Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Blaðsíða 30

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Blaðsíða 30
eða bjöllulaga, eða minnir jafnvel á fingurbjörg, og því kalla ég Verpa hér fingurbjargarsvepp. Til hinna eiginlegu hnyðlusveppa (Helvella) voru fyrrum taldir aðeins þeir sveppir, sem hafa óreglulegan liatt og fellinga-staf. Rann- sóknir Svíans Nannfeldts og annarra hafa hins vegar leitt í ljós, að ná- inn skyldleiki er milli þessara sveppa og nokkurra tegunda, sem áður voru taldar til kynjanna Macropodia, Leptopodia, Acetabula og Peziza. Hafa því þessar tegundir allar verið sameinaðar í kyninu Helvella, og verður þeirri skipun fylgt hér. Auk Helvella og Verpa eru stundum talin til hnyðlusveppanna, kyn- in Morchella og Gyromitra, en sveppir af kyninu Morchella eru margir mjög stórvaxnir og eftirsóttir matsveppir. Ekki er mér kunnugt unr að tegundir af þessum kynjum hafi fundizt liér á landi, og verða þau því ekki tekin til meðferðar hér. Andstætt hinum venjulegu hattsveppum og gorkúlum, eiga sumir Iinyðslusveppir það til að vaxa á vorin eða snemmsumars, hér á landi, þó varla fyrr en um miðjan júní. Auðvelt er að þurrka linyðlusveppina og halda þeir formum sínum furðu vel þurrkaðir. Hnyðlusveppirnir koma snemma fyrir í íslenzkum bókmenntum. I upptalningu íslenzkra plantna (Flora Islandica) sem Johan Zoega, gerði og prentuð var með ferðabók Eggerts Ólafssonar (1772) er getið um svepp að nafni Helvella atra, sem König grasafræðingur hafði fund- ið hér, og birt lýsingu á honum. Skömmu síðar birtist svo mynd af sveppnum í hinu mikla plöntumyndasafni, Flora Danica, og fylgir þar stutt latnesk díagnósa, sem skoðast mátti sem frumlýsing tegundarinn- ar, enda var tegund þessi oft síðan kennd við König. (Reyndist síðar vera H. lacunosa). Emil Rostrup getur um þrjár tegundir af kyninu Helvella, í grein sinni um íslenzka sveppi 1903, og byggir þar á söfnun Ólafs Davíðs- sonar og annarra. Tegundimar eru þessar: 1. Acelabula sulcata (samkv. Dissing = Helvella lacunosa). 2. Macropodium corimn (Helvella corium). 3. Helvella atra. Eintök af öllum þessum tegundum Rostrups eru til í Kaupmanna- liöfn og hafa nýlega verið endurgreindar. Poul Larsen (1932) getur um þessar sömu tegundir og Rostrup, en bætir við Acetabula leucomelas (= H. leucomelaeana), en ekki verð- 28 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.