Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Side 12

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Side 12
virtist liann hugsi um stund, varpaði önd og mælti svo í hálfum hljóð- um: „Hryggir mig við banablund, þá blíðir dagar enda taka, að svaf ég marga sólskinsstund, sem ég hefði átt að vaka.“ Fáum árum síðar fórum við báðir — ásamt fleirum, í Ásbyrgi. Við Jökulsárbrú slógust í för með okkur flest skólaskyld börn sveitarinnar. Hann þekkti þau vel enda hafði hann kennt þeini flestum. Úr Keldu- hverfi kom þá líka í Ásbyrgi vinur hans og starfsbróðir, Axel Jónsson frá Syðri-Bakka, með börnin í sinni sveit. En allt var þetta fyrirfram ákveðið. Veðrið var eins fagurt og bezt var á kosið. Við Eyjuna beið sá hóp- urinn, sem fyrr kom, og urðu þeir svo samferða inn í botn Ásbyrgis. Sum börnin komu þangað í fyrsta sinn. Þar varð fljótt glatt á hjalla, sungið, gengið um og spjallað saman. Þarna sagði Mundi bróðir börn- unum nöfn á þeim blómum, sem þau ekki þekktu og ýmislegt fleira í sambandi við þau. Öll börnin virtust taka mjög vel eftir og sýndu mikinn áhuga. Sjálfur man ég enn margt frá þeim degi, en bezt man ég þó rödd eins drengsins úr Kelduhverfi. Það mátti glöggt greina hana þótt allir syngju fullum hálsi áður, áður en hópurinn lagði af stað. Og ég minnist þess enn hve mér fannst þá „Ásbyrgi prýðin vors prúða lands“, óma fagurlega milli hamranna háu. Sá, er þessa fögru rödd átti, var Indriði Hannesson frá Keldunes- koti, síðar mörg ár hóteleigandi á Lindarbrekku í sömu sveit. Síðastliðið sumar kom ég í fyrsta sinn í fagran trjá- og blómagarð á Eyvindarstöðum í Kelduhverfi. Hann hafði ég að vísu oft séð áður og gengið örskammt frá honum, en aldrei gefið mér tíma til að staldra þar við. Húsmóðirin á þessum bæ heitir Rannveig Hjartardóttir og er garðurinn fyrst og fremst handaverk hennar og bræðra hennar. Mun hann varla eiga sinn jafningja í nálægum sveitum. Mig furðaði stórum á hinum ýmsu blómum, sem þarna voru í skipulögðum röðum, milli stórvaxinna birki- og reyniviðartrjáa. Sum þessi blóm hafði Rannveig, sem er einu ári yngri en ég, flutt langt að, eins og fjalldalafífil, sem hún tók í Forvöðum við Jökulsá, sömuleiðis brönugras o. fl. tegundir. Ég spurði Rannveigu hvar hún hefði grafið upp nöfn á þessum blómum. Var mér þá efst í hug Flóra Stefáns. Því meir undraðist ég svar hennar, sem var á þessa lund: „Guðmundur 10 Flóra - TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.