Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Side 38
8. Helvella acetabulum (L. ex Fr.) Quel. Skálhnoðla.
Hatturinn skállaga eða disklaga í fyrstu, en verður flatur með aldr-
inum, og þá oft óreglulega bylgjaður eða snúinn og jaðrarnir flipóttir,
dökkbrúnn eða svartur að ofan, en ljósbrúnn eða gulbrúnn, og fínló-
liærður á neðra borði.
Stafurinn stuttur, tæplega þver-
mál hattsins, gulhvítur eða livítur,
lóhærður, með greinilegum langs-
fellingum, sem halda áfram sem rif
eða æðar á neðra borði hattsins,
jafnvel allt út að brún. Gróin spor-
baugótt, 17—20 my á lengd.
Tegund þessi er nokkuð auð-
þekkt á áðurnefndum einkennum,
stuttum staf með fellingum os
breiðum, disklaga hatti, með rifjum
á neðra borði. Erfitt getur þó verið
að greina þessa tegund frá Helvella
costifera, en þar eru rifin á neðra
borði hattsins jafnan breiðari, og
aldrei með egg.
H. acetabulum er fyrst getið héðan af Henry Dissing (1964), eftir
eintökum, sem Morten Lange safnaði í Tindum við Hveragerði, árið
1959. (M. Lange 659.) Vera má að Acetabula sulcata og þó fremur Ace-
tabula sp., sjá Christiansen (1941), sé þessi tegund.
Haustið 1961, 3. sept., fann ég þessa tegund í mólendi (líkl. rjúpna-
laufs-þursaskeggsmó), í um 200 m. h. við Droplaugarstaði í Fljótsdal,
Austurlandi. (H. Hg. 3018.)
Tegundin virðist vera útbreidd um alla Evrópu, allt norður á Finn-
mörk, og hefur fundizt á SV-Grænlandi.
Erlendis er H. acetabulum talin vaxa að vorlagi, en í norðlægum
löndum, þar á meðal Iiérlendis, vex liún einkum á haustin, í ágúst og
september.
3. mynd. Helvella acetabulum. Drop-
laugarstaðir, Fljótsdal, 3. sept. 1961.
(ca. 1 i/s x). Foto: H. Kr.
9. Helvella corium (Weberb.) Massee. Bikarhnoðla.
Hatturinn skífu- eða disklaga, fyrst með innbrotnum jaðri, en síðar
útbreiddur, jaðarinn oft klofinn í flipa, svartur á efra borði, en svart-
brúnn og lóhærður á neðra borði, lóhárin næst jaðrinum oft grá eða
hvít. Stafurinn sívalur, stundum nreð smágrópum neðantil, svartbrúnn
36 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði