Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Page 32
Þá hef ég athugað það sem til er af þessum sveppum í grasasafni
Náttúrufræðistofnunar íslands, alls 2 eintök.
I. Verpa digitaliformis Pers. ex Fr. Fingurbjargarsveppur.
Hatturinn hálfkúlulaga eða fingurbjargarlaga, livolfist niður yfir
stafinn, 1—2 sm á breidd, brúnn, kastaníubrúnn eða svartbrúnn, að
utan en ljósbrúnn á innra borði, eða gulbrúnn. Ytra borðið virðist
dökkna með aldrinum og myndast þá fíngert æðanet, sem liggur á ljós-
ara grunni. Stafurinn bleikur eða ljósgulur, silkiglansandi, dálítið öld-
óttur, og skorpnar saman við þurrkinn. Gróin sporbaugótt, 25—32 (34)
my á lengd. Sprettur í júní.
Lýsing þessi er að mestu gerð eftir eintökum, sem hér hafa fundizt
og stemmir hún ekki að öllu leyti við lýsingar á V. digitaliformis. Líkj-
ast íslenzku eintökin einnig nokkuð tegundinni Verpa fulvocincta
Bres., sem frumlýst er frá Tíról. Þó eru gróin stærri en á þeirri tegund.
Hugsanlega er hér um að ræða, norðlæga tegund, sem enn hefur ekki
verið lýst.
P. Larsen (1932) getur fyrst um Verpa digitaliformis hér á landi,
og segist hafa fundið hana á Skútustöðum við Mývatn, á þúfu i hraun-
inu. Ég fann tegundina fyrst þann 14. júní 1963 í landi Droplaugar-
staða í Fljótsdalshreppi, Au., á tveimur stöðum í rjúpnalaufsmó (Drya-
detum), 220 m. h. og 310 m. h. Þann 24. júní sama ár fann ég hana í
utanverðum Glerárdal, skammt sunnan við Skíðahótelið, í mosaþembu-
mólendi í meljaðri, 550 m. h. Á öllum fundarstöðum óx aðeins eitt ein-
tak. Glerárdalseintakið er nokkuð frábrugðið hinum eintökunum, sem
stafar sennilega af því að það er minna þroskað.
Athyglisvert er það að allir fundarstaðir fingurbjargarsveppsins
liggja ofan við 200 m. h. og flestir ofan við 300 m. Lítur því út fyrir,
að fingurbjargarsveppurinn sé fjallsækin (alpin) tegund hér á landi og
sennilega einnig fremur landleitin (continental), enda ekki ólíklegt að
hún sé bundin við gróðurlendið rjúpnalaufs-þursaskeggsmó, sem er
algengt í innsveitum norðanlands í neðanverðum hlíðum.
Verpa-tegunda er ekki getið frá öðrum mjög norðlægum löndum
svo mér sé kunnugt.
2. Helvella crispa Scop. ex Fr. Bleikhnoðla.
Hatturinn söðullaga, eða meira og minna óreglulega snúinn og
samankuðlaður, gulhvítur eða gulbrúnn að ofan, en ljósari brúnleit-
30 Flóra - tímarit um íslenzka gra.saeræði