Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Qupperneq 30
eða bjöllulaga, eða minnir jafnvel á fingurbjörg, og því kalla ég Verpa
hér fingurbjargarsvepp.
Til hinna eiginlegu hnyðlusveppa (Helvella) voru fyrrum taldir
aðeins þeir sveppir, sem hafa óreglulegan liatt og fellinga-staf. Rann-
sóknir Svíans Nannfeldts og annarra hafa hins vegar leitt í ljós, að ná-
inn skyldleiki er milli þessara sveppa og nokkurra tegunda, sem áður
voru taldar til kynjanna Macropodia, Leptopodia, Acetabula og Peziza.
Hafa því þessar tegundir allar verið sameinaðar í kyninu Helvella, og
verður þeirri skipun fylgt hér.
Auk Helvella og Verpa eru stundum talin til hnyðlusveppanna, kyn-
in Morchella og Gyromitra, en sveppir af kyninu Morchella eru margir
mjög stórvaxnir og eftirsóttir matsveppir. Ekki er mér kunnugt unr að
tegundir af þessum kynjum hafi fundizt liér á landi, og verða þau því
ekki tekin til meðferðar hér.
Andstætt hinum venjulegu hattsveppum og gorkúlum, eiga sumir
Iinyðslusveppir það til að vaxa á vorin eða snemmsumars, hér á landi,
þó varla fyrr en um miðjan júní.
Auðvelt er að þurrka linyðlusveppina og halda þeir formum sínum
furðu vel þurrkaðir.
Hnyðlusveppirnir koma snemma fyrir í íslenzkum bókmenntum.
I upptalningu íslenzkra plantna (Flora Islandica) sem Johan Zoega,
gerði og prentuð var með ferðabók Eggerts Ólafssonar (1772) er getið
um svepp að nafni Helvella atra, sem König grasafræðingur hafði fund-
ið hér, og birt lýsingu á honum. Skömmu síðar birtist svo mynd af
sveppnum í hinu mikla plöntumyndasafni, Flora Danica, og fylgir þar
stutt latnesk díagnósa, sem skoðast mátti sem frumlýsing tegundarinn-
ar, enda var tegund þessi oft síðan kennd við König. (Reyndist síðar
vera H. lacunosa).
Emil Rostrup getur um þrjár tegundir af kyninu Helvella, í grein
sinni um íslenzka sveppi 1903, og byggir þar á söfnun Ólafs Davíðs-
sonar og annarra. Tegundimar eru þessar:
1. Acelabula sulcata (samkv. Dissing = Helvella lacunosa).
2. Macropodium corimn (Helvella corium).
3. Helvella atra.
Eintök af öllum þessum tegundum Rostrups eru til í Kaupmanna-
liöfn og hafa nýlega verið endurgreindar.
Poul Larsen (1932) getur um þessar sömu tegundir og Rostrup, en
bætir við Acetabula leucomelas (= H. leucomelaeana), en ekki verð-
28 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði