Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Page 22
grösin (Cetraria islandica), sem notuð voru og matreidd á margvíslegan
hátt. Þau voru meðal annars höfð í grauta, mjólkursúpur, te og blóð-
mör. Einnig voru þau þurrkuð, möluð í duft og notuð þannig ásamt
mjöli í brauðbakstur. Auk fjallagrasa, sem enn eru allvíða notuð, hafa
ýmsar aðrar fléttur einnig verið notaðar til matar á íslandi, svo sem
Maríugrös (C.nivalis), ennfremur munu engjaskófir (Peltigera aphtliosa,
P. leucophlebia) og geitaskófir (Umbilicaria-tegundir) hafa verið notað-
ar til grautargerðar (Egg. Ól. 1774).
Fléttur voru notaðar til manneldis á hallæristímum í Noregi og Sví-
þjóð allt fram á 19. öld, og í Norður-Finnlandi þekktist að nota malaðar
hreindýrafléttur til drýginda með mjöli í brauð. Geitaskófir voru og
notaðar af norðurlieimskautsförum sem neyðarfæða.
Mannafléttur (Lecanora esculenta) hafa verið notaðar til matar af
eyðimerkurþjóðflokkum fyrir botni Miðjarðarhafsins. Þessar fléttur
vaxa sums staðar í miklu magni í fjallahéruðum þar og berast með
vindum niður yfir láglendið og safnast þar saman í lægðum. Eru ára-
skipti að þessu, t. d. féll óvenju mikið manna í Tyrklandi árið 1891.
Talið er líklegt, að manna það, sem getið er í biblíunni, eigi rót sína
að rekja til þessara fléttna.
Fornegyptar notuðu einnig fléttur (Euernw-tegundir) til brauð-
gerðar og Indverjar nota Parmelia abessinica til matar, einkum til
karrýgerðar. í Japan er kolvetnisauðug tegund geitaskófar, Umbili-
caria esculenta, mikið notuð til matar.
Næringargildi fléttnanna á fyrst og fremst rót sína að rekja til kol-
vetnisinnihalds þeirra. Það eru einkum fjölsykringar, aðallega lichenin,
isolichenin og inulin. Fjallagrös hafa mest af lichenin, sem er samsett
af drúfusykureindum. Enda þótt ýmsar fléttur innihaldi allt að 60%
þurrþyngdar sinnar af kolvetnum, leikur nokkur vafi á um nýtingu
þeirra í líkamanum. Ýmislegt bendir til þess, að meltingarvökvar
manna og flestra hryggdýra megni ekki að kljúfa lichenin nema að
litlu leyti. Hins vegar kljúfa ýmsar þarmabakteríur þessi kolvetni nið-
ur í einsykringa og gera þau þannig nýtanleg fyrir líkamann. Það virð-
ist því velta mikið á þarmaflóru viðkomandi dýrategunda, hvort kol-
vetni fléttnanna nýtast vel eða illa. Ýmislegt bendir til, að jórturdýr
nýti þessi kolvetni betur en önnur hryggdýr. Sniglar og ýmsir aðrir
hryggleysingjar hafa hins vegar í meltingarfærum sínum efnaklofa, sem
kljúfa þessi kolvetni auðveldlega.
Köfnunarefnisinnihald fléttnanna er fremur lítið samanborið við
kolvetnin. Hins vegar er alltaf í þeim meira eða minna af ýmsum fléttu-
sýrum, sem sumar hafa afar óþægilega beiskt eða rammt bragð. Þarf
20 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði