Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Side 33
ur að neðan, fínlóliærður á neðra borði. Stafurinn með óreglulega sam-
vöxnum langsfellingum, og holrúmum, oftast gulhvítur (bleikur),
k'læddur mjög fínni ló. Hæð 3—8 sm, og þvermál Iiattsins 1—5 sm. Gró-
in sporbaugótt, 18—21 my á lengd.
Allbreytileg tegund, sem lýst hefur verið undir ýmsum nöfnum.
Islenzku eintökin eru flest smávaxin, um 3 sm á hæð, og hatturinn oft
næstum reglulega söðullaga, og líkjast þau að því leyti H. barlae Boud.
& Pat., sem Dissing telur samnefnda H. crispa.
Dissing (1964) getur þess, að eintök frá Hveragerði líkist H. lactea
Boud. sem er náskyld H. lacunosa en lóháralaus á ytra borði, og því
auðþekkt frá H. crispa, enda þótt litir og vaxtarlag sé oft svipað. Sama
er að segja um nokkur af mínum eintökum.
Þó hef ég einu sinni fundið H. crispa (1951) sem var svipuð að stærð
og vaxtarlagi þeim eintökum, sem algengust eru í Evrópu, og því er
varla ástæða til að efast um að íslenzku eintökin eru af þessari tegund,
og frábrigðin aðeins afleiðingar af kaldara loftslagi og öðrum stað-
háttum hér.
Helvella crispa er fyrst getið héðan af Dissing 1964, eftir eintökum,
sem M. Lange safnaði við Tinda(fjall) í nágrenni Hveragerðis, 13. ágúst
1959. Óx hún jaar í mosa nálægt dýi við læk, eftir því sem Lange segir.
Ég fann tegundina fyrst sumarið 1951, á Droplaugarstöðum í Fljóts-
dal, í graslendi, í ágúst. Var þetta stórt og vel þroskað eintak, sem áður
er um getið. Gerði ég af því lýsingu og teikningu, sem auðvelt er að
þekkja tegundina eftir, og mun þetta hafa verið mín fyrsta sveppa-
rannsókn, en ekki voru þá tök á að varðveita eintakið.
Síðan hef ég fundið tegundina þama tvisvar aftur (1961, 6. sept.
og 1963, 15. sept.), en þó í bæði skiptin í öðru gróðurlendi, þ. e. í þurru
mólendi með rjúpnalaufi, móasefi og þursaskeggi, enda hefur ekkert
þessara eintaka jafnast á við það sem ég fann fyrst að stærð og þroska.
Hvergi hef ég fundið þessa tegund annars staðar.
Erlendis vex H. crispa helzt í laufskógum, en hér hefur hún ekki
fundizt í skógum, en virðist annars geta vaxið í margvíslegu gróður-
lendi. í Evrópu er hún fremur suðræn tegund, og hefur enn ekki fund-
izt norðan við 62 breiddargráðu í Skandinavíu, og á Grænlandi hefur
hún ekki fundizt. Trúlega er hennar því helzt að leita um sunnanvert
landið.
3. Helvella lacunosa Afz. ex Fr. Svarthnoðla.
Hatturinn oftast meira eða minna hnakklaga, með tveimur eða
fleiri, oftast óreglulega löguðum flipum, sem lafa niður með hliðum
TÍMAKIT UM ÍSLF.NZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 31