Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Side 8
melgrasinu, sem átti sinn þátt í henni. Það er því enginn vafi á, að at-
hyglisgáfa feðra vorra hefur skapað þetta nafn. Aftur á móti er nafnið
lokasjóðsbróðir, að öllum líkum, valið af lærðum mönnum. En berum
við saman nytsemi af lokasjóð og smjörgrasi, þá er þar á regin-munur.
Við lokasjóðnum lítur engin skepna, nema þá hestar í hreinustu neyð.
Sá er nú munurinn á þeim bræðrunum, sem lærðir menn vilja vera
láta og byggt er á skyldleika plantnanna. Nafnið smjörgras nota þó
sumir grasafræðingar enn, eins og t. d. Steindór Steindórsson og Guð-
brandur Magnússon í 2. og 3. árg. Flóru. Aftur á móti í íslenzkar jurtir,
eftir Áskel Löve og víðar, er nafnið lokasjóðsbróðir orðið alráðandi.
En Helgi Hallgrímsson og Hörður Kristinsson kalla — Bartsia alpina —
aftur á móti óeirðargras. Gaman væri að vita hvernig það nafn er til-
komið. Sama nafn er einnig að finna í Flóru Stefáns, ásamt nafninu
hanatoppur. Af þessum fjórum nöfnum virðist mér smjörgrasið sjálf-
kjörið.
Smjörlauf — Salix herbacea —. í Flóru, 3. árg., bls. 119 notar Stein-
dór Steindórsson nafnið grasvíðir og einnig þeir Helgi Hallgrímsson
og Hörður Kristinsson, bls. 24 í sömu bók. Áskell Löve notar bæði
nöfnin og í Villiblóm Ingimars Óskarssonar, bls. 170, notar hann nafn-
ið smjörlauf, en gefur líka upp nöfnin sauðkvistur og geldingalauf, sem
öll eru talin í Flóru Stefáns 1. og 2. útg.
Nafnið smjörlauf er að líkindum fornt og byggt á langri reynslu að
þar sé eftirsóttur kjarngróður. Sauðfé hámar hann líka í sig, enda síl-
grænn og safamikill frameftir öllu hausti, þar sem hann vex mikið í
höllum og lægðum, þar sem snjór liggur lengi fram eftir sumri. Rjúp-
ur sækjast einnig mjög eftir honum á meðan til hans næst, en þó ekki
eins og aðalbláberjalynginu — á sama tíma — sem einnig vex víða mik-
ið af, í brekkuhöllum, á svipuðum slóðum. (Sjá Snjódældagróður —
Steindór Steindórsson — Flóra 3. h., bls. 82—100.)
Bjarnarbroddur — Tofieldia pusilla — eða sýkigras. Bæði nöfnin
virðast notuð jöfnum höndum og gefin í Flóru Stefáns. Það væri fróð-
legt að vita hvað valdið hefur nafngiftinni — sýkigras. Kindum virð-
ist meinilla við það. Ég hef oft séð þær skyrpa því út úr sér, enda ligg-
ur oft fjöldi af þessum sílgrænu blaðhvirfingum lausar í kröfstrum á
vetrum.
Grávíðir — Salix glauca — og loðviðir — Salix lanata — þekja hér í
Öxarfirði stór svæði, og þó sérstaklega sá síðamefndi. Þá er hér líka
mikið af gulviði — Salix phylicifólia — sem nær í stöku stað yfir fimm
metra hæð. Fyrst og fremst er það loðvíðirinn, sem myndar hér sam-
fellda fláka, og þótti afbragðs kindafóður, þar sem hann var sleginn
6 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði