Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Page 29
HELGI HALLGRÍMSSON:
ÍSLENZKIR HNYÐLUSVEPPIR
Helvellaceae.
Önnur aðaldeild hinna æðri sveppa nefnist asksveppir (Ascomyce-
tes). Þeir einkennast af því, að gróin myndast í aflöngum sekkjum, sem
kallast á fræðimáli asci. Venjulega er grósekkjunum raðað þétt saman
á yfirborð sveppaldinsins, sem oft er að lögun sem lítil skál.
Flestir asksveppir eru litlir vexti, jafnvel smásæir, en fjöldi þeirra
er mikill. Alls staðar þar sem plöntuleifar rotna, eru þeir nærstaddir,
og valda sjálfir þar miklu um, en þeir sníkja einnig á lifandi plöntum,
án þess þó að gera þeim verulegan skaða. Ennfremur mynda þeir, ásamt
þörungum, sambýlisverur þær sem við köllum skófir.
Aðeins fáar tegundir asksveppa hafa náð þeirri stærð, að eftir þeim
sé tekið af almenningi, og verða nokkrir þeirra teknir til meðferðar
hér, þ. e. ættin Helvellaceae eða hnyðlusveppirnir.
Gróbera (aldini) hnyðlusveppanna er oftast greinilega skipt í hatt
og staf, og minna þeir að því leyti á hina eiginlegu hattsveppi. Hattur-
inn er hins vegar oft mjög óreglulegur í laginu, stundum eins og sam-
ankuðlaður eða hnoðaður og draga sveppirnir nafn af því. Frumgerð
hattsins virðist vera skálformið, eins og hjá flestum öðrum asksvepp-
um, enda hafa nokkrir hnyðlusveppir þetta form. Síðan má hugsa sér
að skálin sé lögð saman, og fæst þá eins konar rennuform. Vaxi svo
skálarbarmarnir niður á við, verður formið söðul- eða hnakklaga, en
loks breytist svo söðulformið í óreglulega hnuðlu. Svipuð þróun á sér
stað hjá stafnum. Hann er upprunalega sléttur og sívalur, en síðan
koma í hann rennur, sem dýpka og verða að fellingum, sem loks vaxa
svo stundum óreglulega saman aftur.
Hnyðlusveppunum er oft skipt í tvær ættkvíslir, Helvella og Verpa.
Hjá þeirri síðarnefndu er hatturinn með öfugu skálformi, þ. e. klukku-
TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÚra 27