunnar hafi verið, um sigra og ósigra, um við- brögð einstakra manna, verkamanna, verkakvenna og sjómanna, hvað auglýsendur hafi sagt og gert og þar frameftir götunum. „Vonbrigði“, segir hann. „Það voru aldrei nein vonbrigði. Ég hef alltaf verið bjartsýnn. Nú, ef eitt- hvað fór verr en við höfðum búist við, þá var bara hafist handa að nýju. í svona baráttu þekkjast ekki vonbrigði vegna þess að það er svo mikið að gera og ný verkefni hvar sem litið er. Blaðið fór fljótlega að hafa áhrif. Nýtt líf færðist í verka-

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.