Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Page 31

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Page 31
ur sagt nú, hvaða tegund það raunverulega er, því eintökin eru ekki varðveitt. Auk þess nefnir Larsen tegundina Verpa digitaliformis í fyrsta skipti héðan. M. P. Christiansen (1941) telur Acetabula sulcata og Acetabula sp. hvort tveggja án frekari lýsingar, og Helvella lacunosa. Eintök Christ- iansens eru heldur ekki varðveitt, en vart mun ástæða til að efast um réttmæti síðustu nafngreiningarinnar. Þáttaskil verða í rannsóknum á þessum sveppaflokk, árið 1959, þeg- ar danski sveppafræðingurinn Morten Lange kemur liingað til lands. Þótt hann ferðaðist aðeins um lítinn hluta Suður- og Suðvesturlands, var hann furðulega fundvís á Helvella-tegundir, og safnaði talsverðu af þeim. Þetta safn Langes liggur þó að mestu ónafngreint þar til læri- sveinn hans, Henry Dissing, tekur sig til og endurskoðar jrað, og birtir niðurstöðurnar í grein í Botanisk Tidsskrift 1964. Telur Dissing þar hvorki meira né minna en sjö tegundir, sem Lange hefur safnað, öll- um í Hveragerði og nágrenni. Tegundirnar eru þessar: 1. Helvella acetabulum. 2. H. capucina (= H. albella). 3. H. costifera. 4. H. crispa. 5. H. lacunosa. 6. H. queleti. 7. H. philonotis. Auk Jress getur Dissing um tegundina Helvella atra, sem hann telur þó vera vafasama. Af áðurnefndum tegundum var ein sem lýst var í fyrsta skipti í grein jDessari, nefnilega Helvella philonotis, en sú teg- und hefur nú einnig fundizt í Skandinavíu. Arið 1966 kom út mikið rit um evrópskar Helvella-tegundir eftir Dissing. í riti Jaessu telur hann allar hinar sömu tegundir héðan, og áður var getið, en ein tegund hefur bæzt við, Helvella corium og Hel- vella atra er nú talin örugg. Eru íslenzku tegundirnar þá orðnar níu talsins og Verpa sii tíunda. Höfundur þessarar greinar byrjaði að safna hnyðlusveppum árið 1960, og hefur haldið því áfram síðan. Alls hafa safnazt um 25 eintök, og eru þau varðveitt í grasasafni Náttúrugripasafnsins á Akureyri. Þeg- ar ég fékk ritgerð Dissings í hendur tók ég mig til, og fór í gegnum Jretta safn. Reyndist Jrað innihalda eitt eða fleiri eintök af öllum þeim tegundum, sem Dissing getur um, nema Helvella atra og H. costifera. H. corium er vafasamt hvort finnst þar. TÍMARIT UM ÍSI.ENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 29
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.