Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Síða 32

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Síða 32
Þá hef ég athugað það sem til er af þessum sveppum í grasasafni Náttúrufræðistofnunar íslands, alls 2 eintök. I. Verpa digitaliformis Pers. ex Fr. Fingurbjargarsveppur. Hatturinn hálfkúlulaga eða fingurbjargarlaga, livolfist niður yfir stafinn, 1—2 sm á breidd, brúnn, kastaníubrúnn eða svartbrúnn, að utan en ljósbrúnn á innra borði, eða gulbrúnn. Ytra borðið virðist dökkna með aldrinum og myndast þá fíngert æðanet, sem liggur á ljós- ara grunni. Stafurinn bleikur eða ljósgulur, silkiglansandi, dálítið öld- óttur, og skorpnar saman við þurrkinn. Gróin sporbaugótt, 25—32 (34) my á lengd. Sprettur í júní. Lýsing þessi er að mestu gerð eftir eintökum, sem hér hafa fundizt og stemmir hún ekki að öllu leyti við lýsingar á V. digitaliformis. Líkj- ast íslenzku eintökin einnig nokkuð tegundinni Verpa fulvocincta Bres., sem frumlýst er frá Tíról. Þó eru gróin stærri en á þeirri tegund. Hugsanlega er hér um að ræða, norðlæga tegund, sem enn hefur ekki verið lýst. P. Larsen (1932) getur fyrst um Verpa digitaliformis hér á landi, og segist hafa fundið hana á Skútustöðum við Mývatn, á þúfu i hraun- inu. Ég fann tegundina fyrst þann 14. júní 1963 í landi Droplaugar- staða í Fljótsdalshreppi, Au., á tveimur stöðum í rjúpnalaufsmó (Drya- detum), 220 m. h. og 310 m. h. Þann 24. júní sama ár fann ég hana í utanverðum Glerárdal, skammt sunnan við Skíðahótelið, í mosaþembu- mólendi í meljaðri, 550 m. h. Á öllum fundarstöðum óx aðeins eitt ein- tak. Glerárdalseintakið er nokkuð frábrugðið hinum eintökunum, sem stafar sennilega af því að það er minna þroskað. Athyglisvert er það að allir fundarstaðir fingurbjargarsveppsins liggja ofan við 200 m. h. og flestir ofan við 300 m. Lítur því út fyrir, að fingurbjargarsveppurinn sé fjallsækin (alpin) tegund hér á landi og sennilega einnig fremur landleitin (continental), enda ekki ólíklegt að hún sé bundin við gróðurlendið rjúpnalaufs-þursaskeggsmó, sem er algengt í innsveitum norðanlands í neðanverðum hlíðum. Verpa-tegunda er ekki getið frá öðrum mjög norðlægum löndum svo mér sé kunnugt. 2. Helvella crispa Scop. ex Fr. Bleikhnoðla. Hatturinn söðullaga, eða meira og minna óreglulega snúinn og samankuðlaður, gulhvítur eða gulbrúnn að ofan, en ljósari brúnleit- 30 Flóra - tímarit um íslenzka gra.saeræði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.