Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Side 24

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Side 24
cin, hvað styrkleika snertir. Usninsýra er algengust allra fléttusýra og kemur fyrir í fjölmörgum fléttutegundum, enda þótt hún hafi ekki fundizt með vissu í fjallagrösum. Margar aðrar fléttusýrur hafa við rannsókn reynzt vera bakteríu- drepandi, og er stöðugt unnið að því að rannsaka þessa eiginleika hjá fleirum. Fundizt hafa í fléttum samtals yfir 200 mismunandi fléttu- sýrur, svo af nógu er að taka til þessara rannsókna. Fumarprótósetrarsýra hefur verið einangruð úr fjallagrösum og áhrif hennar á líkamann verið rannsökuð. Hún verkar á slímhúð mag- ans og þarmanna og örvar vöðvasamdráttinn í veggjum þeirra. Einnig hefur hún örvandi áhrif á aðalstöðvar taugakerfisins og stuðlar að fjölg- un rauðu og hvítu blóðkornanna. Hin hóstamildandi áhrif fjallagrasanna eru talin eiga rót sína að rekja til hinna slímkenndu ljölsykringa þeirra. Fjallagrösin voru ekki aðeins notuð til lækninga á íslandi, heldur meira og minna víða um Evrópu. Ganga þau þar almennt undir nafninu „íslenzkur mosi“ og eru enn seld víða í lyfjabúðum. Fjölmargar aðrar fléttur voru notaðar víða um heim til að lækna margvíslegustu sjúkdóma svo sem hitasóttir, flogaveiki, berkla, kíg- hósta, hundaæði, nýrna- og blöðrusjúkdóma, lungnakvef, krampa, asthma og einnig við húðsjúkdómum og til að sótthreinsa sár. Ekki er þó sannað nema í sumum tilfellum að raunverulegur árangur þessara aðgerða verði rakinn til áhrifa fléttnanna. Fléttur sem dýrafóður. í norðlægum löndum, einkum í Norður- Skandinavíu hafa fléttuheiðar mikla þýðingu sem beitilönd, einkum fyrir hreindýr. Einkum eru þær þýðingarmiklar fyrir vetrarbeit, þegar annar gróður er rýr. Það eru aðallega hinar svokölluðu hreindýraflétt- ur (Cladonia alpestris, Cl. mitis, Cl. rangiferina, Cl. silvatica), sem beitargildi hafa, enda þekja þær oft stór svæði. Aðrar fléttur slæðast oft með en hafa minni þýðingu, þar sem þær koma ekki fyrir í eins miklu magni, svo sem fjallagrasategundir (Cetraria), grábreyskingar (Stereocaulon) og tröllagrös (Alectoria ochroleucd). í Lappahéruðum þessara landa hefur tíðkazt að safna fléttum í stórum stíl og þurrka þær eins og hey og nota til vetrarfóðurs handa kúm og geitum. Fléttuheyið er notað með öðru fóðri, einkum þegar illa árar, til að bægja frá fóðurskorti, en notkun þess að staðaldri þekkt- ist einnig í vissum héruðum. Af Cladonia alpestris fengust af góðu landi allt að 14—15 hestar á ferkílómetra. Ævinlega verður að skilja nokk- urn hluta fléttnanna eftir til þess að flýta fyrir endurgræðingu lands- ins. En þær vaxa hægar en allur annar jarðargróður, og geta liðið allt 22 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.